Handverk í formi málverks 22. apríl 2012 15:00 Helga Sigríður er hugfangin af handverki kvenna og notar það í myndlist. mynd/Ágúst Þór Bjarnason „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig." Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig."
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira