Innan þægindarammans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. maí 2012 20:00 Bíó. Dark Shadows. Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Johnny Depp, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green, Jackie Earle Haley, Jonny Lee Miller, Chloë Grace Moretz, Bella Heathcote. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við leikarann Johnny Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012. Dark Shadows er byggð á samnefndri bandarískri sápuóperu sem sýnd var á árunum 1966 til 1971 (alls voru gerðir 1.225 þættir) og segir frá vampírunni Barnabas Collins sem grafin er lifandi á 18. öld en losnar úr prísundinni árið 1972. Nornin sem breytti honum í blóðsugu er enn á lífi og nýtur þess gera afkomendum hans lífið leitt. Barnabas reynir að koma fjölskyldufyrirtækinu á réttan kjöl, en hann á erfitt með að aðlagast hippatímabilinu og blóðþorsti hans er honum sífelldur fjötur um fót. Það skemmtilegasta við myndina er Johnny Depp, en Barnabas er bitastæðasta hlutverk sem hann hefur fengið frá Burton síðan hann lék Ed Wood fyrir tæpum 20 árum. Línurnar hans eru bráðfyndnar, flutningurinn fumlaus og mjög fljótlega fer áhorfandanum að þykja vænt um þennan hjartahlýja en aumkunarverða morðingja. Handritið er hins vegar ekki nógu vatnshelt og er helsti vandinn sá að of margar persónur eru kynntar til sögunnar en fá svo nánast ekkert að gera. Líklega eiga þessir karakterar að fá meira pláss í mögulegum framhaldsmyndum en í þessari stöku mynd þjóna þeir engum tilgangi, og virka jafnvel truflandi. Þá kemur ekkert á óvart í búningum, sviðsmyndum og listrænni stjórnun. Allt er svo fullkomlega slétt og fellt að það nær ekki nokkurri átt. Burton toppaði sig í þessari deild fyrir löngu en heldur sig innan þægindarammans og virðist lafhræddur við listræna ögrun. Fyrir vikið eru margir aðdáenda hans búnir að snúa við honum baki, sem er synd því Dark Shadows á marga þrælfína spretti. Niðurstaða: Nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Dark Shadows. Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Johnny Depp, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green, Jackie Earle Haley, Jonny Lee Miller, Chloë Grace Moretz, Bella Heathcote. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við leikarann Johnny Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012. Dark Shadows er byggð á samnefndri bandarískri sápuóperu sem sýnd var á árunum 1966 til 1971 (alls voru gerðir 1.225 þættir) og segir frá vampírunni Barnabas Collins sem grafin er lifandi á 18. öld en losnar úr prísundinni árið 1972. Nornin sem breytti honum í blóðsugu er enn á lífi og nýtur þess gera afkomendum hans lífið leitt. Barnabas reynir að koma fjölskyldufyrirtækinu á réttan kjöl, en hann á erfitt með að aðlagast hippatímabilinu og blóðþorsti hans er honum sífelldur fjötur um fót. Það skemmtilegasta við myndina er Johnny Depp, en Barnabas er bitastæðasta hlutverk sem hann hefur fengið frá Burton síðan hann lék Ed Wood fyrir tæpum 20 árum. Línurnar hans eru bráðfyndnar, flutningurinn fumlaus og mjög fljótlega fer áhorfandanum að þykja vænt um þennan hjartahlýja en aumkunarverða morðingja. Handritið er hins vegar ekki nógu vatnshelt og er helsti vandinn sá að of margar persónur eru kynntar til sögunnar en fá svo nánast ekkert að gera. Líklega eiga þessir karakterar að fá meira pláss í mögulegum framhaldsmyndum en í þessari stöku mynd þjóna þeir engum tilgangi, og virka jafnvel truflandi. Þá kemur ekkert á óvart í búningum, sviðsmyndum og listrænni stjórnun. Allt er svo fullkomlega slétt og fellt að það nær ekki nokkurri átt. Burton toppaði sig í þessari deild fyrir löngu en heldur sig innan þægindarammans og virðist lafhræddur við listræna ögrun. Fyrir vikið eru margir aðdáenda hans búnir að snúa við honum baki, sem er synd því Dark Shadows á marga þrælfína spretti. Niðurstaða: Nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira