Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla 19. maí 2012 16:00 Efnilegur Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur.fréttablaðið/stefán Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira