Tjáningarfrelsi og ábyrgð kennara Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Frelsi til skoðana og frelsi til að tjá þær teljast til grundvallarmannréttinda. Engu að síður búa milljónir og tugmilljónir manna við mikil höft á frelsi til skoðanatjáningar. Í fjölmörgum þjóðlöndum varðar við lög að tjá sig um ríkjandi stjórnvöld og/eða trúarbrögð og viðurlögin geta jafnvel verið dauðarefsing. Íbúar vestrænna ríkja búa ekki við þessar aðstæður. Samt sem áður er brýnt að standa vörð um réttinn til að hafa skoðanir og mega tjá þær. Undanfarna daga hefur nokkuð verið rætt um rétt Snorra Óskarssonar grunnskólakennara og trúarleiðtoga til að lýsa þeim skoðunum sínum að samkynhneigð teljist synd og að laun syndarinnar sé dauði. Í fréttum RÚV á laugardag benti Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, á að erfitt væri að meta hvort Snorri hafi með skrifum sínum gerst brotlegur við hegningarlög. „Það er þannig, þó menn hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá skoðanir sínar, þá eru takmarkanir á því," sagði Brynjar og vísaði þar til þeirrar greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að óheimilt sé að ráðast með einhvers konar smánun á hóp manna, til að mynda vegna kynhneigðar. Brynjar benti einnig á að vinnusamningar fólks gætu heft tjáningarfrelsi þess. „Það er bara þannig þegar við ráðum okkur í störf að þá getur það verið heft samkvæmt einhverjum reglum í vinnusamningi eða reglum á vinnustað," segir Brynjar og bendir á að í þeim tilvikum að reglur vinnustaðar séu brotnar án þess að um lögbrot sé að ræða geti viðurlög verið áminning eða jafnvel brottvikning úr starfi. Í máli Snorra er þetta auðvitað kjarninn. Óháð því hvort ummæli hans varða við hegningarlög eða ekki þá er um að ræða kennara grunnskólabarna á unglingastigi; börn sem eru einmitt á þeim aldri að vera að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni. Í nýrri greiningu Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, kemur fram að um tvö prósent nemenda í tíunda bekk segjast hafa orðið skotin í félögum af sama kyni. Til viðbótar má ætla að einhver hluti nemenda Snorra eigi samkynhneigt foreldri, systkini eða aðra ástvini. Í sömu rannsókn kemur fram að sjálfsvígshugleiðingar séu tólf sinnum líklegri meðal samkynhneigðra unglinga en annarra og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga 25 sinnum líklegri ef unglingur er samkynhneigður en ef hann er það ekki. Í frétt blaðsins af könnuninni segir Þóroddur að niðurstöðurnar sýni ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi höfnun og andúð, ekki síst í skólasamfélaginu. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir," segir Þóroddur. Þessum nemendum á ekki að bjóða upp á kennslu manna sem líta á kynhneigð þeirra sem dauðasynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Frelsi til skoðana og frelsi til að tjá þær teljast til grundvallarmannréttinda. Engu að síður búa milljónir og tugmilljónir manna við mikil höft á frelsi til skoðanatjáningar. Í fjölmörgum þjóðlöndum varðar við lög að tjá sig um ríkjandi stjórnvöld og/eða trúarbrögð og viðurlögin geta jafnvel verið dauðarefsing. Íbúar vestrænna ríkja búa ekki við þessar aðstæður. Samt sem áður er brýnt að standa vörð um réttinn til að hafa skoðanir og mega tjá þær. Undanfarna daga hefur nokkuð verið rætt um rétt Snorra Óskarssonar grunnskólakennara og trúarleiðtoga til að lýsa þeim skoðunum sínum að samkynhneigð teljist synd og að laun syndarinnar sé dauði. Í fréttum RÚV á laugardag benti Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, á að erfitt væri að meta hvort Snorri hafi með skrifum sínum gerst brotlegur við hegningarlög. „Það er þannig, þó menn hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá skoðanir sínar, þá eru takmarkanir á því," sagði Brynjar og vísaði þar til þeirrar greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að óheimilt sé að ráðast með einhvers konar smánun á hóp manna, til að mynda vegna kynhneigðar. Brynjar benti einnig á að vinnusamningar fólks gætu heft tjáningarfrelsi þess. „Það er bara þannig þegar við ráðum okkur í störf að þá getur það verið heft samkvæmt einhverjum reglum í vinnusamningi eða reglum á vinnustað," segir Brynjar og bendir á að í þeim tilvikum að reglur vinnustaðar séu brotnar án þess að um lögbrot sé að ræða geti viðurlög verið áminning eða jafnvel brottvikning úr starfi. Í máli Snorra er þetta auðvitað kjarninn. Óháð því hvort ummæli hans varða við hegningarlög eða ekki þá er um að ræða kennara grunnskólabarna á unglingastigi; börn sem eru einmitt á þeim aldri að vera að gera sér grein fyrir kynhneigð sinni. Í nýrri greiningu Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, kemur fram að um tvö prósent nemenda í tíunda bekk segjast hafa orðið skotin í félögum af sama kyni. Til viðbótar má ætla að einhver hluti nemenda Snorra eigi samkynhneigt foreldri, systkini eða aðra ástvini. Í sömu rannsókn kemur fram að sjálfsvígshugleiðingar séu tólf sinnum líklegri meðal samkynhneigðra unglinga en annarra og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga 25 sinnum líklegri ef unglingur er samkynhneigður en ef hann er það ekki. Í frétt blaðsins af könnuninni segir Þóroddur að niðurstöðurnar sýni ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi höfnun og andúð, ekki síst í skólasamfélaginu. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir," segir Þóroddur. Þessum nemendum á ekki að bjóða upp á kennslu manna sem líta á kynhneigð þeirra sem dauðasynd.