Tíska og hönnun

Balenciaga-hatturinn nær vinsældum

Ítalska tískutröllið Anna Dello Russo er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í klæðnaði.
Ítalska tískutröllið Anna Dello Russo er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í klæðnaði. nordicphotos/getty
Á tískuvikunni í París mátti víða sjá tískuspekúlanta skarta hinum sérstaka „visor“ hatti frá tískuhúsinu Balenciaga. Höfuðfatið var hluti af vorlínu hússins sem frumsýnd var í september í fyrra.

Tískubloggarinn Hanneli Mustaparta og stílistinn Anna Dello Russo eru á meðal þeirra kvenna er skartað hafa hattinum á götum Parísarborgar. Höfuðfatið, sem minnir marga á hjálm illmennisins Darth Vader úr kvikmyndunum Star Wars, er svart og mikið og kemur í tveimur útgáfum; sem hattur og sem der.

Höfuðföt og -skraut hafa verið vinsælir fylgihlutir síðustu misseri en óvíst er hvort vinsældir Balenciaga-hattsins nái hingað til lands með vorinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×