Handverk í formi málverks 22. apríl 2012 15:00 Helga Sigríður er hugfangin af handverki kvenna og notar það í myndlist. mynd/Ágúst Þór Bjarnason „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig." Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig."
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira