Sjáum, metum og virðum Sigurður Árni Þórðarson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Ég hlustaði nýlega á vitra konu tala með næmleik um vanda dreifbýlis og þéttbýlis og líka um hlutverk kirkjunnar. Hún sagði, að vandi fólks væri kannski hvað sárastur, þegar það nyti ekki athygli. Þetta var sláandi athugasemd, sem ég staldraði við. Getur verið, að það sé stórt mein og vandi í samskiptum fólks? Er kannski brestur á athygli útbreiddur meðal fólks, jafnvel þjóðarvandi, sem skýrir ýmsar samfélagslegar ófarir, einangrun fólks og vanlíðan? Öll þörfnumst við þess að vera séð, heyrð og metin. Það er dyggð að sjá fólk, í gleði og sorg, í vanda þess og vegsemd. Raunar verður engin manneskja til nema einhver líti til og líti eftir. Eftirlitsleysi veldur áföllum. Ef enginn sér fólk byrjar það að deyja, svo afdrifaríkur og skelfilegur er skortur tillits. Þegar fólk hylur sig gegn augliti Guðs færist myrkrið nær. Hrifin augu vekja viðbrögð. Elskurík móður- og föðuraugu sjá mennsku í barni sínu. Þetta eru augnagotur ástarinnar, sem draga eða kalla fram andlega auðlegð þess og þroska. Hvernig líður þér þegar einhver dáist að þér og sér þig með augum umhyggju og hrifningar? Væntanlega vel og eflir þig og stælir. Guð sér okkur menn og þess vegna verður lífið gott og gjöfult. Athygli Guðs bjargar heiminum. Æviverkefni okkar allra er að skerpa athygli gagnvart sjálfum okkur, öðru fólki og litbrigðum lífsins. Við megum gjarnan læra að sjá betur, heyra betur og finna meira til með öðrum. Í þeim efnum þurfum við að æfa okkur reglulega til að við náum færni. Við ættum líka að segja fólki þegar það gerir gott. Auðvitað eigum við ekki að leggja af gagnrýni heldur nýta skynsemi og leyfa dómgreind að styrkjast. Svo er ráð að nýta vel H-vítamínið – hrós. Við erum svo gerð að við getum numið afar margt í lífi annarra. Við höfum augu, eyru, tilfinningar, líkama og ýmsar náðargáfur til að nema líðan annarra. Og skimum í kringum okkur eftir augliti Guðs og himneskri athygli. Lofum fólk en nöldrum ekki, upphefjum í stað þess að draga niður, umbunum í stað þess að letja. Sjáum, metum og lofum fólk. Það er í anda erindisins um fögnuð að gleðjast yfir fólki. Hvernig væri að veita þeim athygli sem þú hittir í dag? Jákvæð orð skadda engan heldur efla. Takk fyrir athygli þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Ég hlustaði nýlega á vitra konu tala með næmleik um vanda dreifbýlis og þéttbýlis og líka um hlutverk kirkjunnar. Hún sagði, að vandi fólks væri kannski hvað sárastur, þegar það nyti ekki athygli. Þetta var sláandi athugasemd, sem ég staldraði við. Getur verið, að það sé stórt mein og vandi í samskiptum fólks? Er kannski brestur á athygli útbreiddur meðal fólks, jafnvel þjóðarvandi, sem skýrir ýmsar samfélagslegar ófarir, einangrun fólks og vanlíðan? Öll þörfnumst við þess að vera séð, heyrð og metin. Það er dyggð að sjá fólk, í gleði og sorg, í vanda þess og vegsemd. Raunar verður engin manneskja til nema einhver líti til og líti eftir. Eftirlitsleysi veldur áföllum. Ef enginn sér fólk byrjar það að deyja, svo afdrifaríkur og skelfilegur er skortur tillits. Þegar fólk hylur sig gegn augliti Guðs færist myrkrið nær. Hrifin augu vekja viðbrögð. Elskurík móður- og föðuraugu sjá mennsku í barni sínu. Þetta eru augnagotur ástarinnar, sem draga eða kalla fram andlega auðlegð þess og þroska. Hvernig líður þér þegar einhver dáist að þér og sér þig með augum umhyggju og hrifningar? Væntanlega vel og eflir þig og stælir. Guð sér okkur menn og þess vegna verður lífið gott og gjöfult. Athygli Guðs bjargar heiminum. Æviverkefni okkar allra er að skerpa athygli gagnvart sjálfum okkur, öðru fólki og litbrigðum lífsins. Við megum gjarnan læra að sjá betur, heyra betur og finna meira til með öðrum. Í þeim efnum þurfum við að æfa okkur reglulega til að við náum færni. Við ættum líka að segja fólki þegar það gerir gott. Auðvitað eigum við ekki að leggja af gagnrýni heldur nýta skynsemi og leyfa dómgreind að styrkjast. Svo er ráð að nýta vel H-vítamínið – hrós. Við erum svo gerð að við getum numið afar margt í lífi annarra. Við höfum augu, eyru, tilfinningar, líkama og ýmsar náðargáfur til að nema líðan annarra. Og skimum í kringum okkur eftir augliti Guðs og himneskri athygli. Lofum fólk en nöldrum ekki, upphefjum í stað þess að draga niður, umbunum í stað þess að letja. Sjáum, metum og lofum fólk. Það er í anda erindisins um fögnuð að gleðjast yfir fólki. Hvernig væri að veita þeim athygli sem þú hittir í dag? Jákvæð orð skadda engan heldur efla. Takk fyrir athygli þína.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun