Lífið

Ævintýramyndin Hugo með ellefu tilnefningar

hlutskörpust Ævintýramyndin Hugo hlaut ellefu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.
hlutskörpust Ævintýramyndin Hugo hlaut ellefu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.
Þrívíddarmyndin Hugo fékk ellefu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Meryl Streep fékk sína sautjándu tilnefningu.

Þrívíddarmynd Martins Scorsese, Hugo, hlaut flestar tilefningar til Óskarsverðlaunanna í ár, eða ellefu talsins. Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um munaðarleysingja sem elst upp á lestarstöð.

Næst á eftir henni kom svarthvíta og þögla myndin The Artist með tíu tilnefningar. Þrjár myndir voru tilnefndar til sex verðlauna, eða The Help, Moneyball og War Horse.

Allar fyrrnefndu myndirnar voru tilnefndar sem besta mynd síðasta árs, ásamt The Tree of Life, Midnight In Paris, The Descendants og Extremely Loud and Incredibly Close

Fimm leikarar berjast um Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, eða þeir Jean Dujardin (The Artist), Demian Bichir (A Better Life), Brad Pitt (Moneyball), George Clooney (The Descendants) og Gary Oldman (Tinker Tailor Soldier Spy.

Sem besta leikkonan í aðalhlutverki voru tilnefndar þær Glenn Close (Albert Nobbs), Viola Davis (The Help), Rooney Mara (The Girl With The Dragon Tattoo), Meryl Streep (The Iron Lady) og Michelle Williams (My Week With Marilyn).

Streep hefur þar með fengið sautján Óskarstilnefningar á glæstum ferli sínum. Næst á eftir henni koma Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf tilnefningar hvor. Streep hefur tvívegis unnið, eða fyrir myndirnar Sophie"s Choice og Kramer vs. Kramer.

Óskarsverðlaunin verða afhent í 84. sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles 26. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.