Körfubolti

Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik New Orleans Hornets.
Frá leik New Orleans Hornets. Mynd/AP
NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar.

Tom Benson, eigandi New Orleans Hornets, hefur barist fyrir því að fá Jazz-nafnið aftur til New Orleans en það hefur ekkert gengið enda eru menn í Utah mjög sáttir með sitt nafn. Utah Jazz var á sínum tíma flutt frá New Orleans til Salt Lake City.

Það bendir því allt til þess að Benson sætti sig við að liðið heiti New Orleans Pelicans frá og með næsta tímabili. The Krewe og the Brass kom samt enn til greina samkvæmt frétt Yahoo.

Louisiana, heimafylki New Orleans Hornets liðsins, hefur verið kallað Pelíkanafylkið, fylkisfuglinn er brúnn Pelíkani og Pelíkani er bæði á fána og í merki fylkisins. Það er því á ferðinni mjög sterkt tenging

Tom Benson keypti félagið í fyrra og gaf strax út þá skoðun sína að hann vildi frá nafn sem væri í meiri tengslum við staðsetningu félagsins.

New Orleans Hornets var stofnað sem Charlotte Hornets 1988 en flutti til New Orleans árið 2002. Seinna var síðan annað NBA-lið stofnað í Charlotte - Charlotte Bobcats. Michael Jordan eigandi Charlotte Bobcats er spenntur að taka upp Charlotte Hornets nafnið á ný verði býlflugurnar reknar burtu frá New Orleans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×