Lokaorð um Nasa Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. maí 2012 06:00 Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. Nasa er frábær tónleikastaður. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja ásamt því að umkomuleiðirnar af rúmu dansgólfinu eru fleiri en gengur og gerist. Draumur tónlistarunnandans. Fyrir listamennina er staðurinn ekki síðri. Sviðið er rúmgott og í hæfilega mikilli hæð, hljóðkerfið er kraftmikið og baksviðsaðstaðan kyrfilega lokuð af. Sjálfur hef ég sótt staðinn sem áhorfandi og flytjandi (þó ég hafi reyndar aldrei staðið á sviði fyrir framan hóp af jafn hliðhollum áhorfendum og Páll Óskar eða Mugison) og get því auðveldlega sett mig í spor þeirra sem mótmæla lokun staðarins. Eins sárt og það er að horfa upp á jafn frábæran tónleikastað hverfa, þá efast ég um að ekkert komi í staðinn. Nasa hefur verið til í núverandi mynd í tæp ellefu ár. Fullt af góðum hljómsveitum urðu til áður en Nasa opnaði og þær höfðu fullt af stöðum til að koma fram á. Þannig verður það, hvort sem það verður annað hótel við Austurvöll eða ekki. Auðvitað verður ákveðin stemning til í húsum, en steypan, viðurinn, málmurinn og glerið á aðeins takmarkaðan þátt í því. Það er fyrst og fremst fólkið, sem mætir á tónleika, sem skapar stemninguna ásamt listamönnunum sem koma fram. Ef Nasa verður rifið, þá skapar sama fólk sömu stemningu einhvers staðar annars staðar. Það er staðreynd, sama hversu mikla yfirburði Nasa hefur í blómstrandi tónleikasenu landsins. Margir einblína á hvað kemur í staðinn og gagnrýna hugmyndir um mögulegan hótelrekstur. Ný hótel dreifast um Reykjavík á hraða njólans og kaupsýslumenn virðast sjá endalaus viðskiptatækifæri í slíkum rekstri. En gæti ekki verið að einhver svari háværu kalli neytenda um tónleikastað sem er sveittari en Rosenberg, með stemninguna af Gamla Gauk, stærri en Ellefan, minni en Hafnarhúsið, jafn kósí og Iðnó og ekki eins hress og Faktorý? Soldið eins og Harpan nema ekki eins stór, brothætt og … fjármögnuð af almenningi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. Nasa er frábær tónleikastaður. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja ásamt því að umkomuleiðirnar af rúmu dansgólfinu eru fleiri en gengur og gerist. Draumur tónlistarunnandans. Fyrir listamennina er staðurinn ekki síðri. Sviðið er rúmgott og í hæfilega mikilli hæð, hljóðkerfið er kraftmikið og baksviðsaðstaðan kyrfilega lokuð af. Sjálfur hef ég sótt staðinn sem áhorfandi og flytjandi (þó ég hafi reyndar aldrei staðið á sviði fyrir framan hóp af jafn hliðhollum áhorfendum og Páll Óskar eða Mugison) og get því auðveldlega sett mig í spor þeirra sem mótmæla lokun staðarins. Eins sárt og það er að horfa upp á jafn frábæran tónleikastað hverfa, þá efast ég um að ekkert komi í staðinn. Nasa hefur verið til í núverandi mynd í tæp ellefu ár. Fullt af góðum hljómsveitum urðu til áður en Nasa opnaði og þær höfðu fullt af stöðum til að koma fram á. Þannig verður það, hvort sem það verður annað hótel við Austurvöll eða ekki. Auðvitað verður ákveðin stemning til í húsum, en steypan, viðurinn, málmurinn og glerið á aðeins takmarkaðan þátt í því. Það er fyrst og fremst fólkið, sem mætir á tónleika, sem skapar stemninguna ásamt listamönnunum sem koma fram. Ef Nasa verður rifið, þá skapar sama fólk sömu stemningu einhvers staðar annars staðar. Það er staðreynd, sama hversu mikla yfirburði Nasa hefur í blómstrandi tónleikasenu landsins. Margir einblína á hvað kemur í staðinn og gagnrýna hugmyndir um mögulegan hótelrekstur. Ný hótel dreifast um Reykjavík á hraða njólans og kaupsýslumenn virðast sjá endalaus viðskiptatækifæri í slíkum rekstri. En gæti ekki verið að einhver svari háværu kalli neytenda um tónleikastað sem er sveittari en Rosenberg, með stemninguna af Gamla Gauk, stærri en Ellefan, minni en Hafnarhúsið, jafn kósí og Iðnó og ekki eins hress og Faktorý? Soldið eins og Harpan nema ekki eins stór, brothætt og … fjármögnuð af almenningi?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun