Gengu af göflunum Jónas Sen skrifar 23. maí 2012 10:00 Arcadi Volodos við lok tónleikanna. Mynd/listahatid.is Tónleikar. Listahátíð í Reykjavík. Arcadi Volodos lék verk eftir Schubert, Brahms og Liszt. Harpa, 20. maí. Á Listahátíð í Reykjavík gefst tækifæri til að njóta einstakra listviðburða. Ýmist viðburða sem höfða til fárra (en eiga samt fullan rétt á sér) eins og tónleika eða upplestra í heimahúsum. Eða þá stórviðburða með listafólki sem myndi annars aldrei koma hingað. Vissulega spilar eða syngur heimsfrægt tónlistarfólk með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og það með reglulegu millibili. En að þetta sama fólk haldi hér einleikstónleika, það gerist sjaldnar. Eftirvæntingin var því áþreifanleg í Eldborginni á sunnudagskvöldið. Einn fremsti píanóleikari heims var að fara að halda einleikstónleika. Enginn annar en Arcadi Volodos, sem hefur verið goðsögn í tónlistarheiminum um árabil. Tækni hans er einstök, en tónleikar hans eru þó langt í frá einhver sirkus. Þvert á móti er hann fyrst og fremst innblásinn listamaður sem notar tæknina til að koma fegurðinni í tónlistinni fullkomlega til skila. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi orðið fyrir vonbrigðum. Volodos hóf tónleikana á sónötu í a moll eftir Schubert, sem var gefin út eftir dauða hans. Hún er eitt af fjölmörgum dæmum um snilld tónskáldsins. Hver himneska laglínan tekur við af annarri, skreytt alls konar blæbrigðum. Þessi blæbrigði voru meistaralega útfærð af píanóleikaranum. Mismunandi litir voru fjölbreytilegir en ávallt fágaðir og útkoman var svo töfrakennd að það var alveg einstakt. Ekki síðri voru þrjú Intermezzi op. 117 eftir Brahms. Þau eru innhverf, það fyrsta er t.d. eins konar vögguvísa. Volodos gaf sér nógan tíma til að móta hverja hendingu og spilaði af ótrúlegri mýkt. Samt var það ekki tilgerðarlegt. Þvert á móti var túlkunin dásamlega eðlileg og blátt áfram. Hápunktur tónleikanna var h-moll sónatan eftir Franz Liszt. Hún einkennist af miklum átökum, tekur um hálftíma í flutningi en er samt bara í einum kafla. Volodos fór fremur rólega af stað, eins og hann væri að hemja sig. En smátt og smátt sótti hann í sig veðrið. Túlkunin var þó alltaf frjálsleg, laglínurnar virkuðu spontant, nánast eins og þær væru að verða til akkúrat á því augnablikinu. Og spennan jókst, hraðinn varð meiri, ákefðin og átökin stöðugt brjálæðislegri. Hápunkturinn var svo flottur að það verður mér ógleymanlegt. Volodos setti bókstaflega allt í botn. Það var hrein flugeldasýning. Eins og við var að búast gengu áheyrendurnir af göflunum. Undirritaður var þar á meðal. Við klöppuðum Volodos fram hvað eftir annað. Og hann spilaði fjögur aukalög, noktúrnu eftir Liszt, tvær útsetningar eftir sjálfan sig og lag eftir Schubert. Þau voru öll hrein snilld. Gaman væri að Volodos spilaði næst með Sinfóníuhljómsveit Íslands! Niðurstaða: Algerlega frábærir tónleikar. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. Listahátíð í Reykjavík. Arcadi Volodos lék verk eftir Schubert, Brahms og Liszt. Harpa, 20. maí. Á Listahátíð í Reykjavík gefst tækifæri til að njóta einstakra listviðburða. Ýmist viðburða sem höfða til fárra (en eiga samt fullan rétt á sér) eins og tónleika eða upplestra í heimahúsum. Eða þá stórviðburða með listafólki sem myndi annars aldrei koma hingað. Vissulega spilar eða syngur heimsfrægt tónlistarfólk með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og það með reglulegu millibili. En að þetta sama fólk haldi hér einleikstónleika, það gerist sjaldnar. Eftirvæntingin var því áþreifanleg í Eldborginni á sunnudagskvöldið. Einn fremsti píanóleikari heims var að fara að halda einleikstónleika. Enginn annar en Arcadi Volodos, sem hefur verið goðsögn í tónlistarheiminum um árabil. Tækni hans er einstök, en tónleikar hans eru þó langt í frá einhver sirkus. Þvert á móti er hann fyrst og fremst innblásinn listamaður sem notar tæknina til að koma fegurðinni í tónlistinni fullkomlega til skila. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi orðið fyrir vonbrigðum. Volodos hóf tónleikana á sónötu í a moll eftir Schubert, sem var gefin út eftir dauða hans. Hún er eitt af fjölmörgum dæmum um snilld tónskáldsins. Hver himneska laglínan tekur við af annarri, skreytt alls konar blæbrigðum. Þessi blæbrigði voru meistaralega útfærð af píanóleikaranum. Mismunandi litir voru fjölbreytilegir en ávallt fágaðir og útkoman var svo töfrakennd að það var alveg einstakt. Ekki síðri voru þrjú Intermezzi op. 117 eftir Brahms. Þau eru innhverf, það fyrsta er t.d. eins konar vögguvísa. Volodos gaf sér nógan tíma til að móta hverja hendingu og spilaði af ótrúlegri mýkt. Samt var það ekki tilgerðarlegt. Þvert á móti var túlkunin dásamlega eðlileg og blátt áfram. Hápunktur tónleikanna var h-moll sónatan eftir Franz Liszt. Hún einkennist af miklum átökum, tekur um hálftíma í flutningi en er samt bara í einum kafla. Volodos fór fremur rólega af stað, eins og hann væri að hemja sig. En smátt og smátt sótti hann í sig veðrið. Túlkunin var þó alltaf frjálsleg, laglínurnar virkuðu spontant, nánast eins og þær væru að verða til akkúrat á því augnablikinu. Og spennan jókst, hraðinn varð meiri, ákefðin og átökin stöðugt brjálæðislegri. Hápunkturinn var svo flottur að það verður mér ógleymanlegt. Volodos setti bókstaflega allt í botn. Það var hrein flugeldasýning. Eins og við var að búast gengu áheyrendurnir af göflunum. Undirritaður var þar á meðal. Við klöppuðum Volodos fram hvað eftir annað. Og hann spilaði fjögur aukalög, noktúrnu eftir Liszt, tvær útsetningar eftir sjálfan sig og lag eftir Schubert. Þau voru öll hrein snilld. Gaman væri að Volodos spilaði næst með Sinfóníuhljómsveit Íslands! Niðurstaða: Algerlega frábærir tónleikar.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira