Á frímiða inn í nýja árið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. janúar 2012 11:00 Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. Þetta er sem betur fer barrheldin tegund. Stofugólfið hefur því ekki breyst í villtan skógarbotn enn þá né hafa barrnálar stungist í iljarnar svo nokkru nemi. Mér skilst líka að vökvi ég tréð reglulega geti það haldið barri langt fram á vor, jafnvel vaxið um nokkra sentimetra í hlýrri stofunni hjá mér! Það truflar mig því ekkert að ráði enn þá þar sem það trónir, þó það skyggi á útsýnið frá hornglugganum. Með nýju ári ganga oft breyttir tímar í garð og fyrir marga er það léttir að taka niður jólaskrautið. Ganga frá jólunum ofan í geymslu og afmá merki undanfarinna vikna af heimilinu. Hreinsa til, taka á móti nýju ári og hækkandi sól með hreint borð, strengd heit og stóra drauma. Meðan jólatréð stendur enn í stofunni er einhvern veginn ekki búið að opna dyrnar inn í nýja árið. Þó að smákökudunkar hafi tæmst og matseðill vikunnar fallinn í hversdagslegt horf standa lausir endar út af borðinu. Áramótaheitin hafa ekki tekið gildi og maður leyfir sér að mara í hálfu kafi, í einhvers konar millibilsástandi. Stingur sér enn undir teppi eftir kvöldmatinn eins og á jólunum, í stað þess að brjóta saman þvottinn. Einhverjir gætu kallað það veruleikaflótta að slá nýja árinu svona á frest. Ég tek ekki svo djúpt í árinni, ekki svona um miðjan janúar. Kann ágætlega við óbreytt ástand og er farin að líta á jólatréð sem „bandamann" minn í þessu tilbúna millibilsástandi, einhvers konar frímiða inn í nýja árið. Meðan það heldur barri er ég stikkfrí. Ég laumast því til að vökva það af og til. Sópa saman barrnálunum sem þó hafa dottið og snyrti svolítið í kring. Undarleg garðvinna, sem ég veit auðvitað að mun taka enda. Þegar ég þykist tilbúin í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. Þetta er sem betur fer barrheldin tegund. Stofugólfið hefur því ekki breyst í villtan skógarbotn enn þá né hafa barrnálar stungist í iljarnar svo nokkru nemi. Mér skilst líka að vökvi ég tréð reglulega geti það haldið barri langt fram á vor, jafnvel vaxið um nokkra sentimetra í hlýrri stofunni hjá mér! Það truflar mig því ekkert að ráði enn þá þar sem það trónir, þó það skyggi á útsýnið frá hornglugganum. Með nýju ári ganga oft breyttir tímar í garð og fyrir marga er það léttir að taka niður jólaskrautið. Ganga frá jólunum ofan í geymslu og afmá merki undanfarinna vikna af heimilinu. Hreinsa til, taka á móti nýju ári og hækkandi sól með hreint borð, strengd heit og stóra drauma. Meðan jólatréð stendur enn í stofunni er einhvern veginn ekki búið að opna dyrnar inn í nýja árið. Þó að smákökudunkar hafi tæmst og matseðill vikunnar fallinn í hversdagslegt horf standa lausir endar út af borðinu. Áramótaheitin hafa ekki tekið gildi og maður leyfir sér að mara í hálfu kafi, í einhvers konar millibilsástandi. Stingur sér enn undir teppi eftir kvöldmatinn eins og á jólunum, í stað þess að brjóta saman þvottinn. Einhverjir gætu kallað það veruleikaflótta að slá nýja árinu svona á frest. Ég tek ekki svo djúpt í árinni, ekki svona um miðjan janúar. Kann ágætlega við óbreytt ástand og er farin að líta á jólatréð sem „bandamann" minn í þessu tilbúna millibilsástandi, einhvers konar frímiða inn í nýja árið. Meðan það heldur barri er ég stikkfrí. Ég laumast því til að vökva það af og til. Sópa saman barrnálunum sem þó hafa dottið og snyrti svolítið í kring. Undarleg garðvinna, sem ég veit auðvitað að mun taka enda. Þegar ég þykist tilbúin í slaginn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun