Ísland eins og tölvugrafík 1. apríl 2012 17:00 Kit við tökur á Íslandi. „Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira