Menning

Strætóskýli eru samfélagsspegill

Sigurður Gunnarsson sýnir ljósmyndir sínar af strætóskýlum í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Sigurður Gunnarsson sýnir ljósmyndir sínar af strætóskýlum í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Mynd/Sigurður Gunnarsson
Strætóskýli nefnist sýning Sigurðar Guðmundssonar sem opnaði í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag.

Í fréttatilkynningu frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur segir að þótt hlutverk strætóskýla virðist einfalt sé útlit þeirra ekki einsleitt. Það hafi breyst mikið frá því þau voru fyrst sett upp fyrir meira en 50 árum, til að veita notendum almenningssamgangna skjól meðan beðið er eftir fari. Þá séu þau líka kennileiti sem endurspegli íslenskt samfélag, þróunina frá nýtishyggju til markaðsvæðingar.

Þetta er fimmta sýning Sigurðar, sem fæddur er 1978 og er búsettur í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.