Hæðir og lægðir Houston 14. febrúar 2012 10:45 Mynd tekin árið 1986, um það leyti sem platan Whitney Houston heldur efsta sæti Billboard-listans í fjórtán vikur og lagið The Greatest Love Of All fer einnig á toppinn. Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar.1985 Fyrsta platan, Whitney Houston, kemur út. Ballaðan Saving All My Love For You kemst á toppinn bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. How Will I Know nær einnig toppsætinu í Bandaríkjunum.1986 Platan Whitney Houston kemst í efsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum og heldur því sæti í fjórtán vikur samfleytt. Smáskífulagið The Greatest Love Of All kemst á toppinn. Hún vinnur sín fyrstu Grammy-verðlaun.1987-1988 Önnur platan, Whitney, lítur dagsins ljós og lagið I Wanna Dance With Somebody (Who Loves Me) fer á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Næstu þrjú smáskífulög, Didn't We Almost Have It All, So Emotional og Where Do Broken Hearts Go komast einnig á toppinn. Þar með hefur Houston átt sjö smáskífulög í röð á toppnum í Bandaríkjunum og bætir þar með met Bítlanna og The Bee Gees. Houston vinnur sín önnur Grammy-verðlaun.1990 Þriðja platan, I"m Your Baby Tonight, kemur út. Lögin I"m Your Baby Tonight og All the Man That I Need fara á toppinn í Bandaríkjunum.1991 Syngur bandaríska þjóðsönginn, The Star Spangled Banner, í hálfleik Ofurskálarinnar. Flutningurinn fær frábærar viðtökur og lagið er gefið út á smáskífu.1992 Giftist tónlistarmanninum Bobby Brown og ári síðar eignast þau dótturina Bobbi Kristina. Leikur í sinni fyrstu kvikmynd, The Bodyguard, á móti Kevin Costner. Hún fær misjafnar viðtökur gagnrýnenda en mjög góða aðsókn. Lagið I Will Always Love You verður gífurlega vinsælt og situr í toppsætinu í Bandaríkjunum í fjórtán vikur samfleytt.1998-1999 Fyrsta platan í átta ár sem ekki tengist kvikmyndum, My Love Is Your Love, kemur út. Dúett Houston og Mariah Carey, When You Believe, úr teiknimyndinni The Prince of Egypt, vinnur Óskarsverðlaunin. Houston vinnur sín sjöttu Grammy-verðlaun.2000 Ímynd hennar sem góða stúlkan bíður hnekki. Útliti hennar og heilsu hrakar, hún hættir að vera stundvís og grunur kviknar um eiturlyfjaneyslu hennar með eiginmanni sínum.2002 Viðurkennir í viðtali við Diane Sawyer að hafa notað kókaín og önnur eiturlyf með Brown en neitar því að hafa notað krakk. Fimmta platan, Just Whitney, kemur út en fær ekki góðar viðtökur.2006-2007 Sækir um skilnað við Bobby Brown eftir margra ára vandræði í hjónabandinu og árið eftir gengur skilnaðurinn í gegn. Houston fær forræði yfir dótturinni. Brown höfðar mál gegn Houston í von um að fá þeim dómi hnekkt en án árangurs.2009 Gefur sitt fyrsta fjölmiðlaviðtal í sjö ár þegar hún ræðir við Oprah Winfrey. Þar viðurkennir hún að hafa notað eiturlyf daglega í hjónabandi sínu. Gefur út sína sjöundu og síðustu plötu, I Look to You, sem fær mjög góðar viðtökur. Fer í sína fyrstu tónleikaferð um heiminn í tíu ár. Ferðin gengur vel en einhverjir aðdáendur eru óánægðir með dalandi rödd Houston.2012 Finnst látin á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu, 48 ára. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar.1985 Fyrsta platan, Whitney Houston, kemur út. Ballaðan Saving All My Love For You kemst á toppinn bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. How Will I Know nær einnig toppsætinu í Bandaríkjunum.1986 Platan Whitney Houston kemst í efsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum og heldur því sæti í fjórtán vikur samfleytt. Smáskífulagið The Greatest Love Of All kemst á toppinn. Hún vinnur sín fyrstu Grammy-verðlaun.1987-1988 Önnur platan, Whitney, lítur dagsins ljós og lagið I Wanna Dance With Somebody (Who Loves Me) fer á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Næstu þrjú smáskífulög, Didn't We Almost Have It All, So Emotional og Where Do Broken Hearts Go komast einnig á toppinn. Þar með hefur Houston átt sjö smáskífulög í röð á toppnum í Bandaríkjunum og bætir þar með met Bítlanna og The Bee Gees. Houston vinnur sín önnur Grammy-verðlaun.1990 Þriðja platan, I"m Your Baby Tonight, kemur út. Lögin I"m Your Baby Tonight og All the Man That I Need fara á toppinn í Bandaríkjunum.1991 Syngur bandaríska þjóðsönginn, The Star Spangled Banner, í hálfleik Ofurskálarinnar. Flutningurinn fær frábærar viðtökur og lagið er gefið út á smáskífu.1992 Giftist tónlistarmanninum Bobby Brown og ári síðar eignast þau dótturina Bobbi Kristina. Leikur í sinni fyrstu kvikmynd, The Bodyguard, á móti Kevin Costner. Hún fær misjafnar viðtökur gagnrýnenda en mjög góða aðsókn. Lagið I Will Always Love You verður gífurlega vinsælt og situr í toppsætinu í Bandaríkjunum í fjórtán vikur samfleytt.1998-1999 Fyrsta platan í átta ár sem ekki tengist kvikmyndum, My Love Is Your Love, kemur út. Dúett Houston og Mariah Carey, When You Believe, úr teiknimyndinni The Prince of Egypt, vinnur Óskarsverðlaunin. Houston vinnur sín sjöttu Grammy-verðlaun.2000 Ímynd hennar sem góða stúlkan bíður hnekki. Útliti hennar og heilsu hrakar, hún hættir að vera stundvís og grunur kviknar um eiturlyfjaneyslu hennar með eiginmanni sínum.2002 Viðurkennir í viðtali við Diane Sawyer að hafa notað kókaín og önnur eiturlyf með Brown en neitar því að hafa notað krakk. Fimmta platan, Just Whitney, kemur út en fær ekki góðar viðtökur.2006-2007 Sækir um skilnað við Bobby Brown eftir margra ára vandræði í hjónabandinu og árið eftir gengur skilnaðurinn í gegn. Houston fær forræði yfir dótturinni. Brown höfðar mál gegn Houston í von um að fá þeim dómi hnekkt en án árangurs.2009 Gefur sitt fyrsta fjölmiðlaviðtal í sjö ár þegar hún ræðir við Oprah Winfrey. Þar viðurkennir hún að hafa notað eiturlyf daglega í hjónabandi sínu. Gefur út sína sjöundu og síðustu plötu, I Look to You, sem fær mjög góðar viðtökur. Fer í sína fyrstu tónleikaferð um heiminn í tíu ár. Ferðin gengur vel en einhverjir aðdáendur eru óánægðir með dalandi rödd Houston.2012 Finnst látin á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu, 48 ára.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira