Bankablús Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. maí 2012 06:00 Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Bankinn er harðlega gagnrýndur – reyndar bara fyrir að loka útibúum og segja upp fólki úti á landi. Gagnrýnendunum er slétt sama um störfin á höfuðborgarsvæðinu. Í hópi þeirra sem gagnrýna Landsbankann eru sveitarstjórnarmenn, alþingismenn og svo sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann, sem hefur bankamál á sinni könnu. Steingrímur J. Sigfússon lýsti í samtali við Ríkisútvarpið í gær skilningi á hagræðingu og endurskipulagningu á höfuðborgarsvæðinu, en lýsti „miklum vonbrigðum" með lokanir í dreifðum byggðum. Steingrímur sagðist vilja sjá frekari rök fyrir lokunum á landsbyggðinni og í sama streng tók Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. „Mér finnst að Landsbankinn eigi að hafa annað hlutverk en aðrir bankar, enda í eigu ríkisins," sagði hann við Vísi í gær. Nú er það svo að rökin fyrir lokun útibúa fyrir austan og vestan gætu þingmennirnir fundið ef þeir nenntu að lesa síðustu ársskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar er rakið að fjöldi íbúa á hvert bankaútibú á Íslandi var árið 2010 rétt tæplega 2.500. Í Noregi, sem er stórt og strjálbýlt land eins og Ísland, er sambærileg tala rúmlega 4.000. Á höfuðborgarsvæðinu eru 5.300 íbúar á hvert útibú, en tæplega 500 á Vestfjörðum og tæplega 700 á Austfjörðum. Bankasýslan segir skiljanlegt að fleiri útibú séu hlutfallslega á landsbyggðinni vegna strjálbýlis og vegalengda, en að erfitt sé að halda úti arðbærum útibúum fyrir minna en 1.500 manns. Fækkun bankaútibúa er alþjóðleg þróun, sem skýrist ekki sízt af því að mikill meirihluti almennra bankaviðskipta hefur færzt á Netið og bættar samgöngur stækka þjónustusvæði útibúa. Í skýrslu Bankasýslunnar kemur sömuleiðis fram að hlutfall starfsfólks í fjármálaþjónustu á Íslandi sé mjög hátt miðað við flest Evrópulönd. Margar vísbendingar eru um að íslenzka bankakerfið sé einfaldlega yfirmannað, með alltof mörg útibú og óhagkvæmt eftir því. „Hár rekstrarkostnaður íslenska bankakerfisins kallar á aukna hagræðingu," segir Bankasýslan umbúðalaust. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sveitarstjórnarmenn skuli bregðast illa við þegar útibúum er lokað og störf lögð niður. Þeir horfa á þrönga hagsmuni síns byggðarlags. En það er skrýtið þegar þeir sem eiga að gæta að almannahag, eins og þingmenn og ráðherrar, gagnrýna hagræðingu af þessu tagi. Landsbankinn er vissulega í eigu skattgreiðenda að stærstum hluta, en hann er ekki ríkisstofnun. Hann er í samkeppni við aðra banka og verður undir í þeirri samkeppni ef rekstur hans er til muna óhagkvæmari en þeirra. Björn Valur og Steingrímur ættu að fagna því að bankinn taki til hjá sér og tryggi þannig eigendum sínum, skattgreiðendum, betri arðsemi og væntanlega betra verð fyrir hlutinn í bankanum sem til stendur að selja. Kaupendur að þeim hlut yrðu reyndar ekki margir ef bankinn tæki meðvitaða ákvörðun um að reka óarðbæra þjónustu. Þeir ættu líka að fagna því að íslenzka bankakerfið verði á heildina litið betur rekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Bankinn er harðlega gagnrýndur – reyndar bara fyrir að loka útibúum og segja upp fólki úti á landi. Gagnrýnendunum er slétt sama um störfin á höfuðborgarsvæðinu. Í hópi þeirra sem gagnrýna Landsbankann eru sveitarstjórnarmenn, alþingismenn og svo sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann, sem hefur bankamál á sinni könnu. Steingrímur J. Sigfússon lýsti í samtali við Ríkisútvarpið í gær skilningi á hagræðingu og endurskipulagningu á höfuðborgarsvæðinu, en lýsti „miklum vonbrigðum" með lokanir í dreifðum byggðum. Steingrímur sagðist vilja sjá frekari rök fyrir lokunum á landsbyggðinni og í sama streng tók Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. „Mér finnst að Landsbankinn eigi að hafa annað hlutverk en aðrir bankar, enda í eigu ríkisins," sagði hann við Vísi í gær. Nú er það svo að rökin fyrir lokun útibúa fyrir austan og vestan gætu þingmennirnir fundið ef þeir nenntu að lesa síðustu ársskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar er rakið að fjöldi íbúa á hvert bankaútibú á Íslandi var árið 2010 rétt tæplega 2.500. Í Noregi, sem er stórt og strjálbýlt land eins og Ísland, er sambærileg tala rúmlega 4.000. Á höfuðborgarsvæðinu eru 5.300 íbúar á hvert útibú, en tæplega 500 á Vestfjörðum og tæplega 700 á Austfjörðum. Bankasýslan segir skiljanlegt að fleiri útibú séu hlutfallslega á landsbyggðinni vegna strjálbýlis og vegalengda, en að erfitt sé að halda úti arðbærum útibúum fyrir minna en 1.500 manns. Fækkun bankaútibúa er alþjóðleg þróun, sem skýrist ekki sízt af því að mikill meirihluti almennra bankaviðskipta hefur færzt á Netið og bættar samgöngur stækka þjónustusvæði útibúa. Í skýrslu Bankasýslunnar kemur sömuleiðis fram að hlutfall starfsfólks í fjármálaþjónustu á Íslandi sé mjög hátt miðað við flest Evrópulönd. Margar vísbendingar eru um að íslenzka bankakerfið sé einfaldlega yfirmannað, með alltof mörg útibú og óhagkvæmt eftir því. „Hár rekstrarkostnaður íslenska bankakerfisins kallar á aukna hagræðingu," segir Bankasýslan umbúðalaust. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sveitarstjórnarmenn skuli bregðast illa við þegar útibúum er lokað og störf lögð niður. Þeir horfa á þrönga hagsmuni síns byggðarlags. En það er skrýtið þegar þeir sem eiga að gæta að almannahag, eins og þingmenn og ráðherrar, gagnrýna hagræðingu af þessu tagi. Landsbankinn er vissulega í eigu skattgreiðenda að stærstum hluta, en hann er ekki ríkisstofnun. Hann er í samkeppni við aðra banka og verður undir í þeirri samkeppni ef rekstur hans er til muna óhagkvæmari en þeirra. Björn Valur og Steingrímur ættu að fagna því að bankinn taki til hjá sér og tryggi þannig eigendum sínum, skattgreiðendum, betri arðsemi og væntanlega betra verð fyrir hlutinn í bankanum sem til stendur að selja. Kaupendur að þeim hlut yrðu reyndar ekki margir ef bankinn tæki meðvitaða ákvörðun um að reka óarðbæra þjónustu. Þeir ættu líka að fagna því að íslenzka bankakerfið verði á heildina litið betur rekið.