Tíska og hönnun

Vogue til Reykjavíkur

Margeir Ingólfsson er tónlistarstjóri RFF í ár.
Margeir Ingólfsson er tónlistarstjóri RFF í ár.
Senn líður að tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival og að vanda sýnir erlenda pressan íslenskri tísku athygli. Nú hefur verið staðfest að ítalska Vogue sendir blaðamann til að skjalfesta hátíðina fyrir sína hönd og eiga eflaust fleiri áhrifamiklir tískumiðlar eftir að fylgja í kjölfarið.

Hátíðin fer fram dagana 30 mars til 1 apríl og er það Margeir Ingólfsson sem er tónlistarstjóri RFF í ár. Meðal þeirra sem sýna nýjar fatalínur í ár eru Ella, Kalda, Kormákur og Skjöldur, Milla Snorrason og Kron by KronKron. -áp

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×