Körfubolti

Rekinn út eftir stórfurðulegt rifrildi við dómara - myndband

Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland.
Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland.
Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland. Johnson reifst þar eins og smábarn við David Jones einn þriggja dómara leiksins. Og Johnson var vísað út úr húsi fyrir þá hegðun.

Johnson tók frákast undir körfunni eftir fyrra vítaskot hjá leikmanni Portland, Jones dómari, tók einnig um boltann, og þeir rifust hreinlega um „frákastið". Jones hafði enga þolinmæði í slíkt og vísaði Johnson út úr húsi. Leikmaðurinn var allt annað en ánægður og kastaði m.a. munngómi sem notaður er til að vernda tennurnar í átt að Jones.

Það má gera ráð fyrir að Johnson þurfi að greiða í það minnsta 3 milljónir kr. í sekt vegna atviksins. David Stern framkvæmdastjóri NBA á örugglega eftir að hækka sektina þar sem að leikmaðurinn reyndi að kasta hlutnum í dómarann.

„Þetta var barnaleg hegðun hjá okkur báðum. Við vorum báðir að rífast um boltann, og við gáfum okkur ekkert, og hegðun mín í kjölfarið var einnig barnaleg," sagði Johnson eftir leikinn sem Toronto tapaði en þetta er í fyrsta sinn á átta ára ferli hans í NBA sem hann missir stjórn á skapi sínu.

Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×