Byggt Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2012 07:00 Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara? Svo virðist eitthvað á reiki hvað spítalinn verður stór. Verður hann eins og tvær, þrjár eða fjórar Smáralindir? Þolir þessi blettur alla þessa steypu? Einhverjum kynni að finnast of mikið að þar risi bara ein Smáralind. Og það má færa fyrir því rök að bygging á stærð við Bæjarins bestu væri of mikið þarna framan við fallegasta hús borgarinnar. Það er furðulítið rætt um peninga en kostnaðurinn verður náttúrulega svimandi hár. Kannski svipaður og það kostaði að reisa Kárahnjúkavirkjun. Þegar ríkissjóður Íslands var einn best setti ríkissjóður í heimi voru peningar lagðir til hliðar til að byggja nýjan spítala. Í kjölfar hrunsins var ákveðið að nota þá peninga í annað. Það virðist engu máli skipta, nú lána bara lífeyrissjóðirnir og allir eru glaðir. Annars verður það sérstakt þegar eftirhrunsárin íslensku verða skoðuð í framtíðinni og í ljós kemur að með vinstri hendinni hækkuðu stjórnvöld skatta og drógu úr þjónustu en með þeirri hægri reistu þau tónlistarhús og spítala. Kannski það sé rétta leiðin út úr kreppu. Sjálfsagt er nauðsynlegt að gera eitthvað í húsnæðismálum Landspítalans. Starfsemin fer fram í mörgum byggingum, sumum gömlum og lúnum, og viðhaldi hefur ekki verið sinnt auk þess sem það kostar sitt að vera á mörgum stöðum. Það er hins vegar merkilegt að eina sýnilega leiðin skuli vera að byggja stærsta og dýrasta hús landsins þarna undir Skólavörðuholtinu og vonast til að djarfir menn kaupi gamla Borgarspítalann í Fossvogi og Landakot og St. Jósefsspítala og kannski Vífilsstaði og opni þar hótel eða skrifstofur. Það gekk nú ekki vel með Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Svo kemur náttúrulega að því að nýi Landspítalinn verður gamall og lúinn og rúmar ekki lengur starfsemina. Forvitnilegt verður að sjá hvort enn verði byggt við Hringbrautina eða ákveðið að fara annað og selja allt bixið undir hótel eða skrifstofur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara? Svo virðist eitthvað á reiki hvað spítalinn verður stór. Verður hann eins og tvær, þrjár eða fjórar Smáralindir? Þolir þessi blettur alla þessa steypu? Einhverjum kynni að finnast of mikið að þar risi bara ein Smáralind. Og það má færa fyrir því rök að bygging á stærð við Bæjarins bestu væri of mikið þarna framan við fallegasta hús borgarinnar. Það er furðulítið rætt um peninga en kostnaðurinn verður náttúrulega svimandi hár. Kannski svipaður og það kostaði að reisa Kárahnjúkavirkjun. Þegar ríkissjóður Íslands var einn best setti ríkissjóður í heimi voru peningar lagðir til hliðar til að byggja nýjan spítala. Í kjölfar hrunsins var ákveðið að nota þá peninga í annað. Það virðist engu máli skipta, nú lána bara lífeyrissjóðirnir og allir eru glaðir. Annars verður það sérstakt þegar eftirhrunsárin íslensku verða skoðuð í framtíðinni og í ljós kemur að með vinstri hendinni hækkuðu stjórnvöld skatta og drógu úr þjónustu en með þeirri hægri reistu þau tónlistarhús og spítala. Kannski það sé rétta leiðin út úr kreppu. Sjálfsagt er nauðsynlegt að gera eitthvað í húsnæðismálum Landspítalans. Starfsemin fer fram í mörgum byggingum, sumum gömlum og lúnum, og viðhaldi hefur ekki verið sinnt auk þess sem það kostar sitt að vera á mörgum stöðum. Það er hins vegar merkilegt að eina sýnilega leiðin skuli vera að byggja stærsta og dýrasta hús landsins þarna undir Skólavörðuholtinu og vonast til að djarfir menn kaupi gamla Borgarspítalann í Fossvogi og Landakot og St. Jósefsspítala og kannski Vífilsstaði og opni þar hótel eða skrifstofur. Það gekk nú ekki vel með Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Svo kemur náttúrulega að því að nýi Landspítalinn verður gamall og lúinn og rúmar ekki lengur starfsemina. Forvitnilegt verður að sjá hvort enn verði byggt við Hringbrautina eða ákveðið að fara annað og selja allt bixið undir hótel eða skrifstofur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun