Viðbúin nýjum hættum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Sprengjan sem sprakk fyrir framan skrifstofur ríkissaksóknara, í næsta nágrenni við Stjórnarráðshúsið, hefur náð að koma inn ónotatilfinningu hjá mörgum þótt hún hafi hvorki valdið meiðslum né eignatjóni. Ísland er friðsamt samfélag, þar sem enginn gerir ráð fyrir að sprengjur springi við opinberar byggingar. Við höfum heldur ekki átt því að venjast að fólk grípi til ofbeldisverka til að undirstrika pólitískar skoðanir sínar. Það hefur þó breytzt á allra síðustu árum. Þótt ófundni sprengjumaðurinn hafi að mati lögreglunnar kunnað eitthvað fyrir sér í sprengjugerð virðist viðvaningur hafa verið á ferðinni. Sprengjan hefði samt getað valdið skaða, hefði einhver verið á ferli þar sem hún sprakk. Í sumum nágrannalöndum okkar hefur friðurinn verið rofinn með miklu óþyrmilegri hætti með banvænum sprengjutilræðum. Sprengingin mikla í Ósló í fyrra er fólki í fersku minni. Fyrr í vikunni sprakk öflug sprengja við lögreglustöð í Malmö í Svíþjóð og olli tjóni. Grunur leikur á að skipulögð glæpagengi hafi staðið fyrir því sprengjutilræði. Þegar greiningardeild ríkislögreglustjóra mat hættuna af hryðjuverkum á Íslandi fyrir þremur og hálfu ári var fyrst og fremst fjallað um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Eins og reynsla Norðmanna og Svía sýnir þarf ekki síður að hafa augun á glæpa- og ofstækismönnum innanlands. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan gæti ekki fylgzt með einstaklingum eða hópum sem líklegir eru til að vera að sanka að sér efniviði og búnaði til sprengjugerðar. Greiningardeildin benti í hættumatinu á sínum tíma á að möguleikar lögregluyfirvalda á Íslandi til að fyrirbyggja hryðjuverk væru ekki þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum, vegna þess að svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir skorti. „Þessu fylgir einnig að lögreglan hérlendis hefur mun takmarkaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga, sem kunna að fremja hryðjuverk," sagði í hættumatinu. Frumvarp um auknar heimildir lögreglunnar er nú til meðferðar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Atvikið á Hverfisgötunni, ásamt með auknum vopnaburði og ofbeldi í undirheimunum sem fylgir vexti skipulagðrar glæpastarfsemi, ætti að vera þingmönnum hvatning til að hraða meðferð þess máls. Lögreglan brást seint við ábendingu um sprenginguna á þriðjudagsmorguninn. Mistökin sem urðu þá þarf að rannsaka og upplýsa. Hins vegar tóku lögreglan og sprengjusveit Landhelgisgæzlunnar málið föstum tökum eftir að alvara málsins komst á hreint. Það er traustvekjandi að sjá að löggæzlan á búnað til að fást við slík atvik og fólk sem kann að nota hann. Lögreglan á að leggja áherzlu á að upplýsa málið sem fyrst. Það er svo stjórnmálamannanna að tryggja að löggæzlustofnanir landsins hafi mannskap, búnað og lagaheimildir til að taka á nýjum hættum sem steðja að öryggi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Sprengjan sem sprakk fyrir framan skrifstofur ríkissaksóknara, í næsta nágrenni við Stjórnarráðshúsið, hefur náð að koma inn ónotatilfinningu hjá mörgum þótt hún hafi hvorki valdið meiðslum né eignatjóni. Ísland er friðsamt samfélag, þar sem enginn gerir ráð fyrir að sprengjur springi við opinberar byggingar. Við höfum heldur ekki átt því að venjast að fólk grípi til ofbeldisverka til að undirstrika pólitískar skoðanir sínar. Það hefur þó breytzt á allra síðustu árum. Þótt ófundni sprengjumaðurinn hafi að mati lögreglunnar kunnað eitthvað fyrir sér í sprengjugerð virðist viðvaningur hafa verið á ferðinni. Sprengjan hefði samt getað valdið skaða, hefði einhver verið á ferli þar sem hún sprakk. Í sumum nágrannalöndum okkar hefur friðurinn verið rofinn með miklu óþyrmilegri hætti með banvænum sprengjutilræðum. Sprengingin mikla í Ósló í fyrra er fólki í fersku minni. Fyrr í vikunni sprakk öflug sprengja við lögreglustöð í Malmö í Svíþjóð og olli tjóni. Grunur leikur á að skipulögð glæpagengi hafi staðið fyrir því sprengjutilræði. Þegar greiningardeild ríkislögreglustjóra mat hættuna af hryðjuverkum á Íslandi fyrir þremur og hálfu ári var fyrst og fremst fjallað um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Eins og reynsla Norðmanna og Svía sýnir þarf ekki síður að hafa augun á glæpa- og ofstækismönnum innanlands. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan gæti ekki fylgzt með einstaklingum eða hópum sem líklegir eru til að vera að sanka að sér efniviði og búnaði til sprengjugerðar. Greiningardeildin benti í hættumatinu á sínum tíma á að möguleikar lögregluyfirvalda á Íslandi til að fyrirbyggja hryðjuverk væru ekki þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum, vegna þess að svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir skorti. „Þessu fylgir einnig að lögreglan hérlendis hefur mun takmarkaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga, sem kunna að fremja hryðjuverk," sagði í hættumatinu. Frumvarp um auknar heimildir lögreglunnar er nú til meðferðar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Atvikið á Hverfisgötunni, ásamt með auknum vopnaburði og ofbeldi í undirheimunum sem fylgir vexti skipulagðrar glæpastarfsemi, ætti að vera þingmönnum hvatning til að hraða meðferð þess máls. Lögreglan brást seint við ábendingu um sprenginguna á þriðjudagsmorguninn. Mistökin sem urðu þá þarf að rannsaka og upplýsa. Hins vegar tóku lögreglan og sprengjusveit Landhelgisgæzlunnar málið föstum tökum eftir að alvara málsins komst á hreint. Það er traustvekjandi að sjá að löggæzlan á búnað til að fást við slík atvik og fólk sem kann að nota hann. Lögreglan á að leggja áherzlu á að upplýsa málið sem fyrst. Það er svo stjórnmálamannanna að tryggja að löggæzlustofnanir landsins hafi mannskap, búnað og lagaheimildir til að taka á nýjum hættum sem steðja að öryggi fólks.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun