Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi 3. febrúar 2012 20:00 Hljómsveitin Vigri í góðu stuði. Hljómsveitin Vigri hefur nýlokið samstarfi við breska danstónlistaramanninn Chicane. Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams á ferli sínum. Breski danstónlistarmaðurinn Chicane eyddi fimm dögum á Íslandi fyrir skömmu við upptökur með hljómsveitinni Vigra. Chicane, sem er stórlax í danstónlistarsenunni, hefur gefið út fimm hljóðversplötur og er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore. Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams en valdi í þetta sinn að starfa með Vigra en hljómsveitin blandar saman poppi, þjóðlagatónlist og klassík á draumkenndan hátt. „Hann var að tala um að að hann hefði heyrt í okkur í útvarpi í Frakklandi og fann síðan plötuna okkar á netinu," segir Bjarki Pjetursson í Vigra og á þar við Pink Boats sem kom út í fyrra. Chicane samdi og tók upp tvö lög með Vigra hér á landi og áætlað er að þau verði á næstu plötu hans sem kemur út í mars. „Danstónlistin er kannski ekki alveg okkar kaffibolli en það var mjög gaman að vinna svona öðruvísi verkefni," segir Bjarki, sem hafði ekki hugmynd um hver Chicane var þegar hann fékk póst frá honum. „Ég fór bara á Youtube og tékkaði strax á honum og hann er eitthvað svaka nafn." Samstarfið gekk eins og í sögu og lokuðu þeir sig af í hljóðveri þar sem lögin tvö voru unnin. „Við vorum að vinna allan tímann og hann náði ekki að sjá neitt. Hann var bara inni í stúdíói og það var lítið sofið," segir Bjarki. „Það kom dálítið á óvart hversu svakalegur fagmaður hann var. Hann vissi hvað hann var að gera og er algjör toppmaður. Við gerðum nákvæmlega okkar hljóm. Við vorum ekkert að dansvæna okkur neitt upp. Svo blandar hann þessu saman og býr til dansútgáfu af laginu." Inntur eftir því hvort þetta samstarf eigi ekki eftir að veita þeim frægð og peninga í vasann segist Bjarki vona það. Á meðan á dvöl Chicane á Íslandi stóð lýsti hann yfir áhuga á að halda tónleika hér á landi og sýndu Vigra-piltarnir honum helstu tónleikastaðina í Reykjavík. Vigri er ekki með útgáfusamning erlendis en þeir félagar vonast til að dreifingarsamningur verði undirritaður í náinni framtíð. Tónleikaferð um Evrópu er einnig í bígerð á þessu ári. -fb Harmageddon Tónlist Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Kjarnorka er bara fínt stöff Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon
Hljómsveitin Vigri hefur nýlokið samstarfi við breska danstónlistaramanninn Chicane. Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams á ferli sínum. Breski danstónlistarmaðurinn Chicane eyddi fimm dögum á Íslandi fyrir skömmu við upptökur með hljómsveitinni Vigra. Chicane, sem er stórlax í danstónlistarsenunni, hefur gefið út fimm hljóðversplötur og er einna þekktastur fyrir Ibiza-smellinn Offshore. Hann hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams en valdi í þetta sinn að starfa með Vigra en hljómsveitin blandar saman poppi, þjóðlagatónlist og klassík á draumkenndan hátt. „Hann var að tala um að að hann hefði heyrt í okkur í útvarpi í Frakklandi og fann síðan plötuna okkar á netinu," segir Bjarki Pjetursson í Vigra og á þar við Pink Boats sem kom út í fyrra. Chicane samdi og tók upp tvö lög með Vigra hér á landi og áætlað er að þau verði á næstu plötu hans sem kemur út í mars. „Danstónlistin er kannski ekki alveg okkar kaffibolli en það var mjög gaman að vinna svona öðruvísi verkefni," segir Bjarki, sem hafði ekki hugmynd um hver Chicane var þegar hann fékk póst frá honum. „Ég fór bara á Youtube og tékkaði strax á honum og hann er eitthvað svaka nafn." Samstarfið gekk eins og í sögu og lokuðu þeir sig af í hljóðveri þar sem lögin tvö voru unnin. „Við vorum að vinna allan tímann og hann náði ekki að sjá neitt. Hann var bara inni í stúdíói og það var lítið sofið," segir Bjarki. „Það kom dálítið á óvart hversu svakalegur fagmaður hann var. Hann vissi hvað hann var að gera og er algjör toppmaður. Við gerðum nákvæmlega okkar hljóm. Við vorum ekkert að dansvæna okkur neitt upp. Svo blandar hann þessu saman og býr til dansútgáfu af laginu." Inntur eftir því hvort þetta samstarf eigi ekki eftir að veita þeim frægð og peninga í vasann segist Bjarki vona það. Á meðan á dvöl Chicane á Íslandi stóð lýsti hann yfir áhuga á að halda tónleika hér á landi og sýndu Vigra-piltarnir honum helstu tónleikastaðina í Reykjavík. Vigri er ekki með útgáfusamning erlendis en þeir félagar vonast til að dreifingarsamningur verði undirritaður í náinni framtíð. Tónleikaferð um Evrópu er einnig í bígerð á þessu ári. -fb
Harmageddon Tónlist Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Kjarnorka er bara fínt stöff Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon