Tónlist

Axl vill ekki vera með

Axl Rose vill ekki vera tekinn inn í Rock and Roll Hall of Fame með öðrum meðlimum Guns N´ Roses.
Axl Rose vill ekki vera tekinn inn í Rock and Roll Hall of Fame með öðrum meðlimum Guns N´ Roses. nordicphtos/getty
Rokkarinn Axl Rose afþakkaði inntöku hans í Rock and Roll Hall of Fame um helgina sem leið. Söngvarinn, sem sló í gegn með Guns N' Roses í lok níunda áratugarins, bað aðdáendur hljómsveitarinnar afsökunar á synjun sinni.

„Ég neyðist til þess af afþakka inntöku mína sem meðlimur Guns N' Roses inn í Rock and Roll Hall of Fame," skrifaði rokkarinn í bréfi. Hann segir ástæðu þessa vera þá að enn ríki mikið ósætti milli hans og annarra meðlima hljómsveitarinnar.

Í öðrum fréttum af Rose þá sást til hans snæða kvöldverð með söngkonunni Lönu Del Ray fyrir skemmstu og telja margir að hér sé nýtt músíkalskt par á ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.