Betri skóli og minni sóun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. janúar 2012 06:00 Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands til að fækka fólki sem skráir sig þar í krefjandi akademískt nám án þess að ráða við það eða hafa á því raunverulegan áhuga. Hagfræðideildin reið á vaðið og lagadeildin hefur einnig greint frá áhuga sínum á því að taka upp inntökupróf. Fréttablaðið hafði í gær eftir Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við HÍ, að í skoðun væri að taka upp stöðupróf við fleiri deildir til að draga úr brottfalli. Í frétt blaðsins í gær koma fram sláandi tölur um að aðeins um tveir þriðjuhlutar stúdenta í HÍ séu í fullu námi. Nokkurra ára gömul rannsókn sýnir að þeir sem hverfa frá námi á fyrsta ári séu um 35% af þeim sem skrá sig til náms. Ríflega helmingur þessara nema sótti aldrei nokkurn tíma við HÍ. Hinir gáfust upp fyrir próf eða féllu. „Háskóli Íslands er opinn skóli svo ekkert er því til fyrirstöðu að skrá sig til náms að uppfylltum lágmarkskröfum og sjá svo bara til hvernig það gengur eða án alvöru ásetnings um nám. Þetta er vandi sem nauðsynlegt er að bregðast við," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta ástand í Háskóla Íslands er í fyrsta lagi skelfileg sóun á fé skattgreiðenda. Það kostar að sjálfsögðu sitt að kenna fólki sem er illa undir háskólanám búið, jafnvel þótt það falli á fyrsta árinu. Það kostar líka peninga að gera ráðstafanir til að hafa húsnæði og aðstöðu til reiðu fyrir fólk sem lætur kannski sjá sig í tímum og kannski ekki. Þetta gríðarlega brottfall gerir allt skipulag kennslu erfitt, eins og Jón Atli bendir á. Í öðru lagi vinnur þetta ástand klárlega gegn því markmiði Háskóla Íslands að komast í fremstu röð háskóla á heimsvísu. Í samanburði á beztu háskólum heims er meðal annars horft til þess hversu hátt hlutfall umsækjenda þeir taka inn. Þeir koma bezt út sem taka hlutfallslega fáa inn og það segir okkur að sá sem tekur alla inn kemur illa út. Jafnframt er tekið með í reikninginn hversu hátt hlutfall þeirra sem fá skólavist útskrifast. Einnig þar hlýtur HÍ að koma illa út ef ekkert breytist. Það er þess vegna skiljanlegt og skynsamlegt að Háskóli Íslands taki upp inntöku- eða stöðupróf til að tryggja að einkum þeir sem líklegir eru til að ráða við námið séu teknir inn í skólann. Sömuleiðis þarf að halda áfram að bæta móttöku nýnema, fylgja fólki betur eftir og styðja við þá sem lenda í erfiðleikum. Þannig má bæta gæði kennslunnar og spara peninga. Sömuleiðis má velta fyrir sér hvort skráningar- eða skólagjöldin í HÍ hafi ekki verið of lág. Ef mörg hundruð manns setja það ekki fyrir sig að borga skráningargjöldin, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki nægan áhuga á náminu til að mæta í tíma, virðist að ósekju mega hækka þau talsvert. Það myndi bæði skapa skólanum meiri tekjur og grisja frá þá sem ekki hafa alvöru ásetning um að ljúka námi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands til að fækka fólki sem skráir sig þar í krefjandi akademískt nám án þess að ráða við það eða hafa á því raunverulegan áhuga. Hagfræðideildin reið á vaðið og lagadeildin hefur einnig greint frá áhuga sínum á því að taka upp inntökupróf. Fréttablaðið hafði í gær eftir Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við HÍ, að í skoðun væri að taka upp stöðupróf við fleiri deildir til að draga úr brottfalli. Í frétt blaðsins í gær koma fram sláandi tölur um að aðeins um tveir þriðjuhlutar stúdenta í HÍ séu í fullu námi. Nokkurra ára gömul rannsókn sýnir að þeir sem hverfa frá námi á fyrsta ári séu um 35% af þeim sem skrá sig til náms. Ríflega helmingur þessara nema sótti aldrei nokkurn tíma við HÍ. Hinir gáfust upp fyrir próf eða féllu. „Háskóli Íslands er opinn skóli svo ekkert er því til fyrirstöðu að skrá sig til náms að uppfylltum lágmarkskröfum og sjá svo bara til hvernig það gengur eða án alvöru ásetnings um nám. Þetta er vandi sem nauðsynlegt er að bregðast við," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta ástand í Háskóla Íslands er í fyrsta lagi skelfileg sóun á fé skattgreiðenda. Það kostar að sjálfsögðu sitt að kenna fólki sem er illa undir háskólanám búið, jafnvel þótt það falli á fyrsta árinu. Það kostar líka peninga að gera ráðstafanir til að hafa húsnæði og aðstöðu til reiðu fyrir fólk sem lætur kannski sjá sig í tímum og kannski ekki. Þetta gríðarlega brottfall gerir allt skipulag kennslu erfitt, eins og Jón Atli bendir á. Í öðru lagi vinnur þetta ástand klárlega gegn því markmiði Háskóla Íslands að komast í fremstu röð háskóla á heimsvísu. Í samanburði á beztu háskólum heims er meðal annars horft til þess hversu hátt hlutfall umsækjenda þeir taka inn. Þeir koma bezt út sem taka hlutfallslega fáa inn og það segir okkur að sá sem tekur alla inn kemur illa út. Jafnframt er tekið með í reikninginn hversu hátt hlutfall þeirra sem fá skólavist útskrifast. Einnig þar hlýtur HÍ að koma illa út ef ekkert breytist. Það er þess vegna skiljanlegt og skynsamlegt að Háskóli Íslands taki upp inntöku- eða stöðupróf til að tryggja að einkum þeir sem líklegir eru til að ráða við námið séu teknir inn í skólann. Sömuleiðis þarf að halda áfram að bæta móttöku nýnema, fylgja fólki betur eftir og styðja við þá sem lenda í erfiðleikum. Þannig má bæta gæði kennslunnar og spara peninga. Sömuleiðis má velta fyrir sér hvort skráningar- eða skólagjöldin í HÍ hafi ekki verið of lág. Ef mörg hundruð manns setja það ekki fyrir sig að borga skráningargjöldin, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki nægan áhuga á náminu til að mæta í tíma, virðist að ósekju mega hækka þau talsvert. Það myndi bæði skapa skólanum meiri tekjur og grisja frá þá sem ekki hafa alvöru ásetning um að ljúka námi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun