Amfetamín, óábyrgt kynlíf og stríð Atli Fannar Bjarkason skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. Fyrr í vikunni birtust fréttir af óprúttnum aðilum sem gerðu tilraun til að flytja boðskap Motörhead til landsins í formi rauðvíns merktu hljómsveitinni. Því var að sjálfsögðu hafnað af nefnd á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Hún telur áhrifagjarna Íslendinga ekki tilbúna til að neyta víns á meðan allt sem djöfullinn sjálfur stendur fyrir blasir við á flöskunni. Þegnar annarra þjóða geta að vísu keypt vínið án vandræða, en íslenska þjóðin er ekki tilbúin. Djöfullegt merki Motörhead er vel sýnilegt á flöskunum. Það er því augljóst að nefndin treysti þjóðinni ekki til að forðast amfetamínneyslu, óábyrgt kynlíf og stríðsrekstur á meðan hún dreypir á volgu Motörhead-rauðvíni. Þetta er skiljanlegt vegna þess að fátt fer betur saman en notaleg kvöld með rauðvín í hönd og stríðsrekstur undir áhrifum amfetamíns. Önnur rök sem nefndin notaði til að hafna kröfunni voru þau að meðlimir Motörhead koma ekki nálægt framleiðslunni. Þessi rök eru að sjálfsögðu góð og gild, enda notuð til hliðsjónar við framleiðslu á fjölmörgum öðrum vörum. Allir vita til dæmis að Ágústa Johnson bakar sjálf heilsukexið sem hún leggur nafn sitt við, Arnar Grant og Ívar Guðmunds blanda líka prótíndrykkinn Hámark, svo ég tali ekki um stjörnur á borð við Britney Spears og David Beckham sem nýta stórkostlega efnafræðikunnáttu sína til að blanda ilmvötn. Loks má ekki gleyma íþróttaálfinum og Sollu stirðu, sem vinna baki brotnu við framleiðslu á vörum Latabæjar víða um heim. Þetta vita allir. Þessi harðduglega nefnd þarf að fá miklu víðtækari völd. Merkimiðar eru ekki það eina sem þarf að taka hart á innan ÁTVR, heldur einnig áfengið sjálft. Aldrei er maðurinn berskjaldaðri fyrir daglegum freistingum á borð við óábyrgt kynlíf, eiturlyfjaneyslu og stríðsrekstur en þegar hann er undir áhrifum áfengis. Næsta verkefni nefndarinnar er því að banna allt áfengi á Íslandi og leggja svo sjálfa sig niður. Eða skrifa nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. Fyrr í vikunni birtust fréttir af óprúttnum aðilum sem gerðu tilraun til að flytja boðskap Motörhead til landsins í formi rauðvíns merktu hljómsveitinni. Því var að sjálfsögðu hafnað af nefnd á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Hún telur áhrifagjarna Íslendinga ekki tilbúna til að neyta víns á meðan allt sem djöfullinn sjálfur stendur fyrir blasir við á flöskunni. Þegnar annarra þjóða geta að vísu keypt vínið án vandræða, en íslenska þjóðin er ekki tilbúin. Djöfullegt merki Motörhead er vel sýnilegt á flöskunum. Það er því augljóst að nefndin treysti þjóðinni ekki til að forðast amfetamínneyslu, óábyrgt kynlíf og stríðsrekstur á meðan hún dreypir á volgu Motörhead-rauðvíni. Þetta er skiljanlegt vegna þess að fátt fer betur saman en notaleg kvöld með rauðvín í hönd og stríðsrekstur undir áhrifum amfetamíns. Önnur rök sem nefndin notaði til að hafna kröfunni voru þau að meðlimir Motörhead koma ekki nálægt framleiðslunni. Þessi rök eru að sjálfsögðu góð og gild, enda notuð til hliðsjónar við framleiðslu á fjölmörgum öðrum vörum. Allir vita til dæmis að Ágústa Johnson bakar sjálf heilsukexið sem hún leggur nafn sitt við, Arnar Grant og Ívar Guðmunds blanda líka prótíndrykkinn Hámark, svo ég tali ekki um stjörnur á borð við Britney Spears og David Beckham sem nýta stórkostlega efnafræðikunnáttu sína til að blanda ilmvötn. Loks má ekki gleyma íþróttaálfinum og Sollu stirðu, sem vinna baki brotnu við framleiðslu á vörum Latabæjar víða um heim. Þetta vita allir. Þessi harðduglega nefnd þarf að fá miklu víðtækari völd. Merkimiðar eru ekki það eina sem þarf að taka hart á innan ÁTVR, heldur einnig áfengið sjálft. Aldrei er maðurinn berskjaldaðri fyrir daglegum freistingum á borð við óábyrgt kynlíf, eiturlyfjaneyslu og stríðsrekstur en þegar hann er undir áhrifum áfengis. Næsta verkefni nefndarinnar er því að banna allt áfengi á Íslandi og leggja svo sjálfa sig niður. Eða skrifa nýja stjórnarskrá.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun