Tónlist

Söng í fyrsta sinn í Las Vegas

Geir Ólafsson söng í fyrsta sinn í Las Vegas í síðasta mánuði. Þar hitti hann leikarann Robert Davi.
Geir Ólafsson söng í fyrsta sinn í Las Vegas í síðasta mánuði. Þar hitti hann leikarann Robert Davi.
„Ég var með risatónleika í Las Vegas,“ segir Geir Ólafsson, sem söng með 25 manna hljómsveit vinar síns Dons Randi í borginni í síðasta mánuði.

Þrjú hundruð manns voru á tónleikunum sem voru haldnir á Fairmont-hóteli í Vegas. Frægir einstaklingar voru í salnum, þar á meðal dóttir söngvarans Deans Martin og Robert Davi. Hann hefur leikið óþokka í hinum ýmsu kvikmyndum, þar á meðal í Bond-myndinni Licence to Kill.

„Þetta var gríðarlegur heiður og frábært að upplifa þessa stemningu,“ segir Geir og stefnir á að stíga aftur á svið í Vegas síðar meir.

Geir söng einnig á skemmtistaðnum Baked Potato í Hollywood, sem er í eigu Randi, eins og hann hefur áður gert. Þar deildi hann sviði með Brandon Fields sem er kunnur saxófónleikari í Bandaríkjunum.

Gunnar Sigurðsson tók upp báða tónleika Geirs og ætlar að búa til heimildarmynd um ævintýrið. „Það var mjög gaman að vinna með honum. Hann er mikill fagmaður,“ segir Geir um Gunnar. Hann hefur áður gert heimildarmyndina Maybe I Should Have. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.