Á hólminn er komið Magnús Halldórsson skrifar 14. desember 2012 13:00 Skandinavía var mikilvæg í seinni heimstyrjöldinni, einkum vegna legu að Eystrasalti, segir í The Gathering Storm (TGS), bók um Winston Churchill og tímann í upphafi seinni heimstyrjaldar. Bókin er byggð á minnisblöðum og frumheimildum, einkum frá breska hernum og Churchill sjálfum. Hún er fyrir vikið einstök heimild um gang mála í Evrópu á óvissutímum stríðs og pólitískra átaka. Norðmenn og Svíar voru mikilvægir bandamenn nasista. Framleiddu járn og málmgrýti fyrir vopnaframleiðslu, og voru eins konar birgðastöð fyrir skipaflutninga um Eystrasalt á stríðstímum.Staðan Árið 1939 lá Churchill yfir stöðunni. Hann hafði eina náðargáfu, var sagt; hafði algjörlega blákalda nálgun að mikilvægum ákvörðunum. Tók þær eins og að drekka vatn (vískí eða sterkara í hans tilfelli), og fylgdi þeim eftir af miklum þunga, meðan aðrir skulfu á beinunum oft á tíðum, eða áttu erfitt með að meta hvað væri rétt eða rangt. Churchill gerði kröfu um að fá ítarleg minnisblöð frá hernum, helst daglega, í upphafi seinna stríðs. Seinna líf hans í breskum stjórnmálum var ekki síst byggt á því að hann sá ris nasismans fyrir og skynjaði ógnina af honum á undan öðrum í breskum stjórnmálum. Hinn 29. september 1939, tæpum mánuði eftir innrás nasista í pólsku hafnarborgina Gdansk við Eystrasalt, þar sem m.a. starfsmenn pólska póstsins börðust eins og hetjur við margfalt fleiri þýska hermenn í einn sólarhring, var það helst Skandinavía sem var miðdepill í plönum hjá Churchill. Það var ekki tilviljun að ráðist var til atlögu í Gdansk og hún hertekin, hugsaði Churchill. Hún var mikilvægasta hafnarborgin við Eystrasalt og leið inn í efnahagsæð Póllands og Austur-Evrópu. Allt undir Allt var undir þegar kortin af Skandinavíu voru skoðuð, og staðan við Eystrasalt metin. Ekki síst veðrið. "At the end of November the Gulf of Bothnia normally freezes so that Swedish iron ore can be sent to Germany only through Oxelosund, in the Baltic, or from Narvik, at the north of Norway. Oxelsund can export only about one-fifth of the weight of ore Germany requires from Sweden. (minnisblað First Lord breska hersins til Churchill, 1939, s; 480 í TGS)." Churchill leit á þetta „viðskiptasamband" Norðmanna og Svía við nasista sem ógn við heimsfriðinn, hvorki meira né minna. Það varð að stöðva eða í það minnsta vinna gegn því. Hann horfði einkum til diplómatískra lausna í þeim efnum, þar sem hann vissi að Norðmenn og Svíar höfðu ekki valkosti þegar kom að þjónustu við nasista. „Our relations with Sweden require careful consideration. Germany acts upon Sweden by threats. Our sea-power gives us also powerful weapons, which, if need be, we must use to ration Sweden. (sama minnisblað og fyrr, s; 481 TGS)." Styrktu stöðu sína Nasistar styrktu stöðu sína hratt í upphafi stríðsins við Eystrasalt og náðu því sem að var stefnt; að stórefla vopnaframleiðslu á fyrstu stigum stríðsins og leggja grunn að tæknivæddum öflugum her. Stórtækar djarfar hernaðaraðgerðir í Noregi og Svíþjóð hefðu hugsanlega getað dregið mátt úr nasistum og komið í veg fyrir mikil ósköp sem síðar urðu í Seinni heimstyrjöldinni. Churchill hafði í það minnsta miklar áhyggjur og fékk leiðbeiningar um það frá hershöfðingjum sínum, að aðgerða væri þörf. Þær urðu hins vegar aldrei jafn afgerandi og þörf var á. Pólitískar ákvarðanir á stríðstímum hljóta oft að snúast um að velja á milli ills og ills. Það er hvernig megi valda sem minnstum skaða fyrir almenna borgara og um leið ná hernaðarlegu markmiði. Útgangspunkturinn er þó oftar en ekki mikill sársauki fyrir einhvern sem ekki á það skilið. Það er ekki fyrir alla að taka slíkar ákvarðanir. Evrópusambandið hlaut fyrir viku friðvarverðlaun Nóbels og rökin fyrir því voru ekki síst þau, að friður hefur haldist í Evrópu frá hörmungum Seinni heimstyrjaldar (stundum þarf maður að minna sig á að innan við mannsævi er frá því mannfjandsamleg eyðileggingaröfl nasismans rústuðu næstum alveg álfunni). Alveg eins og þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fékk friðarverðlaunin 2009, þá er verðlaunahafinn nú umdeildur. Á Evrópusambandið þetta skilið? Líklega er það sanngjörn spurning og erfitt að svara því ákveðið já eða nei. Hins vegar verður líka að horfa til þess, eins og Churchill gerði öðrum fremur í aðdraganda Seinni heimstyrjaldar, að það eru blikur á lofti í álfunni. Efnahagslegt og félagslegt Að því leytinu til er mikill þungi í þeim skilaboðum sem Evrópusambandið fær þegar friðarverðlaun Nóbels falla í skaut þess nú á tímum. Ég er ekki viss um að ósvikinn fögnuður séu endilega bestu viðbrögðin við þeim. Því Evrópa glímir við mikinn vanda. Smám saman eru hin efnahagslegu og félagslegu sár að verða sýnilegri sem urðu til í miklum efnahagsþrengingum á árunum 2007 og 2008, þegar fjármálakerfi Evrópu, og raunar heimsins alls, riðaði til falls. Nokkuð ítarlegar heimildir liggja nú fyrir hversu litlu munaði að fjármálakerfi heimsins stöðvaðist. Þar má nefna bækur Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, On The Brink, og bók Alistair Darling, Back from The Brink. Í þeim er staðfest að litlu sem engu munaði að efnahagskreppan hefði orðið miklu dýpri og alvarlegri en raunin varð. Þessi saga er líka frábærlega rakin í bók blaðamanns New York Times og umsjónarmanns Dealbook hluta vefsíðu þess, Andrew Ross Sorkin, sem heitir Too Big to Fail. Fróðleg sjónvarpsmynd sem gerð var eftir þessari mynd af sýnd á Stöð 2 ekki alls fyrir löngu. Svo nefnt sé eitthvað dæmi úr þessum bókum til marks um alvarleikann sem var uppi á haustmánuðum 2008 - þegar Ísland beitti neyðarréttinum í efnahagserfiðleikunum fyrst þjóða - þá er álitið að nokkrum klukkustundum hafi munað að allsherjarhrun hefði orðið hjá bandarískum fjármálastofnunum, með þeim áhrifum að atvinnuleysi hefði orðið um 30 prósent í Bandaríkjunum á innan við mánuði. Staðan var svipuð í Bretlandi og víða í Evrópu sömuleiðis. Björgunin fólst alls staðar í því sama; kaupa tíma með peningum frá seðlabönkum, með því að ganga inn viðskipti á millibankamarkaði, halda fjárflæði gangandi. Mannlegar ákvarðanir Þau mein sem efnahagshrunið 2007 og 2008 skildu eftir sig í Evrópu hafa ekki verið löguð, nema þá með smáskammtalækningum sem að mestu felast í fjáraustri Seðlabanka Evrópu, sem er líklega valdameiri stofnun í dag heldur en allar ríkisstjórnir Evrópu til samans. Eða þannig er stöðu mála lýst í mörgum fagtímaritum um efnahags- og stjórnmál. Þó skal því til haga haldið að Evrópusambandið, sem er með hjartað í sínu gangverki í Brussell, er samofinn Seðlabanka Evrópu að því leyti að það markar honum starfsumhverfi með lögum og reglum. Að því leytinu til ræður ESB för. Þegar á hólminn er komið er þetta þó spurning um mannlegar ákvarðanir undir tímapressu, oft á tíðum. Það er til að mynda þrykkt í minni Íslendinga þegar Lárus Welding, forstjóri Glitnis, starði niður í borðið í Seðlabankanum, í þann mund sem Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, var að gera sig reiðbúinn til þess að tilkynna um yfirtöku ríkisins á 75 prósent hlut í Glitni, rétt áður en bankakerfið hrundi. Þá hjó seðlabankinn á hnútinn. Evran er komin til að vera Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segist ætla að verja evruna, hvað sem það kostar. Í því felast þau skilaboð að evran er komin til að vera, og að stjórnmálamenn Evrópulanda verði að koma sér saman um það hvernig sú staða á að geta gengið upp. Hann ræður þessu ekki einn, og þess vegna gefur hann boltann til stjórnmálamanna. Þar er hann núna og það er ekki hægt að segja að þeir hafi setið auðum höndum, þrátt fyrir vandamál. Líklega ber hæst aukið samstarf Evrópuríkja þegar kemur að ríkisfjármálum og á fleiri sviðum. Stærstu tíðindin í Evrópu frá hruninu hafa kannski verið aukin áhersla á samstarf, þrátt fyrir deilur. Þó margir fundir leiðtoga Evrópuríkja hafi farið út um þúfur, eða verið árangurslitlir, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, þá hafa menn ekki gefist upp. Sameiginlegt regluverk og eftirlit með fjármálamörkuðum er annað dæmi um ásetning til meira samstarfs, og styrkingu innri markaðarins fremur en hitt. Það er ekki víst að allir átti sig á því hversu stór skref það eru í átt að sameinaðri Evrópu að ríkin hafi samstarf um ríkisfjármál einstakra ríkja, og um leið móti sameiginlegt regluverk, eftirlit og innstæðutryggingakerfi fyrir álfuna. Hvernig sem á það er litið eru þetta stór skref í átt til frekara samstarfs. Rétt eða rangt? En það eru pólitísk átök um hvort þau eru skynsamleg og rétt, á þessum tímapunkti. Slæmar hagtölur í Suður-Evrópu segja sína sögu, atvinnuleysi er hátt, að meðaltalið nálægt 20 prósentum samkvæmt tölum Eurostat. Verst er staðan á Spáni 26,2 prósent, og Grikklandi, um 26 prósent. Sé horft yfir álfuna alla er meðaltalsatvinnuleysi tæplega 11 prósent, og hagvöxtur ekki fyrir hendi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur af þessu miklar áhyggjur, eins og nær allir aðrir. Við þær aðstæður sem eru núna í Evrópu er hagvöxtur nauðsyn, annars hækka atvinnuleysistölurnar jafnt og þétt, með tilheyrandi vaxandi félagslegum erfiðleikum. Á þessu hefur Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hamrað í viðtölum við fjölmiðla og í ræðum á opinberum vettvangi. Félagslegir erfiðleikar eru gríðarlega dýrir, og litlir sjóðir fyrir hendi til þess að bjarga þeim sem eru hjálparþurfi. Efnahagsvandamál eru nefnilega bara tölur á blaði þar til félagslegu vandamálin verða sýnileg. Þá er efnahagsvandinn farinn að síga ofan í samfélagið. Hrikaleg staða Ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er í Suður-Evrópu, nema af því sem maður sér í sjónvarpinu og les um. Pistlar Kristins R. Ólafssonar á RÚV um stöðu mála á Spáni hafa verið einkar upplýsandi m.a., þar hefur hann reglulega lýst stöðu mála af nákvæmni undanfarið ár og sleppt gamanseminni sem oft einkennir skemmtilega pistla hans. Enda fátt að gleðjast yfir. Hagtölurnar segja að staðan í Suður-Evrópu sé hrikaleg. Fyrir mér er nánast óhugsandi staða að fjórði hver maður sé atvinnulaus og milli 30 og 50 prósent fólks á mínum aldri, frá 18 til 40 ára, hafi ekki vinnu. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að átta sig á því að þessi staða má ekki vara lengi, áður en illa fer. Það voru óhuggulegar fréttirnar af aðdraganda þess að spænsk stjórnvöld settu lög um það á dögunum, að ekki mætti henda fólki á götuna úr húsunum sínum fyrirvaralítið, þó það skuldaði bankanum meira en það réði við. Það sem vakti stjórnmálamenn til umhugsunar voru sjálfsvíg. Fólk henti sér niður af svölum og dó. Tilfellin voru nokkuð mörg, áður en gripið var til aðgerða.Sitt sýnist hverjum Samtals búa tæplega 130 milljónir manna í Suður-Evrópu þjóðunum Ítalíu (60,6 m.), Spáni (47 m.), Portúgal (10,7 m.) og Grikklandi (10,6 m.) Miklir erfiðleikar eru enn fyrir hendi í öllum þessum löndum, og ýmsar kunnuglegar raddir úr kreppum fyrri áratuga eru farnar heyrast. Aðskilnaður ákveðinna svæða frá heildinni og reiði út í stórþjóðirnar í Norður-Evrópu þar á meðal. Allt bendir þetta til þess, að erfiðleikarnir eigi eftir að aukast enn, enda sparnaðaraðgerðir ríkis og héraða rétt byrjaðar að hafa áhrif á hag fólks. Þá gerir það stöðuna ekki einfaldari, að ýmsir þekktir hagfræðingar eru fullkomlega ósammála um hvort það sé skynsamlegt að skera mikið meira niður eða ekki. Má þar nefna Nóbelsverðlaunahafann frá 2008, Paul Krugman, sem segir að Evrópusambandið sé í öllum meginatriðum að bregðast ranglega við miklum ríkisskuldum með miklum niðurskurði, þar sem miklir félagslegir erfiðleikar sem af þeim stafa muni dýpka kreppuna og þannig grafa meira undan efnahag ríkjanna til framtíðar litið. Á meðan í Norðri Norður-Evrópa er í öðrum veruleika, með Þýskaland sem hryggjarstykkið, ríkið sem áður var helst ógn álfunnar og heimsins alls. Þar er stöðugleiki mikill og völdin í höndum Angelu Merkel kanslara. Atvinnuleysi hefur haldist stöðugt um 5 prósent skv. Eurostat, en á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012 hefur það verið 5,4 prósent. Þó hagvöxtur sé lítill í álfunni þá er hann þó fyrir hendi í Norður-Evrópu, og nokkrum löndum hefur tekist að snúa vörn í örlitla sókn. Til dæmis má nefna Írland, sem Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse bankans, sagði í viðtali sem ég tók við hann ekki alls fyrir löngu, að hefði náð að styrkja stöðu sína verulega frá því að hún var sem verst eftir hrunið. Atvinnuleysi er þó enn hátt í Írlandi, eða 14,7 prósent. En áætlunin er að virka, segir Parker, og það er það sem skiptir miklu máli. Skilaboðin eru að ná í gegn til fjárfesta. Parker sagði þetta sýna að þrátt fyrir mikla erfiðleika sumra ríkja í Norður-Evrópu, þá myndu þau þá vopnum sínum í framtíðinni. Undirstöður efnahagsins eru einfaldlega sterkari en í Suður-Evrópu, auk þess sem fjármálastofnanir í þeim hluta eru sagðar hafa farið mun verr út úr hremmingunum en þær í norðri. Sérstaklega á þetta við um bankakerfið á Spáni. Þar hefur héraðssparisjóðum fækkað úr 47 í 13 á skömmum tíma, og stærstu bankar landsins hafa verið sameinaðir, auk þess sem ríkissjóður Spánar hefur lagt gríðarlegar fjárhæðir inn í bankakerfið til þess að styrkja það. Þetta hefur skilað árangri, en þó enn aðeins sem vel heppnað slökkvistarf. Hvernig bankakerfið á að virka vel til framtíðar er ennþá vandamál sem hefur ekki verið leyst. Áhættuálag á spænsk ríkisskuldabréf var 5,34 prósent við lokun markaða í gær, samkvæmt Bloomberg. Til samanburðar er áhættuálag á þýsk ríkisskuldabréf 1,35 prósent. Frakkland og Bretland glíma bæði við mikinn vanda, og erfitt að segja hvort staðan þar sé að batna eða ekki. Hagvöxtur hefur verið lítill sem enginn í Bretlandi, og tiltekt í ríkisfjármálum stendur enn yfir. Þannig hyggjast stjórnvöld í Bretlandi skera niður ríkisútgjöld um eitt prósent á næsta ári, til viðbótar við það sem þegar var komið til framkvæmda. Mikill tími fer í pólitískar deilur um Evrópusambandið, en David Cameron, forsætisráðherra, segir það ekki koma til greina fyrir Bretland að yfirgefa Evrópusambandið, þó landið sé utan myntsamstarfs með pundið. Þau orð lét hann falla í viðtali við Daily Mail um síðustu helgi. Talaði hann um að Bretland gæti orðið eins og Noregur, áhrifalaust við borðið þar sem regluverkið verður til. Ótrúleg staða í Noregi Staðan í Noregi er með miklum ólíkindum, og ekkert lát virðist á efnahagslegum uppgangi, meðal annars vegna nýlegra olíufunda út fyrir Noregsströnd. Ríkissjóður landsins er skuldlaus, og olíusjóðurinn Norski bólgnar út. Norski olíusjóðurinn er nú um 660 milljarðar dala að stærð, eða sem nemur 83 þúsund og átta hundruð milljörðum króna. Það nemur meira en 17 milljónum á hvern íbúa Noregs, en til samanburðar þá er landsframleiðsla Noregs á hvern íbúa um 53 þúsund og fjögur hundruð dalir, eða sem nemur 6,8 milljónum króna. Olíusjóðurinn einn er því 2,5 sinnum stærri en sem nemur landsframleiðslu Noregs á hvern íbúa árlega. Til samanburðar þá var landsframleiðslan hér á landi 1.620 milljarðar króna í fyrra, eða sem nemur tæplega fimmtíu og tvisvar sinnum minni en sem nemur stærð olíusjóðsins. Helsta áhyggjuefnið hjá Norðmönnum er ofhitnun hagkerfisins, og hvernig þeim á að takast að ná utan um þennan mikla uppgang sem framundan er, í tengslum við aukna vinnslu olíu og jarðgass, án þess að illa fari.Meira tengd Evrópu Önnur Norðurlönd eru að glíma við áhrifin af litlum sem engum hagvexti í Evrópu. Sérstaklega eru Danir næmir fyrir gangi mála í Evrópu, enda helsta „auðlind" Dana lega landsins og gott aðgengi að mörkuðum með hinar ýmsar vörur, m.a. landbúnaðarvörur. Atvinnuleysi í Danmörku hefur farið vaxandi að undanförnu og mælist nú 7,7 prósent. Í Svíþjóð er það 8,1 prósent, og hefur vaxið um 0,5 prósentustig á einu ári. Í Finnlandi mælist atvinnuleysið 7,7 prósent, samkvæmt tölum Eurostat. Nágrannar Norðurlandanna við Eystrasaltið, Eistland, Lettland og Litháen, hafa gengið í gegnum erfiða tíma frá því haustið 2008, en árangur í þessum löndum hefur verið sýnilegur og að mörgum talinn til marks um vel heppnaðar aðgerðir. Atvinnuleysi í Eistlandi hefur minnkað um eitt prósentustig undanfarið ár og er nú tæplega 10 prósent. Í Litháen hefur atvinnuleysi minnkað um 1,3 prósentustig á sama tíma og mælist nú 12,4 prósent. Í Lettlandi hefur atvinnuleysið minnkað um 1,2 prósentustig og mælist nú 14,2 prósent. Árangurinn er því fyrst og fremst að hafa náð því að laga slæma stöðu.Sögulegir tímar Ísland er mitt inn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið á sögulegum tímum, er óhætt að segja. Ekki aðeins vegna þess að deilt er um hvert skuli stefnt í íslenskum stjórnmálum, heldur ekki síður vegna þess að Evrópusambandið er að ganga í gegnum mikið breytingatímabil, og erfiðleika. Mikilvægi Evrópu fyrir efnahag heimsins er þó ótvírætt. Í álfunni búa um 500 milljónir manna, sem gerir um sjö prósent af heildaríbúafjölda heimsins, sem fór yfir sjö milljarða fyrr á árinu. Framlag Evrópu til heildarframleiðslu heimsins er hins vegar 26 prósent, miðað tölur á síðasta ári. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er nú staddar þannig, að af þeim 33 samningsköflum sem semja þarf um, hefur tuttugu og einn kafli verið opnaður og er viðræðum um tíu þeirra lokið (sjá nánar hér). Viðræður eru ekki hafnar um þau mál sem eru langsamlega umdeildust hér á landi, þ.e. um landbúnað og sjávarútveg, og lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðherra, meðal annars yfir vonbrigðum með þá stöðu í viðtali við Spiegel fyrir skemmstu. Stefan Fule, stækkunarstjóri ESB, sagði er hann kom hingað í heimsókn síðast, fyrr á árinu, að „spilin yrðu á borðinu" fyrir kosningarnar í apríl á næsta ári. Óljóst er enn hvernig staðan verður hvað aðildarviðræðurnar varðar, fyrir kosningarnar, og enn meiri óvissa ríkir um hvert framhaldið verður eftir kosningar. ESB hefur verið uppspretta pólitískra átaka innan flokka, ekki síst VG. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fjarlægst vilja til inngöngu í ESB, með landsfundarsamþykkt, og það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, hafa enn fremur verið á þá leið að réttast væri að hætta aðildarviðræðum strax. Samfylkingin er skýr í afstöðu sinni um að skynsamlegast sé fyrir Ísland að ganga í ESB, en raddir um að aðildarumsókn yrði eins konar skyndihjálparaðgerð fyrir íslenska hagkerfið, sem heyrðust þegar aðildarumsóknin var samþykkt í þinginu, eru þagnaðar að mestu held ég að sé óhætt að segja. Skýrasta dæmið um hversu heitt pólitískt deiluefni ESB er hér á landi eru þó líklega forsetakosningarnar fyrr á árinu, en Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerði ESB ítrekað að umtalsefni í kosningabaráttu sinni, og talaði gegn inngöngu, með góðum árangri. Kannski er hann þegar farinn að leggja grunn að því hvernig hann nálgast stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu kosningar, sem verða líklega snúnar, sé mið tekið af könnunum.Framtíðarspurning Innganga í ESB eða ekki, er framtíðarspurning fyrir Ísland. Ekki bara vegna þess hve mikil áhrif það mun hafa fyrir landið, ef þjóðin samþykkir inngöngu, heldur ekki síður vegna þess hve langt er í að Ísland geti uppfyllt skilyrði sem ríki þurfa að uppfylla. Sérstaklega er þetta augljóst þegar kemur að opinberum skuldum, sem eru þær fimmtu hæstu í Evrópu skv. Eurostat, tæplega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Samkvæmt skilyrðum um inngöngu mega þær ekki vera meira en 60 prósent. Þá þurfa öll aðildarríkin 27 að samþykkja inngöngu Íslands, og þannig geta innbyrðis deilur við einstaka þjóðir, til dæmis um Icesave-mál og Makrílveiðar, haft áhrif á gang mála. Séu önnur atriði tekin með í reikninginn, eins og afnám fjármagnshafta, þá er ljóst að mörg ár eru í að Ísland geti orðið hluti af ESB, líklega ekki minna en áratugur, eigi að fara strangt eftir þeim skilyrðum sem aðildarríki þurfa að uppfylla. Sérstaklega er það skuldastaðan sem gæti orðið erfitt að ná niður fyrir skilyrt markmið, sýnist mér, en það má þó ekki útiloka að sérstaklega verði samið um þessi mál, ekki síst í ljósi þess vanda sem hér blasir við vegna hafta. Þetta er samhangandi vandi, svo að segja.Ísland og Evrópa Hvað sem líður aðildarumsókninni sjálfri þá er samband Íslands og Evrópu mikið og náið og byggir á gömlum grunni. Fiskur er seldur héðan til Evrópu, ekki síst Suður-Evrópu, og ál sömuleiðis. Þá koma flestir ferðamenn hingað til lands frá Evrópu, auk þess sem mörg íslensk þekkingarfyrirtæki á sviði iðnaðar byggja starfsemi sína á tekjum frá Evrópu, og eru um margt háð evrópsku regluverki fremur en íslensku. Pólitískar spurningar um hvernig þessu sambandi verður háttað eru erfiðar fyrir stjórnmálamenn og almenning, en óhjákvæmilega þarf að svara þeim. Öll svör og aðgerðir í þeim efnum munu hafa áhrif. Alveg eins og þegar Churchill horfði yfir stöðuna við Eystrasalt, og mat það hvort hann ætti að ráðast á skotmörk í Noregi og Svíþjóð. Eftir á að hyggja hefði kannski verið best að ráðast af hörku á þessa friðsömu nágranna okkar þegar veðuraðstæður voru réttar, helst ekki seinna en í upphafi árs 1940. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skandinavía var mikilvæg í seinni heimstyrjöldinni, einkum vegna legu að Eystrasalti, segir í The Gathering Storm (TGS), bók um Winston Churchill og tímann í upphafi seinni heimstyrjaldar. Bókin er byggð á minnisblöðum og frumheimildum, einkum frá breska hernum og Churchill sjálfum. Hún er fyrir vikið einstök heimild um gang mála í Evrópu á óvissutímum stríðs og pólitískra átaka. Norðmenn og Svíar voru mikilvægir bandamenn nasista. Framleiddu járn og málmgrýti fyrir vopnaframleiðslu, og voru eins konar birgðastöð fyrir skipaflutninga um Eystrasalt á stríðstímum.Staðan Árið 1939 lá Churchill yfir stöðunni. Hann hafði eina náðargáfu, var sagt; hafði algjörlega blákalda nálgun að mikilvægum ákvörðunum. Tók þær eins og að drekka vatn (vískí eða sterkara í hans tilfelli), og fylgdi þeim eftir af miklum þunga, meðan aðrir skulfu á beinunum oft á tíðum, eða áttu erfitt með að meta hvað væri rétt eða rangt. Churchill gerði kröfu um að fá ítarleg minnisblöð frá hernum, helst daglega, í upphafi seinna stríðs. Seinna líf hans í breskum stjórnmálum var ekki síst byggt á því að hann sá ris nasismans fyrir og skynjaði ógnina af honum á undan öðrum í breskum stjórnmálum. Hinn 29. september 1939, tæpum mánuði eftir innrás nasista í pólsku hafnarborgina Gdansk við Eystrasalt, þar sem m.a. starfsmenn pólska póstsins börðust eins og hetjur við margfalt fleiri þýska hermenn í einn sólarhring, var það helst Skandinavía sem var miðdepill í plönum hjá Churchill. Það var ekki tilviljun að ráðist var til atlögu í Gdansk og hún hertekin, hugsaði Churchill. Hún var mikilvægasta hafnarborgin við Eystrasalt og leið inn í efnahagsæð Póllands og Austur-Evrópu. Allt undir Allt var undir þegar kortin af Skandinavíu voru skoðuð, og staðan við Eystrasalt metin. Ekki síst veðrið. "At the end of November the Gulf of Bothnia normally freezes so that Swedish iron ore can be sent to Germany only through Oxelosund, in the Baltic, or from Narvik, at the north of Norway. Oxelsund can export only about one-fifth of the weight of ore Germany requires from Sweden. (minnisblað First Lord breska hersins til Churchill, 1939, s; 480 í TGS)." Churchill leit á þetta „viðskiptasamband" Norðmanna og Svía við nasista sem ógn við heimsfriðinn, hvorki meira né minna. Það varð að stöðva eða í það minnsta vinna gegn því. Hann horfði einkum til diplómatískra lausna í þeim efnum, þar sem hann vissi að Norðmenn og Svíar höfðu ekki valkosti þegar kom að þjónustu við nasista. „Our relations with Sweden require careful consideration. Germany acts upon Sweden by threats. Our sea-power gives us also powerful weapons, which, if need be, we must use to ration Sweden. (sama minnisblað og fyrr, s; 481 TGS)." Styrktu stöðu sína Nasistar styrktu stöðu sína hratt í upphafi stríðsins við Eystrasalt og náðu því sem að var stefnt; að stórefla vopnaframleiðslu á fyrstu stigum stríðsins og leggja grunn að tæknivæddum öflugum her. Stórtækar djarfar hernaðaraðgerðir í Noregi og Svíþjóð hefðu hugsanlega getað dregið mátt úr nasistum og komið í veg fyrir mikil ósköp sem síðar urðu í Seinni heimstyrjöldinni. Churchill hafði í það minnsta miklar áhyggjur og fékk leiðbeiningar um það frá hershöfðingjum sínum, að aðgerða væri þörf. Þær urðu hins vegar aldrei jafn afgerandi og þörf var á. Pólitískar ákvarðanir á stríðstímum hljóta oft að snúast um að velja á milli ills og ills. Það er hvernig megi valda sem minnstum skaða fyrir almenna borgara og um leið ná hernaðarlegu markmiði. Útgangspunkturinn er þó oftar en ekki mikill sársauki fyrir einhvern sem ekki á það skilið. Það er ekki fyrir alla að taka slíkar ákvarðanir. Evrópusambandið hlaut fyrir viku friðvarverðlaun Nóbels og rökin fyrir því voru ekki síst þau, að friður hefur haldist í Evrópu frá hörmungum Seinni heimstyrjaldar (stundum þarf maður að minna sig á að innan við mannsævi er frá því mannfjandsamleg eyðileggingaröfl nasismans rústuðu næstum alveg álfunni). Alveg eins og þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fékk friðarverðlaunin 2009, þá er verðlaunahafinn nú umdeildur. Á Evrópusambandið þetta skilið? Líklega er það sanngjörn spurning og erfitt að svara því ákveðið já eða nei. Hins vegar verður líka að horfa til þess, eins og Churchill gerði öðrum fremur í aðdraganda Seinni heimstyrjaldar, að það eru blikur á lofti í álfunni. Efnahagslegt og félagslegt Að því leytinu til er mikill þungi í þeim skilaboðum sem Evrópusambandið fær þegar friðarverðlaun Nóbels falla í skaut þess nú á tímum. Ég er ekki viss um að ósvikinn fögnuður séu endilega bestu viðbrögðin við þeim. Því Evrópa glímir við mikinn vanda. Smám saman eru hin efnahagslegu og félagslegu sár að verða sýnilegri sem urðu til í miklum efnahagsþrengingum á árunum 2007 og 2008, þegar fjármálakerfi Evrópu, og raunar heimsins alls, riðaði til falls. Nokkuð ítarlegar heimildir liggja nú fyrir hversu litlu munaði að fjármálakerfi heimsins stöðvaðist. Þar má nefna bækur Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, On The Brink, og bók Alistair Darling, Back from The Brink. Í þeim er staðfest að litlu sem engu munaði að efnahagskreppan hefði orðið miklu dýpri og alvarlegri en raunin varð. Þessi saga er líka frábærlega rakin í bók blaðamanns New York Times og umsjónarmanns Dealbook hluta vefsíðu þess, Andrew Ross Sorkin, sem heitir Too Big to Fail. Fróðleg sjónvarpsmynd sem gerð var eftir þessari mynd af sýnd á Stöð 2 ekki alls fyrir löngu. Svo nefnt sé eitthvað dæmi úr þessum bókum til marks um alvarleikann sem var uppi á haustmánuðum 2008 - þegar Ísland beitti neyðarréttinum í efnahagserfiðleikunum fyrst þjóða - þá er álitið að nokkrum klukkustundum hafi munað að allsherjarhrun hefði orðið hjá bandarískum fjármálastofnunum, með þeim áhrifum að atvinnuleysi hefði orðið um 30 prósent í Bandaríkjunum á innan við mánuði. Staðan var svipuð í Bretlandi og víða í Evrópu sömuleiðis. Björgunin fólst alls staðar í því sama; kaupa tíma með peningum frá seðlabönkum, með því að ganga inn viðskipti á millibankamarkaði, halda fjárflæði gangandi. Mannlegar ákvarðanir Þau mein sem efnahagshrunið 2007 og 2008 skildu eftir sig í Evrópu hafa ekki verið löguð, nema þá með smáskammtalækningum sem að mestu felast í fjáraustri Seðlabanka Evrópu, sem er líklega valdameiri stofnun í dag heldur en allar ríkisstjórnir Evrópu til samans. Eða þannig er stöðu mála lýst í mörgum fagtímaritum um efnahags- og stjórnmál. Þó skal því til haga haldið að Evrópusambandið, sem er með hjartað í sínu gangverki í Brussell, er samofinn Seðlabanka Evrópu að því leyti að það markar honum starfsumhverfi með lögum og reglum. Að því leytinu til ræður ESB för. Þegar á hólminn er komið er þetta þó spurning um mannlegar ákvarðanir undir tímapressu, oft á tíðum. Það er til að mynda þrykkt í minni Íslendinga þegar Lárus Welding, forstjóri Glitnis, starði niður í borðið í Seðlabankanum, í þann mund sem Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, var að gera sig reiðbúinn til þess að tilkynna um yfirtöku ríkisins á 75 prósent hlut í Glitni, rétt áður en bankakerfið hrundi. Þá hjó seðlabankinn á hnútinn. Evran er komin til að vera Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segist ætla að verja evruna, hvað sem það kostar. Í því felast þau skilaboð að evran er komin til að vera, og að stjórnmálamenn Evrópulanda verði að koma sér saman um það hvernig sú staða á að geta gengið upp. Hann ræður þessu ekki einn, og þess vegna gefur hann boltann til stjórnmálamanna. Þar er hann núna og það er ekki hægt að segja að þeir hafi setið auðum höndum, þrátt fyrir vandamál. Líklega ber hæst aukið samstarf Evrópuríkja þegar kemur að ríkisfjármálum og á fleiri sviðum. Stærstu tíðindin í Evrópu frá hruninu hafa kannski verið aukin áhersla á samstarf, þrátt fyrir deilur. Þó margir fundir leiðtoga Evrópuríkja hafi farið út um þúfur, eða verið árangurslitlir, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, þá hafa menn ekki gefist upp. Sameiginlegt regluverk og eftirlit með fjármálamörkuðum er annað dæmi um ásetning til meira samstarfs, og styrkingu innri markaðarins fremur en hitt. Það er ekki víst að allir átti sig á því hversu stór skref það eru í átt að sameinaðri Evrópu að ríkin hafi samstarf um ríkisfjármál einstakra ríkja, og um leið móti sameiginlegt regluverk, eftirlit og innstæðutryggingakerfi fyrir álfuna. Hvernig sem á það er litið eru þetta stór skref í átt til frekara samstarfs. Rétt eða rangt? En það eru pólitísk átök um hvort þau eru skynsamleg og rétt, á þessum tímapunkti. Slæmar hagtölur í Suður-Evrópu segja sína sögu, atvinnuleysi er hátt, að meðaltalið nálægt 20 prósentum samkvæmt tölum Eurostat. Verst er staðan á Spáni 26,2 prósent, og Grikklandi, um 26 prósent. Sé horft yfir álfuna alla er meðaltalsatvinnuleysi tæplega 11 prósent, og hagvöxtur ekki fyrir hendi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur af þessu miklar áhyggjur, eins og nær allir aðrir. Við þær aðstæður sem eru núna í Evrópu er hagvöxtur nauðsyn, annars hækka atvinnuleysistölurnar jafnt og þétt, með tilheyrandi vaxandi félagslegum erfiðleikum. Á þessu hefur Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hamrað í viðtölum við fjölmiðla og í ræðum á opinberum vettvangi. Félagslegir erfiðleikar eru gríðarlega dýrir, og litlir sjóðir fyrir hendi til þess að bjarga þeim sem eru hjálparþurfi. Efnahagsvandamál eru nefnilega bara tölur á blaði þar til félagslegu vandamálin verða sýnileg. Þá er efnahagsvandinn farinn að síga ofan í samfélagið. Hrikaleg staða Ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er í Suður-Evrópu, nema af því sem maður sér í sjónvarpinu og les um. Pistlar Kristins R. Ólafssonar á RÚV um stöðu mála á Spáni hafa verið einkar upplýsandi m.a., þar hefur hann reglulega lýst stöðu mála af nákvæmni undanfarið ár og sleppt gamanseminni sem oft einkennir skemmtilega pistla hans. Enda fátt að gleðjast yfir. Hagtölurnar segja að staðan í Suður-Evrópu sé hrikaleg. Fyrir mér er nánast óhugsandi staða að fjórði hver maður sé atvinnulaus og milli 30 og 50 prósent fólks á mínum aldri, frá 18 til 40 ára, hafi ekki vinnu. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að átta sig á því að þessi staða má ekki vara lengi, áður en illa fer. Það voru óhuggulegar fréttirnar af aðdraganda þess að spænsk stjórnvöld settu lög um það á dögunum, að ekki mætti henda fólki á götuna úr húsunum sínum fyrirvaralítið, þó það skuldaði bankanum meira en það réði við. Það sem vakti stjórnmálamenn til umhugsunar voru sjálfsvíg. Fólk henti sér niður af svölum og dó. Tilfellin voru nokkuð mörg, áður en gripið var til aðgerða.Sitt sýnist hverjum Samtals búa tæplega 130 milljónir manna í Suður-Evrópu þjóðunum Ítalíu (60,6 m.), Spáni (47 m.), Portúgal (10,7 m.) og Grikklandi (10,6 m.) Miklir erfiðleikar eru enn fyrir hendi í öllum þessum löndum, og ýmsar kunnuglegar raddir úr kreppum fyrri áratuga eru farnar heyrast. Aðskilnaður ákveðinna svæða frá heildinni og reiði út í stórþjóðirnar í Norður-Evrópu þar á meðal. Allt bendir þetta til þess, að erfiðleikarnir eigi eftir að aukast enn, enda sparnaðaraðgerðir ríkis og héraða rétt byrjaðar að hafa áhrif á hag fólks. Þá gerir það stöðuna ekki einfaldari, að ýmsir þekktir hagfræðingar eru fullkomlega ósammála um hvort það sé skynsamlegt að skera mikið meira niður eða ekki. Má þar nefna Nóbelsverðlaunahafann frá 2008, Paul Krugman, sem segir að Evrópusambandið sé í öllum meginatriðum að bregðast ranglega við miklum ríkisskuldum með miklum niðurskurði, þar sem miklir félagslegir erfiðleikar sem af þeim stafa muni dýpka kreppuna og þannig grafa meira undan efnahag ríkjanna til framtíðar litið. Á meðan í Norðri Norður-Evrópa er í öðrum veruleika, með Þýskaland sem hryggjarstykkið, ríkið sem áður var helst ógn álfunnar og heimsins alls. Þar er stöðugleiki mikill og völdin í höndum Angelu Merkel kanslara. Atvinnuleysi hefur haldist stöðugt um 5 prósent skv. Eurostat, en á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012 hefur það verið 5,4 prósent. Þó hagvöxtur sé lítill í álfunni þá er hann þó fyrir hendi í Norður-Evrópu, og nokkrum löndum hefur tekist að snúa vörn í örlitla sókn. Til dæmis má nefna Írland, sem Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse bankans, sagði í viðtali sem ég tók við hann ekki alls fyrir löngu, að hefði náð að styrkja stöðu sína verulega frá því að hún var sem verst eftir hrunið. Atvinnuleysi er þó enn hátt í Írlandi, eða 14,7 prósent. En áætlunin er að virka, segir Parker, og það er það sem skiptir miklu máli. Skilaboðin eru að ná í gegn til fjárfesta. Parker sagði þetta sýna að þrátt fyrir mikla erfiðleika sumra ríkja í Norður-Evrópu, þá myndu þau þá vopnum sínum í framtíðinni. Undirstöður efnahagsins eru einfaldlega sterkari en í Suður-Evrópu, auk þess sem fjármálastofnanir í þeim hluta eru sagðar hafa farið mun verr út úr hremmingunum en þær í norðri. Sérstaklega á þetta við um bankakerfið á Spáni. Þar hefur héraðssparisjóðum fækkað úr 47 í 13 á skömmum tíma, og stærstu bankar landsins hafa verið sameinaðir, auk þess sem ríkissjóður Spánar hefur lagt gríðarlegar fjárhæðir inn í bankakerfið til þess að styrkja það. Þetta hefur skilað árangri, en þó enn aðeins sem vel heppnað slökkvistarf. Hvernig bankakerfið á að virka vel til framtíðar er ennþá vandamál sem hefur ekki verið leyst. Áhættuálag á spænsk ríkisskuldabréf var 5,34 prósent við lokun markaða í gær, samkvæmt Bloomberg. Til samanburðar er áhættuálag á þýsk ríkisskuldabréf 1,35 prósent. Frakkland og Bretland glíma bæði við mikinn vanda, og erfitt að segja hvort staðan þar sé að batna eða ekki. Hagvöxtur hefur verið lítill sem enginn í Bretlandi, og tiltekt í ríkisfjármálum stendur enn yfir. Þannig hyggjast stjórnvöld í Bretlandi skera niður ríkisútgjöld um eitt prósent á næsta ári, til viðbótar við það sem þegar var komið til framkvæmda. Mikill tími fer í pólitískar deilur um Evrópusambandið, en David Cameron, forsætisráðherra, segir það ekki koma til greina fyrir Bretland að yfirgefa Evrópusambandið, þó landið sé utan myntsamstarfs með pundið. Þau orð lét hann falla í viðtali við Daily Mail um síðustu helgi. Talaði hann um að Bretland gæti orðið eins og Noregur, áhrifalaust við borðið þar sem regluverkið verður til. Ótrúleg staða í Noregi Staðan í Noregi er með miklum ólíkindum, og ekkert lát virðist á efnahagslegum uppgangi, meðal annars vegna nýlegra olíufunda út fyrir Noregsströnd. Ríkissjóður landsins er skuldlaus, og olíusjóðurinn Norski bólgnar út. Norski olíusjóðurinn er nú um 660 milljarðar dala að stærð, eða sem nemur 83 þúsund og átta hundruð milljörðum króna. Það nemur meira en 17 milljónum á hvern íbúa Noregs, en til samanburðar þá er landsframleiðsla Noregs á hvern íbúa um 53 þúsund og fjögur hundruð dalir, eða sem nemur 6,8 milljónum króna. Olíusjóðurinn einn er því 2,5 sinnum stærri en sem nemur landsframleiðslu Noregs á hvern íbúa árlega. Til samanburðar þá var landsframleiðslan hér á landi 1.620 milljarðar króna í fyrra, eða sem nemur tæplega fimmtíu og tvisvar sinnum minni en sem nemur stærð olíusjóðsins. Helsta áhyggjuefnið hjá Norðmönnum er ofhitnun hagkerfisins, og hvernig þeim á að takast að ná utan um þennan mikla uppgang sem framundan er, í tengslum við aukna vinnslu olíu og jarðgass, án þess að illa fari.Meira tengd Evrópu Önnur Norðurlönd eru að glíma við áhrifin af litlum sem engum hagvexti í Evrópu. Sérstaklega eru Danir næmir fyrir gangi mála í Evrópu, enda helsta „auðlind" Dana lega landsins og gott aðgengi að mörkuðum með hinar ýmsar vörur, m.a. landbúnaðarvörur. Atvinnuleysi í Danmörku hefur farið vaxandi að undanförnu og mælist nú 7,7 prósent. Í Svíþjóð er það 8,1 prósent, og hefur vaxið um 0,5 prósentustig á einu ári. Í Finnlandi mælist atvinnuleysið 7,7 prósent, samkvæmt tölum Eurostat. Nágrannar Norðurlandanna við Eystrasaltið, Eistland, Lettland og Litháen, hafa gengið í gegnum erfiða tíma frá því haustið 2008, en árangur í þessum löndum hefur verið sýnilegur og að mörgum talinn til marks um vel heppnaðar aðgerðir. Atvinnuleysi í Eistlandi hefur minnkað um eitt prósentustig undanfarið ár og er nú tæplega 10 prósent. Í Litháen hefur atvinnuleysi minnkað um 1,3 prósentustig á sama tíma og mælist nú 12,4 prósent. Í Lettlandi hefur atvinnuleysið minnkað um 1,2 prósentustig og mælist nú 14,2 prósent. Árangurinn er því fyrst og fremst að hafa náð því að laga slæma stöðu.Sögulegir tímar Ísland er mitt inn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið á sögulegum tímum, er óhætt að segja. Ekki aðeins vegna þess að deilt er um hvert skuli stefnt í íslenskum stjórnmálum, heldur ekki síður vegna þess að Evrópusambandið er að ganga í gegnum mikið breytingatímabil, og erfiðleika. Mikilvægi Evrópu fyrir efnahag heimsins er þó ótvírætt. Í álfunni búa um 500 milljónir manna, sem gerir um sjö prósent af heildaríbúafjölda heimsins, sem fór yfir sjö milljarða fyrr á árinu. Framlag Evrópu til heildarframleiðslu heimsins er hins vegar 26 prósent, miðað tölur á síðasta ári. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er nú staddar þannig, að af þeim 33 samningsköflum sem semja þarf um, hefur tuttugu og einn kafli verið opnaður og er viðræðum um tíu þeirra lokið (sjá nánar hér). Viðræður eru ekki hafnar um þau mál sem eru langsamlega umdeildust hér á landi, þ.e. um landbúnað og sjávarútveg, og lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðherra, meðal annars yfir vonbrigðum með þá stöðu í viðtali við Spiegel fyrir skemmstu. Stefan Fule, stækkunarstjóri ESB, sagði er hann kom hingað í heimsókn síðast, fyrr á árinu, að „spilin yrðu á borðinu" fyrir kosningarnar í apríl á næsta ári. Óljóst er enn hvernig staðan verður hvað aðildarviðræðurnar varðar, fyrir kosningarnar, og enn meiri óvissa ríkir um hvert framhaldið verður eftir kosningar. ESB hefur verið uppspretta pólitískra átaka innan flokka, ekki síst VG. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fjarlægst vilja til inngöngu í ESB, með landsfundarsamþykkt, og það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, hafa enn fremur verið á þá leið að réttast væri að hætta aðildarviðræðum strax. Samfylkingin er skýr í afstöðu sinni um að skynsamlegast sé fyrir Ísland að ganga í ESB, en raddir um að aðildarumsókn yrði eins konar skyndihjálparaðgerð fyrir íslenska hagkerfið, sem heyrðust þegar aðildarumsóknin var samþykkt í þinginu, eru þagnaðar að mestu held ég að sé óhætt að segja. Skýrasta dæmið um hversu heitt pólitískt deiluefni ESB er hér á landi eru þó líklega forsetakosningarnar fyrr á árinu, en Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerði ESB ítrekað að umtalsefni í kosningabaráttu sinni, og talaði gegn inngöngu, með góðum árangri. Kannski er hann þegar farinn að leggja grunn að því hvernig hann nálgast stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu kosningar, sem verða líklega snúnar, sé mið tekið af könnunum.Framtíðarspurning Innganga í ESB eða ekki, er framtíðarspurning fyrir Ísland. Ekki bara vegna þess hve mikil áhrif það mun hafa fyrir landið, ef þjóðin samþykkir inngöngu, heldur ekki síður vegna þess hve langt er í að Ísland geti uppfyllt skilyrði sem ríki þurfa að uppfylla. Sérstaklega er þetta augljóst þegar kemur að opinberum skuldum, sem eru þær fimmtu hæstu í Evrópu skv. Eurostat, tæplega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Samkvæmt skilyrðum um inngöngu mega þær ekki vera meira en 60 prósent. Þá þurfa öll aðildarríkin 27 að samþykkja inngöngu Íslands, og þannig geta innbyrðis deilur við einstaka þjóðir, til dæmis um Icesave-mál og Makrílveiðar, haft áhrif á gang mála. Séu önnur atriði tekin með í reikninginn, eins og afnám fjármagnshafta, þá er ljóst að mörg ár eru í að Ísland geti orðið hluti af ESB, líklega ekki minna en áratugur, eigi að fara strangt eftir þeim skilyrðum sem aðildarríki þurfa að uppfylla. Sérstaklega er það skuldastaðan sem gæti orðið erfitt að ná niður fyrir skilyrt markmið, sýnist mér, en það má þó ekki útiloka að sérstaklega verði samið um þessi mál, ekki síst í ljósi þess vanda sem hér blasir við vegna hafta. Þetta er samhangandi vandi, svo að segja.Ísland og Evrópa Hvað sem líður aðildarumsókninni sjálfri þá er samband Íslands og Evrópu mikið og náið og byggir á gömlum grunni. Fiskur er seldur héðan til Evrópu, ekki síst Suður-Evrópu, og ál sömuleiðis. Þá koma flestir ferðamenn hingað til lands frá Evrópu, auk þess sem mörg íslensk þekkingarfyrirtæki á sviði iðnaðar byggja starfsemi sína á tekjum frá Evrópu, og eru um margt háð evrópsku regluverki fremur en íslensku. Pólitískar spurningar um hvernig þessu sambandi verður háttað eru erfiðar fyrir stjórnmálamenn og almenning, en óhjákvæmilega þarf að svara þeim. Öll svör og aðgerðir í þeim efnum munu hafa áhrif. Alveg eins og þegar Churchill horfði yfir stöðuna við Eystrasalt, og mat það hvort hann ætti að ráðast á skotmörk í Noregi og Svíþjóð. Eftir á að hyggja hefði kannski verið best að ráðast af hörku á þessa friðsömu nágranna okkar þegar veðuraðstæður voru réttar, helst ekki seinna en í upphafi árs 1940.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun