Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson skrifar 10. mars 2012 11:00 Það væri skaði ef örlög stjórnarskrármálsins yrðu endaslepp. Af hinu myndi þó hljótast enn meira tjón ef hugmyndir að breytingum fengju ekki fullnægjandi fræðilega skoðun og umræðu. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort einhver ráð séu til að draga málið upp úr keldunni. Forsætisráðherra hefur notað stjórnarskrármálið til að magna pólitísk átök. Það gleður suma en skilar litlu. Vilji menn ná árangri væri vænlegra að leita eftir samstöðu á Alþingi þegar málið kemur til kasta þess á ný. Við skipan í stjórnarskrárnefndina 2005 kröfðust fulltrúar Samfylkingarinnar og VG neitunarvalds. Formaðurinn, Jón Kristjánsson þáverandi heilbrigðisráðherra, brást vel og hyggilega við þeirri ósk. Með engu móti er unnt að segja að fulltrúar minnihlutans hafi misnotað þá stöðu. En hún skýrir samt hvers vegna nefndin þurfti lítið eitt lengri tíma. Ef brugðið yrði á þetta ráð nú væri það ekki meira stílbrot en svo að stjórnarflokkarnir gætu með sanni sagt að þeir væru samkvæmir sjálfum sér. Annað úrræði gæti verið að skipta heildarendurskoðuninni í tvo áfanga. Þannig mætti afgreiða fyrir næstu alþingiskosningar þau álitaefni sem pólitískt eru brýnust og hafa fengið nægjanlega umræðu og fræðilega skoðun á undanförnum árum.Stærsta álitaefnið þrautrætt Auðlindamálin eru pólitískasta viðfangsefnið við endurskoðunina. Að því leyti er rétt að hafa það sem forgangsverkefni. Þá spyrja menn: Er það ekki pólitískt óleysanlegt mál? Þegar skyggnst er undir yfirborð umræðunnar fer því fjarri. Það er sennilega mest rædda álitaefnið. Í áliti auðlindanefndar undir forystu Jóhannesar Nordal voru fyrir áratug settar fram hugmyndir um stjórnarskrárbindingu auðlindaákvæðis. Á bak við þær var samstaða allra þáverandi þingflokka. Undirnefnd stjórnarkrárnefndarinnar frá 2005 undir forystu Bjarna Benediktssonar ræddi svipaða lausn. Fyrir kosningarnar 2007 varð samkomulag um texta að auðlindaákvæði milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þó að óráð hafi þótt að afgreiða hann í skyndi. Annað mikilvægt og ítarlega skoðað viðfangsefni er að setja stjórnarskrárákvæði um málsmeðferð og þjóðaratkvæðagreiðslu, komi til þess að taka þurfi ákvörðun um aðild Íslands að alþjóðasamtökum þar sem fullveldisákvörðunum er að ákveðnu marki deilt með öðrum þjóðum. Um þetta hefur verið góð samstaða alveg óháð því hvort menn eru fylgjandi eða andvígir því að slíkt skref verði stigið. Mikilvægt er að ákveða leikreglurnar um mál af þessu tagi áður en tekist er á um efnisatriði hugsanlegs samkomulags. Í því sambandi má nefna spurninguna um hvort gera á kröfu til þess að ákveðinn hundraðshluti kosningabærra manna þurfi að samþykkja slíka samninga auk meirihluta þeirra sem greiða atkvæði. Þá mætti breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipan og kosningar á þann veg að heimilt yrði að skipa þeim málum með almennum lögum enda fengju þau staðfestingu þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins má stjórnarskrárbinda ákvæði um hvernig standa skuli að breytingum á stjórnarskránni í samræmi við samkomulag allra flokka í skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 2007.Oki létt af Bessastöðum Hér hafa verið nefnd mikilvæg pólitísk viðfangsefni sem auðveldlega má setja í forgang. Með vísan í forsöguna má ætla að unnt verði að ná um þau breiðri samstöðu á Alþingi. Það væri betra að draga þessi afmörkuðu viðfangsefni upp úr keldunni en að taka áhættuna af því að málið sökkvi í heild. Álitaefni varðandi þingræðisregluna, aðgreiningu valdþátta og forsetaembættið gætu komið til endurskoðunar á næsta kjörtímabili. Allt eru það spurningar sem þarfnast meiri fræðilegrar umfjöllunar og dýpri almennrar umræðu en kostur hefur verið á. Stutt er síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á köflunum um Alþingi og mannréttindi. Engin brýn þörf er því á að hraða endurskoðun þeirra svo að hætta sé á að hlutir komi mönnum í opna skjöldu eftir á. Með skiptingu af þessu tagi gæti niðurstaða síðari áfanga legið fyrir í góðum tíma fyrir forsetakosningar árið 2016. Samtímis áfangaskiptingu stjórnarskrárvinnunnar má einnig semja um að jafnhliða næstu alþingiskosningum verði sérstakt þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Samstaða um slíka málsmeðferð þessara tveggja stóru mála gæti gjörbreytt pólitísku andrúmslofti í landinu. Það sem meira er: Þungu oki yrði létt af væntanlegum húsbónda eða húsfreyju á Bessastöðum; jafnvel svo að enginn þyrfti að sitja þar af einskærri skyldurækni gegn vilja sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Það væri skaði ef örlög stjórnarskrármálsins yrðu endaslepp. Af hinu myndi þó hljótast enn meira tjón ef hugmyndir að breytingum fengju ekki fullnægjandi fræðilega skoðun og umræðu. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort einhver ráð séu til að draga málið upp úr keldunni. Forsætisráðherra hefur notað stjórnarskrármálið til að magna pólitísk átök. Það gleður suma en skilar litlu. Vilji menn ná árangri væri vænlegra að leita eftir samstöðu á Alþingi þegar málið kemur til kasta þess á ný. Við skipan í stjórnarskrárnefndina 2005 kröfðust fulltrúar Samfylkingarinnar og VG neitunarvalds. Formaðurinn, Jón Kristjánsson þáverandi heilbrigðisráðherra, brást vel og hyggilega við þeirri ósk. Með engu móti er unnt að segja að fulltrúar minnihlutans hafi misnotað þá stöðu. En hún skýrir samt hvers vegna nefndin þurfti lítið eitt lengri tíma. Ef brugðið yrði á þetta ráð nú væri það ekki meira stílbrot en svo að stjórnarflokkarnir gætu með sanni sagt að þeir væru samkvæmir sjálfum sér. Annað úrræði gæti verið að skipta heildarendurskoðuninni í tvo áfanga. Þannig mætti afgreiða fyrir næstu alþingiskosningar þau álitaefni sem pólitískt eru brýnust og hafa fengið nægjanlega umræðu og fræðilega skoðun á undanförnum árum.Stærsta álitaefnið þrautrætt Auðlindamálin eru pólitískasta viðfangsefnið við endurskoðunina. Að því leyti er rétt að hafa það sem forgangsverkefni. Þá spyrja menn: Er það ekki pólitískt óleysanlegt mál? Þegar skyggnst er undir yfirborð umræðunnar fer því fjarri. Það er sennilega mest rædda álitaefnið. Í áliti auðlindanefndar undir forystu Jóhannesar Nordal voru fyrir áratug settar fram hugmyndir um stjórnarskrárbindingu auðlindaákvæðis. Á bak við þær var samstaða allra þáverandi þingflokka. Undirnefnd stjórnarkrárnefndarinnar frá 2005 undir forystu Bjarna Benediktssonar ræddi svipaða lausn. Fyrir kosningarnar 2007 varð samkomulag um texta að auðlindaákvæði milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þó að óráð hafi þótt að afgreiða hann í skyndi. Annað mikilvægt og ítarlega skoðað viðfangsefni er að setja stjórnarskrárákvæði um málsmeðferð og þjóðaratkvæðagreiðslu, komi til þess að taka þurfi ákvörðun um aðild Íslands að alþjóðasamtökum þar sem fullveldisákvörðunum er að ákveðnu marki deilt með öðrum þjóðum. Um þetta hefur verið góð samstaða alveg óháð því hvort menn eru fylgjandi eða andvígir því að slíkt skref verði stigið. Mikilvægt er að ákveða leikreglurnar um mál af þessu tagi áður en tekist er á um efnisatriði hugsanlegs samkomulags. Í því sambandi má nefna spurninguna um hvort gera á kröfu til þess að ákveðinn hundraðshluti kosningabærra manna þurfi að samþykkja slíka samninga auk meirihluta þeirra sem greiða atkvæði. Þá mætti breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipan og kosningar á þann veg að heimilt yrði að skipa þeim málum með almennum lögum enda fengju þau staðfestingu þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins má stjórnarskrárbinda ákvæði um hvernig standa skuli að breytingum á stjórnarskránni í samræmi við samkomulag allra flokka í skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 2007.Oki létt af Bessastöðum Hér hafa verið nefnd mikilvæg pólitísk viðfangsefni sem auðveldlega má setja í forgang. Með vísan í forsöguna má ætla að unnt verði að ná um þau breiðri samstöðu á Alþingi. Það væri betra að draga þessi afmörkuðu viðfangsefni upp úr keldunni en að taka áhættuna af því að málið sökkvi í heild. Álitaefni varðandi þingræðisregluna, aðgreiningu valdþátta og forsetaembættið gætu komið til endurskoðunar á næsta kjörtímabili. Allt eru það spurningar sem þarfnast meiri fræðilegrar umfjöllunar og dýpri almennrar umræðu en kostur hefur verið á. Stutt er síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á köflunum um Alþingi og mannréttindi. Engin brýn þörf er því á að hraða endurskoðun þeirra svo að hætta sé á að hlutir komi mönnum í opna skjöldu eftir á. Með skiptingu af þessu tagi gæti niðurstaða síðari áfanga legið fyrir í góðum tíma fyrir forsetakosningar árið 2016. Samtímis áfangaskiptingu stjórnarskrárvinnunnar má einnig semja um að jafnhliða næstu alþingiskosningum verði sérstakt þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Samstaða um slíka málsmeðferð þessara tveggja stóru mála gæti gjörbreytt pólitísku andrúmslofti í landinu. Það sem meira er: Þungu oki yrði létt af væntanlegum húsbónda eða húsfreyju á Bessastöðum; jafnvel svo að enginn þyrfti að sitja þar af einskærri skyldurækni gegn vilja sínum.