Hið háða Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. apríl 2012 06:00 Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins," sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. „Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins." Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. „Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess." Þingskapanefnd vinnur nú að tillögum um ný þingsköp. Meðal þess sem þar hefur borið á góma er að það verði sett í lög um þingsköp að þingmenn megi ekki fara í andsvar við samflokksmenn sína, nema vera sannanlega ósammála þeim. Án mikillar vísindalegrar rannsóknar er óhætt að efast um að mörg þjóðþing skuli ræða slíka hluti í alvöru. traust ávinnst ekki með fögrum fyrirheitum, heldur með gjörðum. Það er alveg sama hversu oft stjórnmálaleiðtogar lýsa yfir áhyggjum af litlu trausti á Alþingi, á meðan þar breytist ekkert eykst traustið ekkert. Samkvæmt skoðanakönnun gerðri í mars treysta um 10 prósent þjóðarinnar Alþingi. Einn af hverjum tíu. Ætli álíka margir púlarar treysti ekki Kenny Dalglish til að tryggja liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í vor? það skiptir engu máli hversu reiðir þingmenn verða við að vera sakaðir um málþóf. Á meðan þeir flykkjast unnvörpum í andsvör til að taka undir sjónarmið samherja sinna eru þeir að stunda málþóf. Á meðan þeir spyrja samherja sína út í hugarheim andstæðinga sinna í andsvörum eru þeir að stunda málþóf. það skiptir engu máli hve mikinn fagurgala ríkisstjórnin hefur uppi um breytt vinnubrögð og sjálfstæði Alþingis. Á meðan stjórnarfrumvörp dragast von úr viti og þeim er hrúgað inn rétt fyrir tilskyldan frest er virðingin fyrir Alþingi engin. Og ef ríkisstjórnin ber ekki virðingu fyrir Alþingi, af hverju ættum við hin að gera það? Á meðan íslenskir stjórnmálamenn bera ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér en sést á störfum þeirra eru engar líkur á að virðing Alþingis aukist. Hið háa Alþingi sem eitt sinn var verður þá áfram hið háða Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins," sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. „Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins." Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. „Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess." Þingskapanefnd vinnur nú að tillögum um ný þingsköp. Meðal þess sem þar hefur borið á góma er að það verði sett í lög um þingsköp að þingmenn megi ekki fara í andsvar við samflokksmenn sína, nema vera sannanlega ósammála þeim. Án mikillar vísindalegrar rannsóknar er óhætt að efast um að mörg þjóðþing skuli ræða slíka hluti í alvöru. traust ávinnst ekki með fögrum fyrirheitum, heldur með gjörðum. Það er alveg sama hversu oft stjórnmálaleiðtogar lýsa yfir áhyggjum af litlu trausti á Alþingi, á meðan þar breytist ekkert eykst traustið ekkert. Samkvæmt skoðanakönnun gerðri í mars treysta um 10 prósent þjóðarinnar Alþingi. Einn af hverjum tíu. Ætli álíka margir púlarar treysti ekki Kenny Dalglish til að tryggja liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í vor? það skiptir engu máli hversu reiðir þingmenn verða við að vera sakaðir um málþóf. Á meðan þeir flykkjast unnvörpum í andsvör til að taka undir sjónarmið samherja sinna eru þeir að stunda málþóf. Á meðan þeir spyrja samherja sína út í hugarheim andstæðinga sinna í andsvörum eru þeir að stunda málþóf. það skiptir engu máli hve mikinn fagurgala ríkisstjórnin hefur uppi um breytt vinnubrögð og sjálfstæði Alþingis. Á meðan stjórnarfrumvörp dragast von úr viti og þeim er hrúgað inn rétt fyrir tilskyldan frest er virðingin fyrir Alþingi engin. Og ef ríkisstjórnin ber ekki virðingu fyrir Alþingi, af hverju ættum við hin að gera það? Á meðan íslenskir stjórnmálamenn bera ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér en sést á störfum þeirra eru engar líkur á að virðing Alþingis aukist. Hið háa Alþingi sem eitt sinn var verður þá áfram hið háða Alþingi.