Lífið

Ricky Gervais svarar fyrir sig

Ricky Gervais hyggst ekki draga neitt undan á Golden Globe-verðlaunahátíðinni þrátt fyrir að hafa verið harðlega gagnrýndur í fyrra.
NordicPhotos/getty
Ricky Gervais hyggst ekki draga neitt undan á Golden Globe-verðlaunahátíðinni þrátt fyrir að hafa verið harðlega gagnrýndur í fyrra. NordicPhotos/getty
Golden Globe-verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöldið, hinn 15. janúar. Ricky Gervais mun endurtaka leikinn frá því í fyrra sem kynnir en frammistaða hans þá vakti óskipta athygli. Gervais gekk ansi langt í gríni á kostnað stórstjarna og hlaut bágt fyrir hjá sumum. Aðrir veltust hreinlega um af hlátri.

Gervais skrifar hálfgerða varnarræðu í tímarit Entertainment Weekly. Breski grínistinn, þekktastur fyrir sjónvarpsþættina sína Office og Extras, segir að þeir sem hafi móðgast verði að líta í eigin barm. „Þeir ættu að velta því fyrir sér í stutta stund af hverju brandararnir komu svona illa við kaunin á þeim. Fólk móðgast sjálfviljugt, það er þitt val.

Og þótt þú móðgist þýðir það ekki endanlega að þú hafir rétt fyrir þér,“ skrifar Gervais.

Bretinn viðurkennir hins vegar að hann elski tabú og að koma áhorfendum í opna skjöldu.

Tveir brandarar þóttu sérstaklega kaldhæðnir hjá Gervais í fyrra en þeir fjölluðu annars vegar um hjónaband Hughs Hefner og Crystal Harris og hins vegar um leikaralið Sex and the City.

Gervais var í kjölfar þeirra sakaður um að vera með fordóma gagnvart heldra fólki en segir sjálfur að brandarinn um klámkónginn hafi átt að fá fólk til að velta vöngum yfir því að kannski væri sambandið byggt á einhverju öðru en ást. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.