Tíska og hönnun

Fær tískuráð frá tengdó

Karl Bretaprins vill að tengdadóttir sín Katrín hertogaynja af Cambrigde klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed.
Karl Bretaprins vill að tengdadóttir sín Katrín hertogaynja af Cambrigde klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed. Nordicphotos/getty
Katrín hertogaynja af Cambridge er mikil tískufyrirmynd og allt sem hún klæðist rýkur úr hillum búðanna. Tengdafaðir hennar Karl Bretaprins hefur tekið eftir þessari þróun og vill nú að hún klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed en merkið er í miklu uppáhaldi hjá prinsinum. Fyrirtækið þarf að bæta sölu á alþjóðlegum markaði og bíður nú í ofvæni eftir að hertogaynjan klæðist fatnaði frá þeim.

„Með því að klæðast fötum frá Harry Tweed er hertogaynjan ekki bara að aðstoða breskan fatahönnuð, heldur að hjálpa heilli vinnustofu sem þarf á hjálp að halda. Ég hef heyrt að prinsinn ætli sér að tala við Katrínu og við megum því búast við að sjá hana klæðast Tweed á opinberlegum vettfangi með vorinu," segir ónefndur heimildamaður við Daily Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×