Ég hata þig til dauðadags Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns." Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður. Í ljósi þess hve sjaldan sjálfhverf móðursýkisköst, undirorpin barnslegri frekju og botnlausri þörf fyrir hrós, verða hörundsárum þolendum gagnrýni til framdráttar sætir undrun hve algeng þau eru. Í síðustu viku spúði nasbráður leikhúsmógúll sjálfsþóttafullri eimyrju yfir Maríu Kristjánsdóttur, leikhúsgagnrýnanda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar. Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra Vesturports, gramdist hve spör María var á hrósið um verk leikhópsins. „Á meðan við Ingvar fyllum hér stóra svið Þjóðleikhússins í Noregi kvöld eftir kvöld í nafni Vesturports við einróma góðar undirtektir allra fjölmiðla, er einstaklega uppbyggilegt að þurfa að sitja undir enn einu innantómu bullinu frá Maríu Kristjánsdóttur úr sínu eigin Ríkissjónvarpi," var haft eftir Gísla í fjölmiðlum. Tvískinnungsháttar gætir gjarnan í viðhorfi „menningarframleiðenda" til listgagnrýni. Hljóti „afurð" þeirra góða dóma er gagnrýninni tekið opnum örmum og valdir kaflar hennar látnir prýða auglýsingaplaköt og bókakápur í þeim tilgangi að selja fleiri eintök. Fái hún hins vegar harðan dóm er rýnin afskrifuð sem kukl og gagnrýnandinn oftar en ekki sakaður um öfundsýki þess sem aldrei meikaði það sjálfur sem listamaður. Sá misskilningur virðist algengur hér á landi að listgagnrýnendur starfi í þágu einstakra leikhúsa, leikhópa, rithöfunda eða útgefenda. Leikhússtjórar rísa reglulega upp á afturfæturna og brýna fyrir leikhúsgagnrýnendum hlutverk þeirra sem þeir virðast sumir telja að sé að sópa fólki inn í leikhúsin. Þeir sem hafna því að fjalla um listir af gamalgróinni meðvirkni eru settir út af sakramentinu – eða fjarlægðir af frumsýningargestalista eins og leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson mun ítrekað hafa fengið að kynnast. Það er rangt að ætla að snörp umræða um listir komi niður á almennri menningarneyslu. Þvert á móti. Sem dæmi má nefna að leikhúsumræða er nánast hvergi jafnóvægin og í Bretlandi. Þar stendur leikhúslíf þó með meiri blóma en víðast annars staðar. Menningarsinnar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir krefjast útþynntra vettlingataka í hinum ágæta þætti Djöflaeyjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns." Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður. Í ljósi þess hve sjaldan sjálfhverf móðursýkisköst, undirorpin barnslegri frekju og botnlausri þörf fyrir hrós, verða hörundsárum þolendum gagnrýni til framdráttar sætir undrun hve algeng þau eru. Í síðustu viku spúði nasbráður leikhúsmógúll sjálfsþóttafullri eimyrju yfir Maríu Kristjánsdóttur, leikhúsgagnrýnanda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar. Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra Vesturports, gramdist hve spör María var á hrósið um verk leikhópsins. „Á meðan við Ingvar fyllum hér stóra svið Þjóðleikhússins í Noregi kvöld eftir kvöld í nafni Vesturports við einróma góðar undirtektir allra fjölmiðla, er einstaklega uppbyggilegt að þurfa að sitja undir enn einu innantómu bullinu frá Maríu Kristjánsdóttur úr sínu eigin Ríkissjónvarpi," var haft eftir Gísla í fjölmiðlum. Tvískinnungsháttar gætir gjarnan í viðhorfi „menningarframleiðenda" til listgagnrýni. Hljóti „afurð" þeirra góða dóma er gagnrýninni tekið opnum örmum og valdir kaflar hennar látnir prýða auglýsingaplaköt og bókakápur í þeim tilgangi að selja fleiri eintök. Fái hún hins vegar harðan dóm er rýnin afskrifuð sem kukl og gagnrýnandinn oftar en ekki sakaður um öfundsýki þess sem aldrei meikaði það sjálfur sem listamaður. Sá misskilningur virðist algengur hér á landi að listgagnrýnendur starfi í þágu einstakra leikhúsa, leikhópa, rithöfunda eða útgefenda. Leikhússtjórar rísa reglulega upp á afturfæturna og brýna fyrir leikhúsgagnrýnendum hlutverk þeirra sem þeir virðast sumir telja að sé að sópa fólki inn í leikhúsin. Þeir sem hafna því að fjalla um listir af gamalgróinni meðvirkni eru settir út af sakramentinu – eða fjarlægðir af frumsýningargestalista eins og leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson mun ítrekað hafa fengið að kynnast. Það er rangt að ætla að snörp umræða um listir komi niður á almennri menningarneyslu. Þvert á móti. Sem dæmi má nefna að leikhúsumræða er nánast hvergi jafnóvægin og í Bretlandi. Þar stendur leikhúslíf þó með meiri blóma en víðast annars staðar. Menningarsinnar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir krefjast útþynntra vettlingataka í hinum ágæta þætti Djöflaeyjunni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun