Hlustuðu á Dylan á kvöldin 4. febrúar 2012 15:00 Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu, Hvað ef himinninn brotnar…mynd/edda bjöss Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Platan átti að koma út fyrir síðustu jól en útgáfunni var frestað. Leifur Björnsson, forsprakki Blágresis, er mjög ánægður með samstarfið við Einar Má, sem samdi alla textana. „Það var alveg frábært, hann er þvílíkur fagmaður,“ segir Leifur. „Þetta er mikill heiður. Maður er alinn upp á sögunum hans og það var mjög gaman fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með honum.“ Blágresi er hugarfóstur Einars Más og Leifs, sem höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009. Í hópinn bættust Daníel Auðunsson og Tinna Marína Jónsdóttir, og hljómsveitin Blágresi sem spilar þjóðlagaskotna tónlist varð til. „Við Einar Már unnum þetta saman eiginlega. Ég tók upp hugmyndirnar mínar og sendi á hann og hann bjó eitthvað til við lögin,“ segir Leifur um lagasmíðarnar. „Hann er gríðarlega mikill áhugamaður um músík og að miklu leyti um þessa tónlistarstefnu. Við hittumst á vinnustofunni hans seint á kvöldin og mörg kvöldin hjá okkur enduðu í því að hlusta á Bob Dylan, sem var gott og blessað.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Hörpu 8. mars þar sem Gunnar Þórðarson og Bjartmar Guðlaugsson verða gestir. Meiri spilamennska er fram undan á þessu ári. „Einar á mjög dyggan aðdáendahóp á Norðurlöndunum og við erum strax farin að fá boð um að fara með honum til Danmerkur og Færeyjar til að spila,“ segir Leifur. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Platan átti að koma út fyrir síðustu jól en útgáfunni var frestað. Leifur Björnsson, forsprakki Blágresis, er mjög ánægður með samstarfið við Einar Má, sem samdi alla textana. „Það var alveg frábært, hann er þvílíkur fagmaður,“ segir Leifur. „Þetta er mikill heiður. Maður er alinn upp á sögunum hans og það var mjög gaman fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með honum.“ Blágresi er hugarfóstur Einars Más og Leifs, sem höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009. Í hópinn bættust Daníel Auðunsson og Tinna Marína Jónsdóttir, og hljómsveitin Blágresi sem spilar þjóðlagaskotna tónlist varð til. „Við Einar Már unnum þetta saman eiginlega. Ég tók upp hugmyndirnar mínar og sendi á hann og hann bjó eitthvað til við lögin,“ segir Leifur um lagasmíðarnar. „Hann er gríðarlega mikill áhugamaður um músík og að miklu leyti um þessa tónlistarstefnu. Við hittumst á vinnustofunni hans seint á kvöldin og mörg kvöldin hjá okkur enduðu í því að hlusta á Bob Dylan, sem var gott og blessað.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Hörpu 8. mars þar sem Gunnar Þórðarson og Bjartmar Guðlaugsson verða gestir. Meiri spilamennska er fram undan á þessu ári. „Einar á mjög dyggan aðdáendahóp á Norðurlöndunum og við erum strax farin að fá boð um að fara með honum til Danmerkur og Færeyjar til að spila,“ segir Leifur. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp