Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna 16. maí 2012 12:00 „Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira