Ekki eins og að stela bíl 27. janúar 2012 06:00 Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira. Það er ekkert að því að menn verðleggi framleiðslu sína eins og þeim sýnist. En fáum dytti í hug að lögin ættu ekki einungis að verja fræðilegan rétt skósalans til mishárrar verðlagningar, heldur ættu lögin beinlínis að tryggja grundvöll hennar. Og að þetta mætti verða á kostnað almennra mannréttinda. Ef tvær búðir í nálægum bæjum selja eins skó á mjög ólíku verði mun fólkið keyra á milli og kaupa skóna þar sem þeir eru ódýrari. Eðlileg viðbrögð markaðar við þessu væru einfaldlega að selja skóna jafndýrt alls staðar. Í netumræðunni erum við hins vegar komnir á stað sem svipar til þess að verið væri að setja upp skóeftirlitsstöðvar á mörkum sveitarfélaga, og leitað væri í bílum til að sjá hvort nokkur væri að kaupa skó í búðum fjarri lögheimili sínu. Kæmi slíkur grunur upp væru menn klæddir úr skónum á staðnum og sendir berfættir heim, öðrum til varnaðar. Netið er ekki eins og vegakerfi milli bæja. Netið er bær. Þetta geta þeir jafnan sextugu þingmenn heimsins sem oftast setja lög um netið trauðla skilið. Það virðist almennt sem þekking stjórnmálamanna á netinu og hagsmunum almennings af því sé annaðhvort af skornum skammti eða einungis komin frá hagsmunaaðilum. Ísland er hér engin undantekning. Af lestri frumvarpa til höfundarréttarlaga má sjá að undantekningarlítið eru menn eins og Eiríkur Tómasson, fyrrum framkvæmdastjóri STEFs, fengnir sem helstu ráðgjafar stjórnvalda í þessum málum. Án þess að ætla að lasta þann mæta mann þá geta allir dæmt um hvort heppilegt sé að hagsmunaaðilar hafi mjög ríka aðkomu að samningu laga sem varða þá sjálfa. Lítið bendir til að þetta sé að breytast. Nú má lesa á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis að til standi að endurskoða höfundarlög. Það er orðað með þeim hætti að „Stjórnvöld og rétthafar" ætli að „taka höndum saman" og efla „virðingu fyrir höfundarrétti". Það hljómar skelfilega. Virðingu ávinna menn sér. Á meðan til staðar er alþjóðlegt net einkarekinna tollsvæða með tónlist og kvikmyndir er kannski eðlilegt að virðing manna fyrir höfundarrétti sé eftir því. Þessum málum er alltaf reynt að stilla upp sem „þjófnaði" eða „sjóræningjastarfsemi" þrátt fyrir að umrætt efni er í mörgum tilfellum ófáanlegt á skikkanlegan máta. Fjölmargir sjónvarpsþættir sem aðgengilegir eru, án endurgjalds, í Bandaríkjunum eru alls kostar ófáanlegir á Íslandi. Tónlistarverslanir eins og iTunes eru lokaðar Íslendingum þrátt fyrir fjórfrelsi EES-samningsins. Ástæða? Litið er á iTunes sem útvarpsstöð. Jú, það má vera að iTunes sé útvarpsstöð, í hugum sömu manna sem halda því blákalt fram að það að hlaða niður lagi sé í engu frábrugðið vopnuðu bílaráni. Nú stendur yfir staðfestingarferli á skelfilegum alþjóðlegum samningi, ACTA, þar sem vestræn ríki lofa hvert öðru að beita eigin þegna mannréttindabrotum, skylda einkaaðila til að fylgjast með netnotkun fólks og loka á netaðgang grunaðra manna án dómsúrskurða. Samningurinn var saminn af hagsmunaaðilum bak við luktar dyr. Ísland er ekki aðili að honum og ætti aldrei að verða. En hættan er auðvitað sú að stjórnvöld skrifi undir hann eða innleiði allar meinsemdir hans, með vísan í „alþjóðlega þróun". Það er reynt er að hólfa netið niður og beita öllum ráðum til að þau hólf haldi. Það er vissulega alþjóðleg þróun en þeirri þróun þarf að snúa við. Stefna íslenskra stjórnvalda ætti að vera að tryggja að íslenskir neytendur hefðu sama aðgang að öllu efni á netinu og bandarískir, eða aðrir, neytendur. Reykvíkingur og New-York-búi eru íbúar sama netþorpsins og eiga að hafa sama aðgang að gæðum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira. Það er ekkert að því að menn verðleggi framleiðslu sína eins og þeim sýnist. En fáum dytti í hug að lögin ættu ekki einungis að verja fræðilegan rétt skósalans til mishárrar verðlagningar, heldur ættu lögin beinlínis að tryggja grundvöll hennar. Og að þetta mætti verða á kostnað almennra mannréttinda. Ef tvær búðir í nálægum bæjum selja eins skó á mjög ólíku verði mun fólkið keyra á milli og kaupa skóna þar sem þeir eru ódýrari. Eðlileg viðbrögð markaðar við þessu væru einfaldlega að selja skóna jafndýrt alls staðar. Í netumræðunni erum við hins vegar komnir á stað sem svipar til þess að verið væri að setja upp skóeftirlitsstöðvar á mörkum sveitarfélaga, og leitað væri í bílum til að sjá hvort nokkur væri að kaupa skó í búðum fjarri lögheimili sínu. Kæmi slíkur grunur upp væru menn klæddir úr skónum á staðnum og sendir berfættir heim, öðrum til varnaðar. Netið er ekki eins og vegakerfi milli bæja. Netið er bær. Þetta geta þeir jafnan sextugu þingmenn heimsins sem oftast setja lög um netið trauðla skilið. Það virðist almennt sem þekking stjórnmálamanna á netinu og hagsmunum almennings af því sé annaðhvort af skornum skammti eða einungis komin frá hagsmunaaðilum. Ísland er hér engin undantekning. Af lestri frumvarpa til höfundarréttarlaga má sjá að undantekningarlítið eru menn eins og Eiríkur Tómasson, fyrrum framkvæmdastjóri STEFs, fengnir sem helstu ráðgjafar stjórnvalda í þessum málum. Án þess að ætla að lasta þann mæta mann þá geta allir dæmt um hvort heppilegt sé að hagsmunaaðilar hafi mjög ríka aðkomu að samningu laga sem varða þá sjálfa. Lítið bendir til að þetta sé að breytast. Nú má lesa á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis að til standi að endurskoða höfundarlög. Það er orðað með þeim hætti að „Stjórnvöld og rétthafar" ætli að „taka höndum saman" og efla „virðingu fyrir höfundarrétti". Það hljómar skelfilega. Virðingu ávinna menn sér. Á meðan til staðar er alþjóðlegt net einkarekinna tollsvæða með tónlist og kvikmyndir er kannski eðlilegt að virðing manna fyrir höfundarrétti sé eftir því. Þessum málum er alltaf reynt að stilla upp sem „þjófnaði" eða „sjóræningjastarfsemi" þrátt fyrir að umrætt efni er í mörgum tilfellum ófáanlegt á skikkanlegan máta. Fjölmargir sjónvarpsþættir sem aðgengilegir eru, án endurgjalds, í Bandaríkjunum eru alls kostar ófáanlegir á Íslandi. Tónlistarverslanir eins og iTunes eru lokaðar Íslendingum þrátt fyrir fjórfrelsi EES-samningsins. Ástæða? Litið er á iTunes sem útvarpsstöð. Jú, það má vera að iTunes sé útvarpsstöð, í hugum sömu manna sem halda því blákalt fram að það að hlaða niður lagi sé í engu frábrugðið vopnuðu bílaráni. Nú stendur yfir staðfestingarferli á skelfilegum alþjóðlegum samningi, ACTA, þar sem vestræn ríki lofa hvert öðru að beita eigin þegna mannréttindabrotum, skylda einkaaðila til að fylgjast með netnotkun fólks og loka á netaðgang grunaðra manna án dómsúrskurða. Samningurinn var saminn af hagsmunaaðilum bak við luktar dyr. Ísland er ekki aðili að honum og ætti aldrei að verða. En hættan er auðvitað sú að stjórnvöld skrifi undir hann eða innleiði allar meinsemdir hans, með vísan í „alþjóðlega þróun". Það er reynt er að hólfa netið niður og beita öllum ráðum til að þau hólf haldi. Það er vissulega alþjóðleg þróun en þeirri þróun þarf að snúa við. Stefna íslenskra stjórnvalda ætti að vera að tryggja að íslenskir neytendur hefðu sama aðgang að öllu efni á netinu og bandarískir, eða aðrir, neytendur. Reykvíkingur og New-York-búi eru íbúar sama netþorpsins og eiga að hafa sama aðgang að gæðum þess.