Vítahringur Vestursins Jón Ormur Halldórsson skrifar 26. janúar 2012 06:00 Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns. VitringarÞetta væri kannski sök sér ef matsfyrirtækin hefðu mikla vitringa á sínum snærum. En þetta eru sömu mennirnir og sannfærðu fólk um að Kaupþing væri álíka traustur skuldari og svissneska ríkið. Og töldu að Grikkland væri nærri því eins líklegt til skilvísi og Svíþjóð. Fyrir þá snilld fengu þeir mikla bónusa enda gátu menn þá keppst við að lána gríska ríkinu á lágum vöxtum. Svo voru auðvitað háir bónusar greiddir fyrir þá snilld sem þurfti til að fá fólk eins og íslenska bankamenn og gríska stjórnmálamenn til að taka við peningum á útsöluverði. Fyrir þessum ofurlaunuðu snillingum skjálfa enn öflugustu ríki heimsins. TrúverðugleikaeinkunnNýleg skýrsla Standard & Poor's um Frakkland var ekki eins ævintýralega vitlaus og títt hefur verið um álitsgerðir matsfyrirtækja síðustu árin. Þess í stað var hún samsafn af því sem Danir kalla selvfölgeligheder. Þótt þar væri ekkert að finna sem ekki var þegar þekkt og betur hefur verið útskýrt af ritfærum blaðamönnum var lánshæfismat eins fremsta ríkis heimsins lækkað. Með því var enn aukið á vanda Evrópuríkja. Ætti ekki að vera til trúverðugleikaeinkunn fyrir matsfyrirtæki? Hvernig í dauðanum…Stjórnendur stórra vestrænna ríkja hafa af mörgum ástæðum lent í þeirri undarlegu stöðu að liggja andvaka og bíða þess hvernig stemmingin verður hjá strákunum við opnun markaða. Ein er flóðalda af peningum sem myndaðist vegna þeirrar áráttu Asíumanna að leggja fyrir stóran hluta af ört vaxandi tekjum sínum. Önnur er allt ruglið sem vestrænir neytendur og stjórnmálamenn lentu í með þessa auðfengnu og ódýru peninga. Þá þriðju er að finna í misræmi á milli alþjóðlegra markaða og staðbundinna stjórnmála. Þá fjórðu er síðan að finna í vinsældum þeirrar röngu skoðunar að fjármálastarfsemi sé venjulegur atvinnuvegur sem getur vaxið öllum til akks. Enginn venjulegur bissnessSú var tíðin að hlutir voru búnir til á Vesturlöndum og seldir um víða veröld. Á þessu hvíldi velmegun þróaðra ríkja. Samkeppni við Asíu reyndist hins vegar erfið þegar sú álfa vaknaði af margslunginni martröð nýlendutímans. Framtíðin lá greinilega í þekkingu og þjónustu. Margir álitu að þar færi fjármálaþjónusta fremst. Þarfir hennar urðu að þyngdarafli í stjórnmálum líkt og áður hafði verið um þarfir iðnaðar í Evrópu eða útvegs á Íslandi. Afreglun sem hún vildi leiddi til þess að fjármálafyrirtæki gátu margfaldað peninga. Kúnstir við margföldun á peningum bjuggu auðvitað til ofsagróða. Hann glapti bæði stjórnvöld og almenning. Þarna virtist komin maskína sem bjó til auð úr stemmingu og stærðfræði. Úr þessu urðu til furðuverk víða um lönd en Íslenska útrásin átti þó líklega metið í kjánaskap og sjálfsblekkingu. Staðbundið og hnattræntBankarnir hrundu en ríkin stóðu og björguðu því sem bjarga mátti. Þrennt hefur hins vegar komið í veg fyrir að valdið færist aftur frá mörkuðum til ríkja. Eitt er að stjórnmálamenn víða um heim eru sjálfir rúnir trausti, óvíða raunar svo gersamlega eins og á Íslandi þar sem einungis tíundi hver maður treystir víst þjóðþinginu. Annað er að flest ríki Vesturlanda eru svo skuldsett að þau eru ofurseld dyntum lánamarkaða. Mikilvægustu ástæðuna er þó að finna í öllu því misræmi sem fylgir því að fjármálamarkaðir eru alþjóðlegir en pólitískt vald er staðbundið. Ríki hafa enn ekki náð saman um að hemja spilavítiseinkenni fjármálamarkaða sem þó er vel mögulegt með sköttum á viðskipti. Hagsmunir banka eru enn eins og þyngdarafl í stjórnmálum. Í gryfjunniOg nú eru menn lentir í gryfju. Allir vita að ríki Vesturlanda þurfa að fara tvær leiðir. Að auka útgjöld og að draga úr þeim. Þetta er erfitt eins og vísindamenn matsfyrirtækis ályktuðu um daginn. Niðurskurður ríkisútgjalda leiðir til samdráttar og þverrandi greiðslugetu. Aukin útgjöld dýpka gryfjuna. Þetta er vítahringur sem mörg vestræn ríki eru að lenda í. Það þarf skýrari sýn til að komast úr þeirri hringiðu en þá að reyna að geðjast mörkuðum frá degi til dags. Einkum þegar markaðir eru ekki ópersónulegir miðlarar upplýsinga, eins og þeir eiga að vera, heldur fyrirbæri sem lúta hvatakerfum og stemmingu manna sem hafa litla þekkingu, þrönga sýn og enga ábyrgðartilfinningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns. VitringarÞetta væri kannski sök sér ef matsfyrirtækin hefðu mikla vitringa á sínum snærum. En þetta eru sömu mennirnir og sannfærðu fólk um að Kaupþing væri álíka traustur skuldari og svissneska ríkið. Og töldu að Grikkland væri nærri því eins líklegt til skilvísi og Svíþjóð. Fyrir þá snilld fengu þeir mikla bónusa enda gátu menn þá keppst við að lána gríska ríkinu á lágum vöxtum. Svo voru auðvitað háir bónusar greiddir fyrir þá snilld sem þurfti til að fá fólk eins og íslenska bankamenn og gríska stjórnmálamenn til að taka við peningum á útsöluverði. Fyrir þessum ofurlaunuðu snillingum skjálfa enn öflugustu ríki heimsins. TrúverðugleikaeinkunnNýleg skýrsla Standard & Poor's um Frakkland var ekki eins ævintýralega vitlaus og títt hefur verið um álitsgerðir matsfyrirtækja síðustu árin. Þess í stað var hún samsafn af því sem Danir kalla selvfölgeligheder. Þótt þar væri ekkert að finna sem ekki var þegar þekkt og betur hefur verið útskýrt af ritfærum blaðamönnum var lánshæfismat eins fremsta ríkis heimsins lækkað. Með því var enn aukið á vanda Evrópuríkja. Ætti ekki að vera til trúverðugleikaeinkunn fyrir matsfyrirtæki? Hvernig í dauðanum…Stjórnendur stórra vestrænna ríkja hafa af mörgum ástæðum lent í þeirri undarlegu stöðu að liggja andvaka og bíða þess hvernig stemmingin verður hjá strákunum við opnun markaða. Ein er flóðalda af peningum sem myndaðist vegna þeirrar áráttu Asíumanna að leggja fyrir stóran hluta af ört vaxandi tekjum sínum. Önnur er allt ruglið sem vestrænir neytendur og stjórnmálamenn lentu í með þessa auðfengnu og ódýru peninga. Þá þriðju er að finna í misræmi á milli alþjóðlegra markaða og staðbundinna stjórnmála. Þá fjórðu er síðan að finna í vinsældum þeirrar röngu skoðunar að fjármálastarfsemi sé venjulegur atvinnuvegur sem getur vaxið öllum til akks. Enginn venjulegur bissnessSú var tíðin að hlutir voru búnir til á Vesturlöndum og seldir um víða veröld. Á þessu hvíldi velmegun þróaðra ríkja. Samkeppni við Asíu reyndist hins vegar erfið þegar sú álfa vaknaði af margslunginni martröð nýlendutímans. Framtíðin lá greinilega í þekkingu og þjónustu. Margir álitu að þar færi fjármálaþjónusta fremst. Þarfir hennar urðu að þyngdarafli í stjórnmálum líkt og áður hafði verið um þarfir iðnaðar í Evrópu eða útvegs á Íslandi. Afreglun sem hún vildi leiddi til þess að fjármálafyrirtæki gátu margfaldað peninga. Kúnstir við margföldun á peningum bjuggu auðvitað til ofsagróða. Hann glapti bæði stjórnvöld og almenning. Þarna virtist komin maskína sem bjó til auð úr stemmingu og stærðfræði. Úr þessu urðu til furðuverk víða um lönd en Íslenska útrásin átti þó líklega metið í kjánaskap og sjálfsblekkingu. Staðbundið og hnattræntBankarnir hrundu en ríkin stóðu og björguðu því sem bjarga mátti. Þrennt hefur hins vegar komið í veg fyrir að valdið færist aftur frá mörkuðum til ríkja. Eitt er að stjórnmálamenn víða um heim eru sjálfir rúnir trausti, óvíða raunar svo gersamlega eins og á Íslandi þar sem einungis tíundi hver maður treystir víst þjóðþinginu. Annað er að flest ríki Vesturlanda eru svo skuldsett að þau eru ofurseld dyntum lánamarkaða. Mikilvægustu ástæðuna er þó að finna í öllu því misræmi sem fylgir því að fjármálamarkaðir eru alþjóðlegir en pólitískt vald er staðbundið. Ríki hafa enn ekki náð saman um að hemja spilavítiseinkenni fjármálamarkaða sem þó er vel mögulegt með sköttum á viðskipti. Hagsmunir banka eru enn eins og þyngdarafl í stjórnmálum. Í gryfjunniOg nú eru menn lentir í gryfju. Allir vita að ríki Vesturlanda þurfa að fara tvær leiðir. Að auka útgjöld og að draga úr þeim. Þetta er erfitt eins og vísindamenn matsfyrirtækis ályktuðu um daginn. Niðurskurður ríkisútgjalda leiðir til samdráttar og þverrandi greiðslugetu. Aukin útgjöld dýpka gryfjuna. Þetta er vítahringur sem mörg vestræn ríki eru að lenda í. Það þarf skýrari sýn til að komast úr þeirri hringiðu en þá að reyna að geðjast mörkuðum frá degi til dags. Einkum þegar markaðir eru ekki ópersónulegir miðlarar upplýsinga, eins og þeir eiga að vera, heldur fyrirbæri sem lúta hvatakerfum og stemmingu manna sem hafa litla þekkingu, þrönga sýn og enga ábyrgðartilfinningu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun