Körfubolti

NBA í nótt: Carmelo með 45 stig - Lakers tapaði enn og aftur

Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt.
Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. AP
Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði á útivelli 100-94 gegn Cleveland þar sem að Kobe Bryant skoraði 42 stig, og Dwight Howard skoraði 19 og tók 20 fráköst fyrir Lakers.

New York var um tíma 17 stigum undir gegn Brooklyn en Jason Kidd skoraði síðustu körfu leiksins 24 sekúndum fyrir leikslok. Kidd skoraði 18 stig gegn sínu gamla liði

Andray Blatche skoraði 23 stig fyrir Brooklyn en Brook Lopez lék ekki með Brooklyn vegna meiðsla líkt og í síðustu sex leikjum liðsins. Deron Williams skoraði 18 stig fyrir Brooklyn og gaf 10 stoðsendingar. Reggie Evans tók 18 fráköst fyrir Brooklyn sem hefur tapað fimm leikjum í röð.

Cleveland – LA Lakers 100-94

Kyrie Irving skoraði 28 stig fyrir heimamenn en hann hafði misst af 11 síðustu leikjum vegna fingurbrots. Irving gaf að auki 11 stoðsendingar og þar með lauk fimm leikja taphrinu liðsins.

Kobe Bryant skoraði 42 stig fyrir Lakers og Dwight Howard var með 19 stig og 20 fráköst. Lakers hefur tapað átta af síðustu 11 leikjum sínum.

C.J. Miles skoraði 28 stig fyrir Cleveland. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla í hné en hann hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins.

Chicago – LA Clippers 89-94

Blake Griffin skoraði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Clippers. Þetta var sjöundi sigurleikur Clippers í röð og er þetta lengsta sigurganga liðsins í tvo áratugi. Chris Paul skoraði 18 stig fyrir Clippers og gaf 4 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Chicago

Detroit – Denver 94-101

New Orleans – Washington 70-77

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×