Tómir kofar 2. febrúar 2012 06:00 Stutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórnvalda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi. Í umræðunum á Alþingi virtust þingmenn almennt taka undir þessa niðurstöðu og að hún ætti líka við um Ísland; þ.e. að í EES-samningnum fælist umtalsvert fullveldisframsal. Það vekur hins vegar athygli að í þessu efni var komið að tómum kofunum hjá yfirlýstum andstæðingum Evrópusambandsaðildar. Þeir höfðu lítið sem ekkert fram að færa um það hvernig mætti bæta úr þeim vanda. Þannig lagði enginn þeirra til að EES-samningnum yrði sagt upp, enda átta sig líklega flestir á því að það væri ekki íslenzkum hagsmunum til framdráttar. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vildi hins vegar að íslenzk stjórnvöld yrðu duglegri að nota neitunarvaldið, sem þau hafa í orði gagnvart nýrri löggjöf frá Evrópusambandinu. Frá upphafi hafa flestir þó verið sammála um að því valdi yrði ekki beitt, að minnsta kosti ekki sem neinu nemur, vegna þess að þá væri botninn dottinn úr hinu sameiginlega efnahagssvæði með sameiginlegum reglum, sem samningurinn gengur út á. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp niðurstöðu nefndar sem skilaði af sér 2007 og hvatti til þess að leiðir til áhrifa á Evrópulöggjöfina, sem Ísland hefur samkvæmt EES-samningnum, yrðu nýttar betur, til dæmis með því að taka aukinn þátt í starfi nefnda ESB og mæta á fundi rúmlega 400 nefnda í stað 200. Þetta myndi reyndar útheimta umtalsverð fjárútlát og mun meiri íslenzkan mannskap í Brussel. Í þessu samhengi má nefna að þótt það hafi kannski verið ofmælt hjá Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni Framsóknarflokksins í umræðunum að Noregur sé „gríðarlega stórt og öflugt ríki" þá eru Norðmenn talsvert fleiri og ríkari en Íslendingar. Þeir hafa margfalt fleiri embættismenn í því að reyna að hafa áhrif á kerfið í Brussel. Það breytir ekki niðurstöðu norsku skýrslunnar um fullveldisafsalið. Það er rétt hjá málshefjandanum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að þeir sem hafa áhyggjur af fullveldisafsali þegar rætt er um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu að vera sjálfum sér samkvæmir og gera eitthvað við fullveldisafsalinu sem felst í EES. Ef þeir vilja ekki segja samningnum upp, er rökrétt niðurstaða að stíga skrefið inn í ESB til þess að fá raunveruleg áhrif á þær ákvarðanir, sem við munum þurfa að hlíta hvort sem er. Eins og umræðan á þingi sýndi, er djúpt á lausn sem liggur á milli þessara kosta. Það er algert lágmark að Alþingi taki einhverja afstöðu til þess vanda að núverandi staða er augljóst brot á stjórnarskránni. Úr því mætti bæta með því að setja í hana ákvæði sem heimilar að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana. Slík stjórnarskrárbreyting er nauðsynleg, hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Stutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórnvalda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi. Í umræðunum á Alþingi virtust þingmenn almennt taka undir þessa niðurstöðu og að hún ætti líka við um Ísland; þ.e. að í EES-samningnum fælist umtalsvert fullveldisframsal. Það vekur hins vegar athygli að í þessu efni var komið að tómum kofunum hjá yfirlýstum andstæðingum Evrópusambandsaðildar. Þeir höfðu lítið sem ekkert fram að færa um það hvernig mætti bæta úr þeim vanda. Þannig lagði enginn þeirra til að EES-samningnum yrði sagt upp, enda átta sig líklega flestir á því að það væri ekki íslenzkum hagsmunum til framdráttar. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vildi hins vegar að íslenzk stjórnvöld yrðu duglegri að nota neitunarvaldið, sem þau hafa í orði gagnvart nýrri löggjöf frá Evrópusambandinu. Frá upphafi hafa flestir þó verið sammála um að því valdi yrði ekki beitt, að minnsta kosti ekki sem neinu nemur, vegna þess að þá væri botninn dottinn úr hinu sameiginlega efnahagssvæði með sameiginlegum reglum, sem samningurinn gengur út á. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp niðurstöðu nefndar sem skilaði af sér 2007 og hvatti til þess að leiðir til áhrifa á Evrópulöggjöfina, sem Ísland hefur samkvæmt EES-samningnum, yrðu nýttar betur, til dæmis með því að taka aukinn þátt í starfi nefnda ESB og mæta á fundi rúmlega 400 nefnda í stað 200. Þetta myndi reyndar útheimta umtalsverð fjárútlát og mun meiri íslenzkan mannskap í Brussel. Í þessu samhengi má nefna að þótt það hafi kannski verið ofmælt hjá Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni Framsóknarflokksins í umræðunum að Noregur sé „gríðarlega stórt og öflugt ríki" þá eru Norðmenn talsvert fleiri og ríkari en Íslendingar. Þeir hafa margfalt fleiri embættismenn í því að reyna að hafa áhrif á kerfið í Brussel. Það breytir ekki niðurstöðu norsku skýrslunnar um fullveldisafsalið. Það er rétt hjá málshefjandanum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að þeir sem hafa áhyggjur af fullveldisafsali þegar rætt er um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu að vera sjálfum sér samkvæmir og gera eitthvað við fullveldisafsalinu sem felst í EES. Ef þeir vilja ekki segja samningnum upp, er rökrétt niðurstaða að stíga skrefið inn í ESB til þess að fá raunveruleg áhrif á þær ákvarðanir, sem við munum þurfa að hlíta hvort sem er. Eins og umræðan á þingi sýndi, er djúpt á lausn sem liggur á milli þessara kosta. Það er algert lágmark að Alþingi taki einhverja afstöðu til þess vanda að núverandi staða er augljóst brot á stjórnarskránni. Úr því mætti bæta með því að setja í hana ákvæði sem heimilar að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana. Slík stjórnarskrárbreyting er nauðsynleg, hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki.