Lífið

Blunderbluss frá White

Fyrsta sólóplata Jacks White, fyrrum forsprakka The White Stripes, nefnist Blunderbluss og kemur út 24. apríl. Fyrsta smáskífulagið, Love Interruption, er komið út en þar syngur White dúett með söngkonunni Ruby Amanfu sem fæddist í Gana en býr í Nashville.

Love Interruption er lágstemmt og undir áhrifum sveitatónlistar. Það þykir meira í anda hliðarverkefnis White, The Raconteurs, heldur en The White Stripes. Sjá má myndbandið við það hér fyrir ofan

Meðal annarra laga á plötunni eru Missing Pieces, Freedom at 21 og Hypocritical Kiss.

White segist ekki hafa getað gefið út plötuna fyrr en núna. „Ég hef frestað því að gefa út plötur undir eigin nafni í langan tíma vegna þess að þessi lög eru þannig gerð að einungis ég hefði getað gefið þau út," sagði White. Til að kynna plötuna kemur White fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live 3. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.