Skilningsríka fólkið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2012 06:00 Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart. Einna dýpst í árinni tók Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sem fordæmdi verknaðinn í bloggfærslu en sagði hann alls ekki óskiljanlegan: „Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur ár er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt. Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir, sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér." Að mati Þórs Saari er ástandið yfirvöldum og „æðstu ráðamönnum" að kenna. Þór Saari er reyndar líka þingmaðurinn sem vildi gera hetju úr manninum sem braut niður húsið sem hann hafði einu sinni átt úti á Álftanesi en hafði misst í hendur banka vegna vanskila sem hófust löngu fyrir bankahrun. Hetjan hafði líka svindlað á fólki í viðskiptum, brotið bókhaldslög og svikið undan skatti. Fyrir það var hún á dögunum dæmd í fangelsi. Ýtumaðurinn á Álftanesi var með öðrum orðum brotamaður, hvorki fórnarlamb né hetja. Þór Saari stillti hins vegar braki úr húsinu upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem „minnismerki um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Aldrei er hægt að réttlæta eða útskýra ofbeldis- eða skemmdarverk með þjóðfélagsástandi. „Skilningur" Þórs Saari á morðtilrauninni er af sama toga og tilraunir til að réttlæta ofbeldisverk í mótmælunum eftir efnahagshrunið eða skilgreina árásir „umhverfisverndarsinna" á heimili fólks sem stýrði fyrirtækjum í stóriðju eða orkugeiranum sem þátt í pólitískri baráttu. Í okkar lýðræðissamfélagi er alltaf til friðsamleg leið til að segja skoðun sína eða leysa úr ágreiningi. Víst eru margir í skuldavanda á Íslandi. Það er ekki nýtt, ekki heldur að eigendur skulda vilji láta innheimta þær. Það hefur aldrei gefið nokkrum manni afsökun til að beita ofbeldi. Slíkur verknaður einstaklings verður ekkert skiljanlegri þótt margir aðrir séu í sömu stöðu og hann eða að þeir séu fleiri en fyrir nokkrum árum. Enginn ber ábyrgð á ofbeldisverkinu í Lágmúla nema ofbeldismaðurinn sjálfur. Hugsanlega er hann veikur og þá ekki sakhæfur. En gjörðir hans er ekki hægt að útskýra með stjórnmálaástandi, efnahagsástandi eða innheimtuaðgerðum fjármálastofnana. Ekki einu sinni ábyrgðarlausir stjórnmálamenn eins og Þór Saari, sem halda að fólki ranghugmyndum um að hægt sé að galdra skuldir í burtu þótt það sé í raun ómögulegt, bera ábyrgðina. Það er hins vegar varasamt og sízt til eftirbreytni þegar fólk í ábyrgðar- og áhrifastöðum lýsir skilningi á ofbeldisverkum og spáir jafnvel að á þeim verði framhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart. Einna dýpst í árinni tók Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sem fordæmdi verknaðinn í bloggfærslu en sagði hann alls ekki óskiljanlegan: „Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur ár er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt. Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir, sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér." Að mati Þórs Saari er ástandið yfirvöldum og „æðstu ráðamönnum" að kenna. Þór Saari er reyndar líka þingmaðurinn sem vildi gera hetju úr manninum sem braut niður húsið sem hann hafði einu sinni átt úti á Álftanesi en hafði misst í hendur banka vegna vanskila sem hófust löngu fyrir bankahrun. Hetjan hafði líka svindlað á fólki í viðskiptum, brotið bókhaldslög og svikið undan skatti. Fyrir það var hún á dögunum dæmd í fangelsi. Ýtumaðurinn á Álftanesi var með öðrum orðum brotamaður, hvorki fórnarlamb né hetja. Þór Saari stillti hins vegar braki úr húsinu upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem „minnismerki um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Aldrei er hægt að réttlæta eða útskýra ofbeldis- eða skemmdarverk með þjóðfélagsástandi. „Skilningur" Þórs Saari á morðtilrauninni er af sama toga og tilraunir til að réttlæta ofbeldisverk í mótmælunum eftir efnahagshrunið eða skilgreina árásir „umhverfisverndarsinna" á heimili fólks sem stýrði fyrirtækjum í stóriðju eða orkugeiranum sem þátt í pólitískri baráttu. Í okkar lýðræðissamfélagi er alltaf til friðsamleg leið til að segja skoðun sína eða leysa úr ágreiningi. Víst eru margir í skuldavanda á Íslandi. Það er ekki nýtt, ekki heldur að eigendur skulda vilji láta innheimta þær. Það hefur aldrei gefið nokkrum manni afsökun til að beita ofbeldi. Slíkur verknaður einstaklings verður ekkert skiljanlegri þótt margir aðrir séu í sömu stöðu og hann eða að þeir séu fleiri en fyrir nokkrum árum. Enginn ber ábyrgð á ofbeldisverkinu í Lágmúla nema ofbeldismaðurinn sjálfur. Hugsanlega er hann veikur og þá ekki sakhæfur. En gjörðir hans er ekki hægt að útskýra með stjórnmálaástandi, efnahagsástandi eða innheimtuaðgerðum fjármálastofnana. Ekki einu sinni ábyrgðarlausir stjórnmálamenn eins og Þór Saari, sem halda að fólki ranghugmyndum um að hægt sé að galdra skuldir í burtu þótt það sé í raun ómögulegt, bera ábyrgðina. Það er hins vegar varasamt og sízt til eftirbreytni þegar fólk í ábyrgðar- og áhrifastöðum lýsir skilningi á ofbeldisverkum og spáir jafnvel að á þeim verði framhald.