Hinar orkulindirnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þriðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagnagrunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Ekki þarf að fjölyrða um að Ísland er ríkt af endurnýjanlegri, vistvænni orku. Þar höfum við til þessa einblínt á orku fallvatnanna og jarðhitann. Eins og bent er á í greinargerð með þingsályktunartillögunni er hins vegar hugsanlegt að enn meiri orka búi í sjávarföllum við landið en samanlagt í jarðhita- og vatnsauðlindum. Hún hefur ekki verið talin virkjanleg með hagkvæmum hætti, ekki fremur en vindorkan sem Ísland á líka nóg af. Fyrir vikið hefur nýting þessara orkulinda ekki verið á dagskrá hér að ráði og hvorki Orkustofnun né orkufyrirtækin hafa fjárfest í rannsóknum og skrásetningu á orkukostum. Upp á síðkastið hefur Landsvirkjun þó kannað möguleika á að setja upp vindmyllur til orkuvinnslu og ýmsir einkaaðilar byrjað tilraunir með nýtingu vindorku. Þá er þróun sjávarorkutækni hafin hér á landi, meðal annars á vegum fyrirtækisins Valorku ehf. sem Valdimar Össurarson rekur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækið stefndi að því að virkja hæga strauma í röstum og við annes, en til vandræða væri hversu litlar rannsóknir væru til á sjávarföllum við landið. Við þurfum að fara að horfa til fleiri orkulinda en jarðhita og fallvatna, ekki sízt í ljósi þess að sjónarmið umhverfisverndar, útivistar og ferðamennsku takmarka í meira mæli en einu sinni var talið hversu mikið af orkunni er hægt að nýta. Eins og segir í greinargerð tillögunnar er sérhver nýr virkjanakostur nú umdeildari en áður og vatns- og varmaorkan engan veginn óþrjótandi. Mörg nágrannaríkin, til dæmis Írland, Bretland og Danmörk, eru komin á fleygiferð í rannsóknum á sjávar- og vindorku. Við þurfum að fylgjast með þeim rannsóknum og efna til samstarfs við vísindamenn og orkufyrirtæki í nágrannalöndunum. Um virkjun vindorku og sjávarorku gildir að mörgu leyti það sama og um virkjun fallvatna og jarðhita; að sjónarmið um umhverfisvernd og aðra hagkvæma nýtingu viðkomandi svæða geta takmarkað virkjunarmöguleikana. Það fer þó að hluta til eftir þeirri tækni sem er notuð. Sjávarfallavirkjanir með stíflum, eins og sums staðar þekkjast, hafa þannig gífurleg umhverfisáhrif en hverflar sem liggja á hafsbotninum eða í yfirborðinu miklu minni. Til lengri tíma litið getur þurft að raða þeim stöðum, þar sem til greina kemur að virkja vind og sjávarföll, í forgangsröð eins og nú er leitazt við að gera með Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Forsenda þess að það sé hægt, og nýting þessara orkulinda sé raunhæf, eru rannsóknir og kortlagning möguleikanna. Þess vegna er þingsályktunartillagan þörf og ástæða til að hefja þá vinnu sem þar er lagt upp með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Þriðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagnagrunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Ekki þarf að fjölyrða um að Ísland er ríkt af endurnýjanlegri, vistvænni orku. Þar höfum við til þessa einblínt á orku fallvatnanna og jarðhitann. Eins og bent er á í greinargerð með þingsályktunartillögunni er hins vegar hugsanlegt að enn meiri orka búi í sjávarföllum við landið en samanlagt í jarðhita- og vatnsauðlindum. Hún hefur ekki verið talin virkjanleg með hagkvæmum hætti, ekki fremur en vindorkan sem Ísland á líka nóg af. Fyrir vikið hefur nýting þessara orkulinda ekki verið á dagskrá hér að ráði og hvorki Orkustofnun né orkufyrirtækin hafa fjárfest í rannsóknum og skrásetningu á orkukostum. Upp á síðkastið hefur Landsvirkjun þó kannað möguleika á að setja upp vindmyllur til orkuvinnslu og ýmsir einkaaðilar byrjað tilraunir með nýtingu vindorku. Þá er þróun sjávarorkutækni hafin hér á landi, meðal annars á vegum fyrirtækisins Valorku ehf. sem Valdimar Össurarson rekur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækið stefndi að því að virkja hæga strauma í röstum og við annes, en til vandræða væri hversu litlar rannsóknir væru til á sjávarföllum við landið. Við þurfum að fara að horfa til fleiri orkulinda en jarðhita og fallvatna, ekki sízt í ljósi þess að sjónarmið umhverfisverndar, útivistar og ferðamennsku takmarka í meira mæli en einu sinni var talið hversu mikið af orkunni er hægt að nýta. Eins og segir í greinargerð tillögunnar er sérhver nýr virkjanakostur nú umdeildari en áður og vatns- og varmaorkan engan veginn óþrjótandi. Mörg nágrannaríkin, til dæmis Írland, Bretland og Danmörk, eru komin á fleygiferð í rannsóknum á sjávar- og vindorku. Við þurfum að fylgjast með þeim rannsóknum og efna til samstarfs við vísindamenn og orkufyrirtæki í nágrannalöndunum. Um virkjun vindorku og sjávarorku gildir að mörgu leyti það sama og um virkjun fallvatna og jarðhita; að sjónarmið um umhverfisvernd og aðra hagkvæma nýtingu viðkomandi svæða geta takmarkað virkjunarmöguleikana. Það fer þó að hluta til eftir þeirri tækni sem er notuð. Sjávarfallavirkjanir með stíflum, eins og sums staðar þekkjast, hafa þannig gífurleg umhverfisáhrif en hverflar sem liggja á hafsbotninum eða í yfirborðinu miklu minni. Til lengri tíma litið getur þurft að raða þeim stöðum, þar sem til greina kemur að virkja vind og sjávarföll, í forgangsröð eins og nú er leitazt við að gera með Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Forsenda þess að það sé hægt, og nýting þessara orkulinda sé raunhæf, eru rannsóknir og kortlagning möguleikanna. Þess vegna er þingsályktunartillagan þörf og ástæða til að hefja þá vinnu sem þar er lagt upp með.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun