Flautukarfa Smith tryggði Knicks sigur | Fjörutíu stig Kobe dugðu ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2012 09:25 Nordicphotos/getty J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira