Tugum tilkynnt um hleranir 12. janúar 2012 09:00 Ólafur Hauksson Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira