Réttlætismál Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. janúar 2012 06:00 Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Málsmetandi lögfræðingar hafa fært fyrir því sannfærandi rök að það sé í valdi þingsins að afturkalla ákæruna, enda fari það með ákæruvaldið í málinu. Það hefur orðið ljósara eftir því sem liðið hefur á málareksturinn fyrir Landsdómi hversu ógæfulegur hann er. Málið ber allt keim af pólitískum réttarhöldum og réttinda sakborningsins hefur ekki verið gætt sem skyldi, enda eru lögin um Landsdóm gömul og hafa ekki tekið breytingum til samræmis við réttarþróun í meðferð sakamála. Hér kemur ýmislegt til; í fyrsta lagi hvernig að ákærunni var staðið, þegar lítill hópur þingmanna Samfylkingarinnar réði því að fyrrverandi forystumaður annars flokks var ákærður en þeirra eigin flokksmönnum hlíft. Í öðru lagi gerði þingnefndin sem gerði tillögu um ákæruna aldrei neina sjálfstæða rannsókn á málinu og ræddi aldrei við hugsanlegan sakborning eins og telst þó sjálfsögð regla í réttarríki. Í þriðja lagi fer saksóknarinn fram með öðrum hætti en í öðrum sakamálum, meðal annars með almannatengslastarfsemi á vefnum, sem engin fordæmi eru fyrir. Í fjórða lagi breytti Alþingi lögunum um Landsdóm eftir að ákveðið var að ákæra og framlengdi skipunartíma dómaranna. Þessi atriði voru rakin í pistli hér á þessum stað síðastliðið sumar og bent á að þingmenn VG, sem hefðu verið talsmenn þess að réttarkerfinu væri ekki misbeitt í pólitískum tilgangi, stæðu nú að því að „þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann, sem draga á til ábyrgðar fyrir heilt stjórnkerfi sem ekki réði við hlutverk sitt". Því var hnýtt aftan við að hætt væri við að dómur sögunnar um þessa þingmenn yrði annar en þeir hefðu kosið. Einn þingmannanna, Ögmundur Jónasson, svaraði um hæl með nokkrum þjósti í grein í Fréttablaðinu og taldi ritstjóra blaðsins þurfa að rökstyðja betur þessar „grafalvarlegu ásakanir". Á síðustu dögum hefur Ögmundur hins vegar snúið við blaðinu og telur sig og aðra sem greiddu atkvæði með að ákæra Geir hafa gert mistök. Atkvæðagreiðslan um ákærurnar hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd" og réttarhöldin verði „sýndaruppgjör". „Réttarríki rís aldrei undir nafni, nema lög og réttlæti fari saman," sagði Ögmundur í grein í Morgunblaðinu og hafði þar rétt fyrir sér. Fleiri þingmenn hljóta að hafa skipt um skoðun á þessu máli – og hafa áhyggjur af dómi sögunnar eins og Ögmundur. Þetta mál snýst nefnilega um réttlæti og þannig á að nálgast það. Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það snúist um ríkisstjórnarsamstarfið eða að þessi flokkurinn eða hinn hafi sitt fram á kostnað annarra. Það snýst um að ekki verði brotin mannréttindi með gallaðri málsmeðferð og að einn maður verði ekki látinn svara til saka fyrir kerfi sem brást. Leiðin til uppgjörs við þátt stjórnmálamanna í hruninu liggur í því að fylgja fast eftir þeirri áætlun um umbætur á lögum, stjórnsýslu og siðferði sem þingmannanefndin margumrædda lagði fram og þingið samþykkti. Ef Landsdómsmálið er úr sögunni beinist athyglin með réttu aftur að framgangi þeirra mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Málsmetandi lögfræðingar hafa fært fyrir því sannfærandi rök að það sé í valdi þingsins að afturkalla ákæruna, enda fari það með ákæruvaldið í málinu. Það hefur orðið ljósara eftir því sem liðið hefur á málareksturinn fyrir Landsdómi hversu ógæfulegur hann er. Málið ber allt keim af pólitískum réttarhöldum og réttinda sakborningsins hefur ekki verið gætt sem skyldi, enda eru lögin um Landsdóm gömul og hafa ekki tekið breytingum til samræmis við réttarþróun í meðferð sakamála. Hér kemur ýmislegt til; í fyrsta lagi hvernig að ákærunni var staðið, þegar lítill hópur þingmanna Samfylkingarinnar réði því að fyrrverandi forystumaður annars flokks var ákærður en þeirra eigin flokksmönnum hlíft. Í öðru lagi gerði þingnefndin sem gerði tillögu um ákæruna aldrei neina sjálfstæða rannsókn á málinu og ræddi aldrei við hugsanlegan sakborning eins og telst þó sjálfsögð regla í réttarríki. Í þriðja lagi fer saksóknarinn fram með öðrum hætti en í öðrum sakamálum, meðal annars með almannatengslastarfsemi á vefnum, sem engin fordæmi eru fyrir. Í fjórða lagi breytti Alþingi lögunum um Landsdóm eftir að ákveðið var að ákæra og framlengdi skipunartíma dómaranna. Þessi atriði voru rakin í pistli hér á þessum stað síðastliðið sumar og bent á að þingmenn VG, sem hefðu verið talsmenn þess að réttarkerfinu væri ekki misbeitt í pólitískum tilgangi, stæðu nú að því að „þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann, sem draga á til ábyrgðar fyrir heilt stjórnkerfi sem ekki réði við hlutverk sitt". Því var hnýtt aftan við að hætt væri við að dómur sögunnar um þessa þingmenn yrði annar en þeir hefðu kosið. Einn þingmannanna, Ögmundur Jónasson, svaraði um hæl með nokkrum þjósti í grein í Fréttablaðinu og taldi ritstjóra blaðsins þurfa að rökstyðja betur þessar „grafalvarlegu ásakanir". Á síðustu dögum hefur Ögmundur hins vegar snúið við blaðinu og telur sig og aðra sem greiddu atkvæði með að ákæra Geir hafa gert mistök. Atkvæðagreiðslan um ákærurnar hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd" og réttarhöldin verði „sýndaruppgjör". „Réttarríki rís aldrei undir nafni, nema lög og réttlæti fari saman," sagði Ögmundur í grein í Morgunblaðinu og hafði þar rétt fyrir sér. Fleiri þingmenn hljóta að hafa skipt um skoðun á þessu máli – og hafa áhyggjur af dómi sögunnar eins og Ögmundur. Þetta mál snýst nefnilega um réttlæti og þannig á að nálgast það. Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það snúist um ríkisstjórnarsamstarfið eða að þessi flokkurinn eða hinn hafi sitt fram á kostnað annarra. Það snýst um að ekki verði brotin mannréttindi með gallaðri málsmeðferð og að einn maður verði ekki látinn svara til saka fyrir kerfi sem brást. Leiðin til uppgjörs við þátt stjórnmálamanna í hruninu liggur í því að fylgja fast eftir þeirri áætlun um umbætur á lögum, stjórnsýslu og siðferði sem þingmannanefndin margumrædda lagði fram og þingið samþykkti. Ef Landsdómsmálið er úr sögunni beinist athyglin með réttu aftur að framgangi þeirra mála.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun