Byrjum árið á stórri bílasýningu 11. janúar 2012 16:00 Land Cruiser 150 við útfall Jökulsár á Breiðamerkursandi. Jeppi sem hentar Íslendingum vel enda er hann vinsæll. Við byrjum árið á stórri sýningu eins og endranær. Þar leggjum við aðaláherslu á breyttan Avensis sem er að koma og svo Yarisinn og Land Cruiserinn,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Nýtt ár boðar ný tækifæri í hans huga. Hann segir 2011 hafa verið ár viðsnúnings þar sem stöðug aukning hafi verið í sölu. Land Cruiser 150 hafi selst jafnt og þétt og farið í 213 eintökum á síðasta ári. „Fólk sem á pening sér góða fjárfestingu í þeim bíl enda reynist hann mjög vel,“ segir hann. Það var þó Yarisinn sem toppaði Toyotasöluna á Íslandi á síðasta ári með 214 eintökum eða einu fram yfir Land Cruiserinn. „Nýi Yarisinn kom til okkar í nóvember. Þá gerðist það að smærri bílar fóru að seljast í einhverju magni til einstaklinga. Það var eins og hefði verið tekinn tappi úr flösku og hátt í hundrað bílar hafa selst á tveimur mánuðum,“ upplýsir Páll. Páll segir nýja Yarisinn óvenju vel búinn af smærri bíl að vera og lýsir því nánar. „Það er nýtt kerfi í honum sem heitir Touch & Go. Aksturstölva, bakkmyndavél og þráðlaus búnaður fyrir síma er staðalbúnaður í þessu kerfi en leiðsögukerfi með íslenskum kortum er valbúnaður. Þannig að þetta er dálítið mikil græja,“ segir Páll og bendir á að höfuðborgarsvæðið sé orðið svo stórt að fólki veiti ekkert af leiðsögukerfi til að komast um það vafningalaust. Toyota Touch & GO veiti sannarlega þann möguleika. „Toyota kynnir þetta leiðsögukerfi fyrst í Yarisnum svo er það að detta inn í fleiri nýja bíla,“ segir hann. Margt fleira er að gerast hjá Toyota á árinu, að sögn Páls sem drepur á nokkur atriði. „Það er að koma endurbættur 200 Cruiser stóri Cruiserinn, með auknum búnaði, leiðsögukerfi með íslensku vegakorti og nýrri bensínvél. Þá er ný gerð af Prius væntanleg, nokkuð stærri og rúmbetri en sá Prius sem við þekkjum best, enda ber hann heitið Prius +. Báðar gerðirnar verða í sölu, sá hefðbundni er fimm manna en Prius + er sjö manna bíll, ekta fjölskyldubíll. „Bílamarkaðurinn hefur verið á uppleið hér á landi og sömu þróun er spáð á þessu ári,“ segir Páll. „Við finnum að það er að losna um allt. Það er eins með bílana og fasteignirnar. Það koma 4.000 manns nýir inn á hverju ári og aðrir hafa þörf fyrir að endurnýja.“ Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Við byrjum árið á stórri sýningu eins og endranær. Þar leggjum við aðaláherslu á breyttan Avensis sem er að koma og svo Yarisinn og Land Cruiserinn,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Nýtt ár boðar ný tækifæri í hans huga. Hann segir 2011 hafa verið ár viðsnúnings þar sem stöðug aukning hafi verið í sölu. Land Cruiser 150 hafi selst jafnt og þétt og farið í 213 eintökum á síðasta ári. „Fólk sem á pening sér góða fjárfestingu í þeim bíl enda reynist hann mjög vel,“ segir hann. Það var þó Yarisinn sem toppaði Toyotasöluna á Íslandi á síðasta ári með 214 eintökum eða einu fram yfir Land Cruiserinn. „Nýi Yarisinn kom til okkar í nóvember. Þá gerðist það að smærri bílar fóru að seljast í einhverju magni til einstaklinga. Það var eins og hefði verið tekinn tappi úr flösku og hátt í hundrað bílar hafa selst á tveimur mánuðum,“ upplýsir Páll. Páll segir nýja Yarisinn óvenju vel búinn af smærri bíl að vera og lýsir því nánar. „Það er nýtt kerfi í honum sem heitir Touch & Go. Aksturstölva, bakkmyndavél og þráðlaus búnaður fyrir síma er staðalbúnaður í þessu kerfi en leiðsögukerfi með íslenskum kortum er valbúnaður. Þannig að þetta er dálítið mikil græja,“ segir Páll og bendir á að höfuðborgarsvæðið sé orðið svo stórt að fólki veiti ekkert af leiðsögukerfi til að komast um það vafningalaust. Toyota Touch & GO veiti sannarlega þann möguleika. „Toyota kynnir þetta leiðsögukerfi fyrst í Yarisnum svo er það að detta inn í fleiri nýja bíla,“ segir hann. Margt fleira er að gerast hjá Toyota á árinu, að sögn Páls sem drepur á nokkur atriði. „Það er að koma endurbættur 200 Cruiser stóri Cruiserinn, með auknum búnaði, leiðsögukerfi með íslensku vegakorti og nýrri bensínvél. Þá er ný gerð af Prius væntanleg, nokkuð stærri og rúmbetri en sá Prius sem við þekkjum best, enda ber hann heitið Prius +. Báðar gerðirnar verða í sölu, sá hefðbundni er fimm manna en Prius + er sjö manna bíll, ekta fjölskyldubíll. „Bílamarkaðurinn hefur verið á uppleið hér á landi og sömu þróun er spáð á þessu ári,“ segir Páll. „Við finnum að það er að losna um allt. Það er eins með bílana og fasteignirnar. Það koma 4.000 manns nýir inn á hverju ári og aðrir hafa þörf fyrir að endurnýja.“
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira