Goðsögnum hnekkt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi. Ólafur Þ. Harðarson bendir á í frétt blaðsins á föstudaginn að þótt vissulega komi þeir skólar sem gjarnan hafi verið taldir skila góðum nemendum vel út þá séu einnig aðrir skólar sem skili góðum nemendum til HÍ. Hann bendir einnig á að líta þurfi til þess að skólarnir fái misgóða nemendur úr grunnskóla. Goðsagnir um gæði framhaldsskóla hafa lengi verið lífseigar. Með einsleitri mælistiku hafa menn komist að því að elstu menntaskólarnir og aðrir tilteknir bóknámsskólar séu bestir en yngri skólar, sem margir hverjir bjóða mun fjölbreytilegra nám, þykja ekki eins góðir. Við þessar goðsagnir má margt athuga. Í fyrsta lagi liggur mælistikan yfirleitt í bóknáminu eingöngu en ekki í öðrum þáttum námsframboðs. Í öðru lagi er yfirleitt lítið gert með það að skoða samhengið milli þess hvers konar nemendur koma inn í skólana og svo hvernig þeim vegnar að námi loknu. Þannig er nemandi sem alla tíð hefur gengið vel í bóknámi í grunnskóla mun líklegri til að sækja í hefðbundinn menntaskóla, sem býður honum val milli fjölmargra bóknámsgreina, en í fjölbrautaskóla, sem býður honum val milli mun fleiri námsgreina en kannski tiltölulega einsleitt bóknám. Könnun á gengi nemenda innan HÍ sýnir fram á að góður nemandi getur komið úr hvaða skóla sem er. Gengi fólks í námi veltur á fjölmörgum þáttum, og þá ekki síst þáttum eins og viðhorfi til náms, áhuga á viðfangsefnunum og fjöldamörgum öðrum þáttum, bæði ræktuðum og meðfæddum. Hlutur skólans er að búa nemandanum hvetjandi námsumhverfi og sjá til þess að hann þrífist vel á alla lund þannig að árangur hans í námi megi verða sem bestur. Það sama gildir um heimilin og það gefur augaleið að nemandi sem kemur frá heimili þar sem ríkir jákvætt viðhorf til náms og hann fær hvatningu er minna háður skólanum sínum en sá sem kemur úr umhverfi þar sem skólanám er ekki forgangsraðað. Til dæmis þess vegna er svo mikilvægt að hnekkja goðsögnunum um skólana. Það skiptir miklu máli að taka niðurstöðum kannana um gengi nemenda af þeirri yfirvegun sem viðmælendur í frétt blaðsins á föstudaginn gerðu, að nota hana til að vinda ofan af goðsagnaumræðunni fremur en að ýta undir hana eins og oft hefur verið gert. Mestu máli skiptir að ungt fólk á Íslandi eigi þess kost að sækja fjölbreytt nám í margs konar skólum. Sumum hentar bóknám, öðrum verknám, sumum hentar rammi bekkjarkerfisins meðan öðrum hentar nám í minna formföstu umhverfi. Allt þetta unga fólk á að eiga þess kost að iðka nám sitt í skólum sem koma til móts við þarfir þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Fréttir Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi. Ólafur Þ. Harðarson bendir á í frétt blaðsins á föstudaginn að þótt vissulega komi þeir skólar sem gjarnan hafi verið taldir skila góðum nemendum vel út þá séu einnig aðrir skólar sem skili góðum nemendum til HÍ. Hann bendir einnig á að líta þurfi til þess að skólarnir fái misgóða nemendur úr grunnskóla. Goðsagnir um gæði framhaldsskóla hafa lengi verið lífseigar. Með einsleitri mælistiku hafa menn komist að því að elstu menntaskólarnir og aðrir tilteknir bóknámsskólar séu bestir en yngri skólar, sem margir hverjir bjóða mun fjölbreytilegra nám, þykja ekki eins góðir. Við þessar goðsagnir má margt athuga. Í fyrsta lagi liggur mælistikan yfirleitt í bóknáminu eingöngu en ekki í öðrum þáttum námsframboðs. Í öðru lagi er yfirleitt lítið gert með það að skoða samhengið milli þess hvers konar nemendur koma inn í skólana og svo hvernig þeim vegnar að námi loknu. Þannig er nemandi sem alla tíð hefur gengið vel í bóknámi í grunnskóla mun líklegri til að sækja í hefðbundinn menntaskóla, sem býður honum val milli fjölmargra bóknámsgreina, en í fjölbrautaskóla, sem býður honum val milli mun fleiri námsgreina en kannski tiltölulega einsleitt bóknám. Könnun á gengi nemenda innan HÍ sýnir fram á að góður nemandi getur komið úr hvaða skóla sem er. Gengi fólks í námi veltur á fjölmörgum þáttum, og þá ekki síst þáttum eins og viðhorfi til náms, áhuga á viðfangsefnunum og fjöldamörgum öðrum þáttum, bæði ræktuðum og meðfæddum. Hlutur skólans er að búa nemandanum hvetjandi námsumhverfi og sjá til þess að hann þrífist vel á alla lund þannig að árangur hans í námi megi verða sem bestur. Það sama gildir um heimilin og það gefur augaleið að nemandi sem kemur frá heimili þar sem ríkir jákvætt viðhorf til náms og hann fær hvatningu er minna háður skólanum sínum en sá sem kemur úr umhverfi þar sem skólanám er ekki forgangsraðað. Til dæmis þess vegna er svo mikilvægt að hnekkja goðsögnunum um skólana. Það skiptir miklu máli að taka niðurstöðum kannana um gengi nemenda af þeirri yfirvegun sem viðmælendur í frétt blaðsins á föstudaginn gerðu, að nota hana til að vinda ofan af goðsagnaumræðunni fremur en að ýta undir hana eins og oft hefur verið gert. Mestu máli skiptir að ungt fólk á Íslandi eigi þess kost að sækja fjölbreytt nám í margs konar skólum. Sumum hentar bóknám, öðrum verknám, sumum hentar rammi bekkjarkerfisins meðan öðrum hentar nám í minna formföstu umhverfi. Allt þetta unga fólk á að eiga þess kost að iðka nám sitt í skólum sem koma til móts við þarfir þess.