Körfubolti

NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga

Kobe Bryant skorar gegn New Orleans.
Kobe Bryant skorar gegn New Orleans. AP
Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers.

Hinn 34 ára gamli Bryant þurfti að skora 13 stig í leiknum til að ná að komast í 30.000 stig og hann náði áfanganum seint í 2. leikhluta. Bryant er sá yngsti sem nær að komast yfir 30.000 stigin,. Wilt Chamberlain var 35 ára, Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone voru báðir 36 ára og Michael Jordan var 38 ára.

Dwight Howard skoraði 18 stig fyrir Lakers.

Úrslit:

San Antonio – Milwaukee 110 -99

Charlotte – NY Knicks 98-100

Indiana – Portland 99-92

Boston – Minnesota 104 – 94

Detroit – Golden State 97-104

Atlanta – Denver 108-104

Cleveland – Chicago 85-95

Utah – Orlando 87-81

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×