Fúsk & Fyrirlitning hf. Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. janúar 2012 07:00 Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Sjálfur hugsa ég til afa og ömmu á Bergstaðastræti og jólanna þegar maður mátti fara niður í kjallara og ná sér í appelsín. Og gamla góða maltið: klassískt, alíslenskt, soldið vont að vísu en eitthvað svo frábært samt, svo íslenskt og yndislega púkó, besta og hollasta öl í öllum heiminum, var manni sagt, því vatnið væri svo gott og mikið af bætiefnum í því. Mikið af alls konar bætiefnum. Hér eftir tengjum við Ölgerð Egils Skallagrímssonar ekki við malt – heldur salt.Nógu gott í pakkiðÆtla mætti að Íslendingar væru ætlaðir til iðnaðarframleiðslu. Ætla mætti að íslenskir kaupahéðnar líti á íslenskan almenning eins og stofn til að veiða úr sína lyst, land til að ofnytja, námu til að tæma. Með sem minnstum tilkostnaði hafa þeir af okkur eins mikið fé og mögulegt er og fela það svo í skattaskjólum. Svokallaður lýtalæknir verður uppvís að því að setja inn í brjóst fullfrískra kvenna billegt franskt sílíkon sem ætlað er til iðnaðarframleiðslu og ekki er útséð um hvaða afleiðingar hefur. Allir sem að málinu koma strita við að þegja. Áburðarverksmiðja verður uppvís að of mikið af þungmálmum reynist vera í framleiðslunni. Viðbrögðin: susssu-suss! Ölgerð Egils Skallagrímssonar verður uppvís að því að dreifa til matvælaframleiðenda salti sem ætlað er eingöngu til iðnaðarframleiðslu. Þögn. Og svo verður það slys að málið kemst upp og forstjórinn mætir í viðtal og talar um „aulaleg mistök" – úbbs, við erum nú meiri kjánarnir ha ha ha. Hann reynir að telja okkur trú um að þeir hjá fyrirtækinu hafi aldrei lesið á pakkningarnar þar sem stendur skýrum stöfum að saltið sé til iðnaðarframleiðslu. Það síðasta sem hægt er að viðurkenna er að þetta hafi einfaldlega verið til að græða á því. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum viðurkenna að fyrirtækið hafi verið að spara sér fé með því að selja fólki billegri útgáfu af vörunni. Frekar vill maðurinn líta út eins og kjáni. Hann getur ekki viðurkennt að fyrirtækið taldi það ekki frágangssök að selja salt sem ekki er ætlað til manneldis. Hann vill heldur að við trúum því að starfsmenn Ölgerðarinnar séu upp til hópa ólæsir.Íslenskt matvælaöryggiDeildarstjóri matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur treystir sér ekki til að votta að mönnum sé óhætt að leggja sér þetta salt til munns. Þegar forstjóri Ölgerðarinnar er spurður hverjir hafi keypt þetta af fyrirtækinu yppir hann öxlum og spyr á móti: hverjir ekki – og neitar að ansa og er á svipinn eins og maður sem skuldar engum skýringar á sinni meinlausu og mannlegu smávægilegu – en aulalegu – yfirsjón. Takk kærlega. Íslenskt matvælaöryggi felst þá sem sagt í því að við getum nokkurn veginn bókað að iðnaðarsalt er í allri íslenskri matvælaframleiðslu. Osturinn sem við kaupum er þá væntanlega (iðulega of)saltaður með þessum fjanda. Líka allt kexið. Og allt brauðið. Kökurnar. Kryddblöndurnar. Allir tilbúnu örbylgjuréttirnir. Allar unnu kjötvörurnar sem seldar eru uppsprengdu verði í hreinleikans nafni, skinkan, spægipylsan. Majonesið. Kavíarinn. Kæfan, lifrarpylsan, magállinn – já þorramaturinn eins og hann leggur sig er stráður þjóðlegu íslensku iðnaðarsalti, ef að líkum lætur. Og auðvitað bjórinn og allt gosið með þessu rómaða íslenska hreina vatni: fullt af iðnaðarsalti. Allt. Þökk sé Ölgerðinni og áburðarframleiðendum þar á undan getum við ekki treyst neinum íslenskum mat; kannski láta þeir okkur borða hundamat í tilbúnu réttunum, kannski er hveitið fullt af iðnaðarsílíkoni, lyftiduftið drýgt með sandi … Hvað veit maður? Jú, þetta eitt: Þeir sem rányrkja hinn íslenska neytendastofn gera það með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er. Aulalegt? Já, eiginlega verður maður nú að taka undir það með forstjóranum. Þetta er fúsk. Þetta er hugsunarháttur sóðans sem hugsar: Þetta getur ekki átt að vera svo naujið, þetta hlýtur að vera nógu gott – það finnur enginn muninn. Þetta er afleiðing langvarandi einokunar í matvælaframleiðslu hér á landi – markvissrar einangrunar í nafni hreinleika og matvælaöryggis – og landlægs hugsunarháttar þess sem vill fara á svig við reglur, stytta sér leið að gróða: þetta er utanvegaakstur, Smuguveiðar, þetta er maðkað mjöl, sem var þá ekkert danskt eftir allt saman heldur alíslensk og ísköld fyrirlitning á almenningi. Og nú er svo komið að maður sér appelsín-flösku og hættir ósjálfrátt að brosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Sjálfur hugsa ég til afa og ömmu á Bergstaðastræti og jólanna þegar maður mátti fara niður í kjallara og ná sér í appelsín. Og gamla góða maltið: klassískt, alíslenskt, soldið vont að vísu en eitthvað svo frábært samt, svo íslenskt og yndislega púkó, besta og hollasta öl í öllum heiminum, var manni sagt, því vatnið væri svo gott og mikið af bætiefnum í því. Mikið af alls konar bætiefnum. Hér eftir tengjum við Ölgerð Egils Skallagrímssonar ekki við malt – heldur salt.Nógu gott í pakkiðÆtla mætti að Íslendingar væru ætlaðir til iðnaðarframleiðslu. Ætla mætti að íslenskir kaupahéðnar líti á íslenskan almenning eins og stofn til að veiða úr sína lyst, land til að ofnytja, námu til að tæma. Með sem minnstum tilkostnaði hafa þeir af okkur eins mikið fé og mögulegt er og fela það svo í skattaskjólum. Svokallaður lýtalæknir verður uppvís að því að setja inn í brjóst fullfrískra kvenna billegt franskt sílíkon sem ætlað er til iðnaðarframleiðslu og ekki er útséð um hvaða afleiðingar hefur. Allir sem að málinu koma strita við að þegja. Áburðarverksmiðja verður uppvís að of mikið af þungmálmum reynist vera í framleiðslunni. Viðbrögðin: susssu-suss! Ölgerð Egils Skallagrímssonar verður uppvís að því að dreifa til matvælaframleiðenda salti sem ætlað er eingöngu til iðnaðarframleiðslu. Þögn. Og svo verður það slys að málið kemst upp og forstjórinn mætir í viðtal og talar um „aulaleg mistök" – úbbs, við erum nú meiri kjánarnir ha ha ha. Hann reynir að telja okkur trú um að þeir hjá fyrirtækinu hafi aldrei lesið á pakkningarnar þar sem stendur skýrum stöfum að saltið sé til iðnaðarframleiðslu. Það síðasta sem hægt er að viðurkenna er að þetta hafi einfaldlega verið til að græða á því. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum viðurkenna að fyrirtækið hafi verið að spara sér fé með því að selja fólki billegri útgáfu af vörunni. Frekar vill maðurinn líta út eins og kjáni. Hann getur ekki viðurkennt að fyrirtækið taldi það ekki frágangssök að selja salt sem ekki er ætlað til manneldis. Hann vill heldur að við trúum því að starfsmenn Ölgerðarinnar séu upp til hópa ólæsir.Íslenskt matvælaöryggiDeildarstjóri matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur treystir sér ekki til að votta að mönnum sé óhætt að leggja sér þetta salt til munns. Þegar forstjóri Ölgerðarinnar er spurður hverjir hafi keypt þetta af fyrirtækinu yppir hann öxlum og spyr á móti: hverjir ekki – og neitar að ansa og er á svipinn eins og maður sem skuldar engum skýringar á sinni meinlausu og mannlegu smávægilegu – en aulalegu – yfirsjón. Takk kærlega. Íslenskt matvælaöryggi felst þá sem sagt í því að við getum nokkurn veginn bókað að iðnaðarsalt er í allri íslenskri matvælaframleiðslu. Osturinn sem við kaupum er þá væntanlega (iðulega of)saltaður með þessum fjanda. Líka allt kexið. Og allt brauðið. Kökurnar. Kryddblöndurnar. Allir tilbúnu örbylgjuréttirnir. Allar unnu kjötvörurnar sem seldar eru uppsprengdu verði í hreinleikans nafni, skinkan, spægipylsan. Majonesið. Kavíarinn. Kæfan, lifrarpylsan, magállinn – já þorramaturinn eins og hann leggur sig er stráður þjóðlegu íslensku iðnaðarsalti, ef að líkum lætur. Og auðvitað bjórinn og allt gosið með þessu rómaða íslenska hreina vatni: fullt af iðnaðarsalti. Allt. Þökk sé Ölgerðinni og áburðarframleiðendum þar á undan getum við ekki treyst neinum íslenskum mat; kannski láta þeir okkur borða hundamat í tilbúnu réttunum, kannski er hveitið fullt af iðnaðarsílíkoni, lyftiduftið drýgt með sandi … Hvað veit maður? Jú, þetta eitt: Þeir sem rányrkja hinn íslenska neytendastofn gera það með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er. Aulalegt? Já, eiginlega verður maður nú að taka undir það með forstjóranum. Þetta er fúsk. Þetta er hugsunarháttur sóðans sem hugsar: Þetta getur ekki átt að vera svo naujið, þetta hlýtur að vera nógu gott – það finnur enginn muninn. Þetta er afleiðing langvarandi einokunar í matvælaframleiðslu hér á landi – markvissrar einangrunar í nafni hreinleika og matvælaöryggis – og landlægs hugsunarháttar þess sem vill fara á svig við reglur, stytta sér leið að gróða: þetta er utanvegaakstur, Smuguveiðar, þetta er maðkað mjöl, sem var þá ekkert danskt eftir allt saman heldur alíslensk og ísköld fyrirlitning á almenningi. Og nú er svo komið að maður sér appelsín-flösku og hættir ósjálfrátt að brosa.