Ber virðingu fyrir gömlu og góðu 12. maí 2012 13:00 Þau Greta og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Bakú. „Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira