Megi rokkið lifa þó ég deyi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. janúar 2012 14:45 Undanfarin þrjú ár hef ég verið heimagangur hjá fjölskyldu einni í bænum Baza hér í Andalúsíu þar sem ég hef verið að hjálpa unglingunum á bænum að nema ensku. Mér er minnisstætt þegar ég hóf þessa heimavitjun hversu fjörugur fjölskyldufaðirinn var. Hann er gamall rokkari og leiftraði allur þegar ég gerði grein fyrir aðdáun minni á Led Zeppelin og Deep Purple. Mér er einnig minnisstætt þegar þessi fimmtugi fjölskyldufaðir yngdist um þrjátíu ár þegar hann var að búa sig undir að fara á tónleika með AC/DC í Sevilla. Síðan kom verri tíð og sá ég bóndann ekki um allnokkurt skeið. Mér er minnisstætt að unglingarnir höfðu orð á því að þeir hefðu hætt hestamennsku, fótboltaiðkun og tónlistarnámi. „Það er enginn peningur til slíks eftir að pabbi veiktist," sögðu þeir. Spánverjar eru býsna blátt áfram og er mér minnisstætt þegar húsmóðirin sagði mér að bóndi sinn væri dauðans matur nema hann fengi nýja lifur. Dag einn sá ég honum bregða fyrir og var hann eins og gamalmenni. Þá kom tími vonleysis og virtist lífið ætla að fá að fjara úr rokkaranum en að sama skapi fjaraði lífsneistinn úr fjölskyldunni. „Er eitthvað að frétta?" spurði ég venjulega er ég kom þangað. „Ekkert," var svarað um langa tíð og þetta ekkert var býsna þungt og þjáningarfullt. Síðan ber svo við að banaslys verður í Sevilla og Sevillabúinn sem þar fór yfir móðuna miklu hafði skrifað upp á pappír þar sem hann veitti leyfi til að nota líkama sinn til lækninga að sér látnum. Var þá þegar hringt í rokkarann og hann drifinn í lifrarígræðslu. Í síðasta mánuði var ég á þessu heimili. Það var engu líkara en heimilismenn allir hefðu verið heimtir úr helju. Lífsneistinn skein úr augum hvers manns. Meðan rokkarinn tók lúftgítar við Smoke on the Water tók ég ákvörðun sem gæti orðið býsna mikilvæg: Það er reyndar ekki útséð með að sálin mín skili þessum blessaða kroppi af sér eins og nýslegnum túskildingi. Til dæmis held ég að lifrin mín sé ekkert fyrsta flokks eftir allt spænska rauðvínið og íslenska brennivínið. Samt sem áður ætla ég að skrifa upp á pappír eins og Sevillabúinn atarna þannig að rokkið megi lengi lifa þó svo að ég hverfi frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Undanfarin þrjú ár hef ég verið heimagangur hjá fjölskyldu einni í bænum Baza hér í Andalúsíu þar sem ég hef verið að hjálpa unglingunum á bænum að nema ensku. Mér er minnisstætt þegar ég hóf þessa heimavitjun hversu fjörugur fjölskyldufaðirinn var. Hann er gamall rokkari og leiftraði allur þegar ég gerði grein fyrir aðdáun minni á Led Zeppelin og Deep Purple. Mér er einnig minnisstætt þegar þessi fimmtugi fjölskyldufaðir yngdist um þrjátíu ár þegar hann var að búa sig undir að fara á tónleika með AC/DC í Sevilla. Síðan kom verri tíð og sá ég bóndann ekki um allnokkurt skeið. Mér er minnisstætt að unglingarnir höfðu orð á því að þeir hefðu hætt hestamennsku, fótboltaiðkun og tónlistarnámi. „Það er enginn peningur til slíks eftir að pabbi veiktist," sögðu þeir. Spánverjar eru býsna blátt áfram og er mér minnisstætt þegar húsmóðirin sagði mér að bóndi sinn væri dauðans matur nema hann fengi nýja lifur. Dag einn sá ég honum bregða fyrir og var hann eins og gamalmenni. Þá kom tími vonleysis og virtist lífið ætla að fá að fjara úr rokkaranum en að sama skapi fjaraði lífsneistinn úr fjölskyldunni. „Er eitthvað að frétta?" spurði ég venjulega er ég kom þangað. „Ekkert," var svarað um langa tíð og þetta ekkert var býsna þungt og þjáningarfullt. Síðan ber svo við að banaslys verður í Sevilla og Sevillabúinn sem þar fór yfir móðuna miklu hafði skrifað upp á pappír þar sem hann veitti leyfi til að nota líkama sinn til lækninga að sér látnum. Var þá þegar hringt í rokkarann og hann drifinn í lifrarígræðslu. Í síðasta mánuði var ég á þessu heimili. Það var engu líkara en heimilismenn allir hefðu verið heimtir úr helju. Lífsneistinn skein úr augum hvers manns. Meðan rokkarinn tók lúftgítar við Smoke on the Water tók ég ákvörðun sem gæti orðið býsna mikilvæg: Það er reyndar ekki útséð með að sálin mín skili þessum blessaða kroppi af sér eins og nýslegnum túskildingi. Til dæmis held ég að lifrin mín sé ekkert fyrsta flokks eftir allt spænska rauðvínið og íslenska brennivínið. Samt sem áður ætla ég að skrifa upp á pappír eins og Sevillabúinn atarna þannig að rokkið megi lengi lifa þó svo að ég hverfi frá.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun