Panikk í pólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um fylgi flokkanna, sem birtust í gær, sýna að mikil hreyfing er á kjósendum. Hátt hlutfall óákveðinna – sem þó hefur lækkað frá síðustu könnun – sýnir að margir hafa litla trú á pólitíkinni almennt og geta ekki gert upp hug sinn. Stóra fréttin er auðvitað 21 prósents fylgi Samstöðu, undir forystu þingmannsins Lilju Mósesdóttur. Flokkurinn nýtur sennilega tímasetningar könnunarinnar, nýbúinn að kynna stefnumál sín og forystu. Og kjósendur þyrstir klárlega í nýja kosti. Svipuð stökk í skoðanakönnunum hafa sézt áður; Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur mældist til dæmis með um 20 prósenta fylgi fyrir kosningarnar 1995, en endaði reyndar í sjö prósentum. Og svo er það Bezti flokkurinn, sem margir töldu að væri svipuð bóla en fékk að lokum þriðjungsfylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Hvað sem er virðist geta gerzt í íslenzkri pólitík þessi misserin. Samstaða virðist að talsverðu leyti taka fylgi sitt af núverandi stjórnarflokkum, sem samanlagt fá svipað fylgi og nýja vinstriframboðið. Það er óneitanlega umhugsunarvert að eftir þriggja ára valdatíð fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar á Íslandi skuli vinstrivængurinn enn og aftur vera að klofna upp í smáflokka. Þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins sé ekki í sömu hæðum og það hefur verið í síðustu könnunum getur hann þó sæmilega við unað ef hann fær þau 35 prósent sem könnunin spáir honum í næstu kosningum. Áfram ætti að vera pláss fyrir borgaralegt framboð á miðju stjórnmálanna. Björt framtíð undir forystu Guðmundar Steingrímssonar fær sex prósenta stuðning í könnuninni og gæti samkvæmt því fengið fjóra þingmenn, en er þó áreiðanlega langt frá því að fylla gatið sem Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skilið eftir á miðjunni. Ein ástæðan fyrir fylgi Samstöðu gæti verið gylliboð Lilju Mósesdóttur og félaga, sem vilja láta afskrifa drjúgan skerf af húsnæðislánum allra og láta skattgreiðendur og lífeyrisþega borga. Þau vilja líka hækka ríkisútgjöldin, lækka skattana, hækka lífeyrisbætur hjá þeim sem þiggja þær í dag og láta framtíðarkynslóðir borga. Ef hinir flokkarnir panikkera og bregðast við góðu gengi Samstöðu með yfirboðum tekur ekki mörg ár að koma Íslandi í stöðu Grikklands; ríkissjóður á hausnum og efnahagurinn í kaldakoli. Það væri óneitanlega óheppileg afleiðing af „endurnýjun stjórnmálanna eftir hrun" sem stundum er talað um. Lýðskrumið hefur átt upp á pallborðið í öllum flokkum að undanförnu. Flest bendir þó til að nýju framboðin, sem eru orðin allnokkur, ætli að ganga enn lengra í því en hinir grónu stjórnmálaflokkar. Fái þau þriðjung atkvæðanna, eins og könnunin gefur vísbendingu um, gæti svo farið að næsta ríkisstjórn yrði stofnuð sem varnarbandalag sæmilega ábyrgra stjórnmálaflokka gegn óábyrgri atkvæðakaupastefnu á borð við þá sem hefur sett mörg lönd á hausinn. En þá neyðast foringjar gömlu flokkanna líka til að sitja á sér í hnútukastinu og svikabrigzlunum sem einkenna stjórnmálaumræðuna um þessar mundir og byrja að byggja brýr sín á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun
Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um fylgi flokkanna, sem birtust í gær, sýna að mikil hreyfing er á kjósendum. Hátt hlutfall óákveðinna – sem þó hefur lækkað frá síðustu könnun – sýnir að margir hafa litla trú á pólitíkinni almennt og geta ekki gert upp hug sinn. Stóra fréttin er auðvitað 21 prósents fylgi Samstöðu, undir forystu þingmannsins Lilju Mósesdóttur. Flokkurinn nýtur sennilega tímasetningar könnunarinnar, nýbúinn að kynna stefnumál sín og forystu. Og kjósendur þyrstir klárlega í nýja kosti. Svipuð stökk í skoðanakönnunum hafa sézt áður; Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur mældist til dæmis með um 20 prósenta fylgi fyrir kosningarnar 1995, en endaði reyndar í sjö prósentum. Og svo er það Bezti flokkurinn, sem margir töldu að væri svipuð bóla en fékk að lokum þriðjungsfylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Hvað sem er virðist geta gerzt í íslenzkri pólitík þessi misserin. Samstaða virðist að talsverðu leyti taka fylgi sitt af núverandi stjórnarflokkum, sem samanlagt fá svipað fylgi og nýja vinstriframboðið. Það er óneitanlega umhugsunarvert að eftir þriggja ára valdatíð fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar á Íslandi skuli vinstrivængurinn enn og aftur vera að klofna upp í smáflokka. Þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins sé ekki í sömu hæðum og það hefur verið í síðustu könnunum getur hann þó sæmilega við unað ef hann fær þau 35 prósent sem könnunin spáir honum í næstu kosningum. Áfram ætti að vera pláss fyrir borgaralegt framboð á miðju stjórnmálanna. Björt framtíð undir forystu Guðmundar Steingrímssonar fær sex prósenta stuðning í könnuninni og gæti samkvæmt því fengið fjóra þingmenn, en er þó áreiðanlega langt frá því að fylla gatið sem Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skilið eftir á miðjunni. Ein ástæðan fyrir fylgi Samstöðu gæti verið gylliboð Lilju Mósesdóttur og félaga, sem vilja láta afskrifa drjúgan skerf af húsnæðislánum allra og láta skattgreiðendur og lífeyrisþega borga. Þau vilja líka hækka ríkisútgjöldin, lækka skattana, hækka lífeyrisbætur hjá þeim sem þiggja þær í dag og láta framtíðarkynslóðir borga. Ef hinir flokkarnir panikkera og bregðast við góðu gengi Samstöðu með yfirboðum tekur ekki mörg ár að koma Íslandi í stöðu Grikklands; ríkissjóður á hausnum og efnahagurinn í kaldakoli. Það væri óneitanlega óheppileg afleiðing af „endurnýjun stjórnmálanna eftir hrun" sem stundum er talað um. Lýðskrumið hefur átt upp á pallborðið í öllum flokkum að undanförnu. Flest bendir þó til að nýju framboðin, sem eru orðin allnokkur, ætli að ganga enn lengra í því en hinir grónu stjórnmálaflokkar. Fái þau þriðjung atkvæðanna, eins og könnunin gefur vísbendingu um, gæti svo farið að næsta ríkisstjórn yrði stofnuð sem varnarbandalag sæmilega ábyrgra stjórnmálaflokka gegn óábyrgri atkvæðakaupastefnu á borð við þá sem hefur sett mörg lönd á hausinn. En þá neyðast foringjar gömlu flokkanna líka til að sitja á sér í hnútukastinu og svikabrigzlunum sem einkenna stjórnmálaumræðuna um þessar mundir og byrja að byggja brýr sín á milli.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun