Hirða rusl, moka og skafa Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. janúar 2012 06:00 Sjónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana. Nokkrir dagar eru liðnir frá gamlárskvöldi og sá sem hafði gaman af að skjóta upp flugeldunum telur það greinilega eiga að vera verk einhverra annarra að hirða upp eftir sig ruslið. Þó mætti ætla að sá sem hafði efni á jafnmörgum og stórum skottertum ætti líka einhverja aura fyrir eldsneyti til að keyra þær sjálfur í Sorpu. Örn Sigurðsson, skrifstofu- og sviðsstjóri á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við blaðið að starfsmenn borgarinnar væru uppteknir við snjómokstur og hefðu ekki við að tína upp rusl eftir gamlárskvöldið nema í kringum brennur og önnur vinsæl skotsvæði. Helzt ætti fólk að tína sjálft upp ruslið. „Það bara stendur upp frá þessu á götuhornum og gangstéttum og labbar í burtu," segir Örn. „Auðvitað á fólk ekki að skilja eftir sig sorp eða úrgang á víðavangi." Örn bendir á að starfsfólk borgarinnar hafi einnig beðið fólk um að moka frá sorptunnum í fannferginu að undanförnu til að auðvelda sorphirðufólki vinnu sína. Það hafi gengið „afskaplega illa". Auðvitað er það rétt hjá Erni að allir sem á annað borð eru fullhraustir eiga að tína upp eftir sig ruslið eftir gamlárskvöldið og moka frá sorptunnunum sínum. Letin og hirðuleysið kemur niður á náunganum; annars vegar þeim sem langar til að njóta fallegs og snyrtilegs umhverfis og hins vegar þeim sem vinna það erfiða starf að hirða frá okkur heimilissorpið. Þetta eru því miður ekki einu dæmin um slíkt á þessum árstíma. Fréttir hafa verið sagðar af því að bréf- og blaðberar hafi slasazt af því að fólk hefur ekki hreinsað snjó og hálku frá inngöngum og bréfalúgum. Og allur sá ótrúlegi fjöldi fólks við fulla heilsu sem nennir ekki að skafa almennilega af rúðum eða ljósum á bílunum sínum, þrátt fyrir afleitt skyggni og vetrarfærð, er eins og tifandi tímasprengjur í umferðinni og líklegri en aðrir til að valda slysum. Um helgina er hætta á að til verði nýr haugur af óhirtu rusli sem fýkur út um borg og bý í næsta roki þegar borgarbúar fleygja jólatrénu út í skafl og eru kannski búnir að gleyma að borgarstarfsmenn koma ekki lengur að sækja það vegna niðurskurðar. Við megum ekki gleyma að við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar, að það sé snyrtilegt og öruggt. Árstíminn og veðráttan gera meiri kröfur til okkar en venjulega. Við getum hvorki treyst á starfsmenn sveitarfélaganna né hirðusama nágranna að vinna verkin fyrir okkur. Allir eiga að hirða eftir sig ruslið og koma því sjálfir í gám ef þarf, moka frá heimilinu og skafa af bílnum. Það er sjálfsögð tillitssemi við samborgarana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sjónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana. Nokkrir dagar eru liðnir frá gamlárskvöldi og sá sem hafði gaman af að skjóta upp flugeldunum telur það greinilega eiga að vera verk einhverra annarra að hirða upp eftir sig ruslið. Þó mætti ætla að sá sem hafði efni á jafnmörgum og stórum skottertum ætti líka einhverja aura fyrir eldsneyti til að keyra þær sjálfur í Sorpu. Örn Sigurðsson, skrifstofu- og sviðsstjóri á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við blaðið að starfsmenn borgarinnar væru uppteknir við snjómokstur og hefðu ekki við að tína upp rusl eftir gamlárskvöldið nema í kringum brennur og önnur vinsæl skotsvæði. Helzt ætti fólk að tína sjálft upp ruslið. „Það bara stendur upp frá þessu á götuhornum og gangstéttum og labbar í burtu," segir Örn. „Auðvitað á fólk ekki að skilja eftir sig sorp eða úrgang á víðavangi." Örn bendir á að starfsfólk borgarinnar hafi einnig beðið fólk um að moka frá sorptunnum í fannferginu að undanförnu til að auðvelda sorphirðufólki vinnu sína. Það hafi gengið „afskaplega illa". Auðvitað er það rétt hjá Erni að allir sem á annað borð eru fullhraustir eiga að tína upp eftir sig ruslið eftir gamlárskvöldið og moka frá sorptunnunum sínum. Letin og hirðuleysið kemur niður á náunganum; annars vegar þeim sem langar til að njóta fallegs og snyrtilegs umhverfis og hins vegar þeim sem vinna það erfiða starf að hirða frá okkur heimilissorpið. Þetta eru því miður ekki einu dæmin um slíkt á þessum árstíma. Fréttir hafa verið sagðar af því að bréf- og blaðberar hafi slasazt af því að fólk hefur ekki hreinsað snjó og hálku frá inngöngum og bréfalúgum. Og allur sá ótrúlegi fjöldi fólks við fulla heilsu sem nennir ekki að skafa almennilega af rúðum eða ljósum á bílunum sínum, þrátt fyrir afleitt skyggni og vetrarfærð, er eins og tifandi tímasprengjur í umferðinni og líklegri en aðrir til að valda slysum. Um helgina er hætta á að til verði nýr haugur af óhirtu rusli sem fýkur út um borg og bý í næsta roki þegar borgarbúar fleygja jólatrénu út í skafl og eru kannski búnir að gleyma að borgarstarfsmenn koma ekki lengur að sækja það vegna niðurskurðar. Við megum ekki gleyma að við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar, að það sé snyrtilegt og öruggt. Árstíminn og veðráttan gera meiri kröfur til okkar en venjulega. Við getum hvorki treyst á starfsmenn sveitarfélaganna né hirðusama nágranna að vinna verkin fyrir okkur. Allir eiga að hirða eftir sig ruslið og koma því sjálfir í gám ef þarf, moka frá heimilinu og skafa af bílnum. Það er sjálfsögð tillitssemi við samborgarana.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun